Jón sjötugur og hendir stakk og stígvélum

  • Fréttir
  • 30. október 2012

Jón Sæmundsson skipstjóri á Oddgeiri EA 600 varð nýlega sjötugur. Í tilefni afmælisins og að Jón lætur nú af störfum eftir áratuga sjómennsku, bauð áhöfnin á Oddgeiri honum og eiginkonunni í jólahlaðborð og tvær gistinætur á Hótel Rangá.

Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem Jón hendir stakk og stígvélum því á sínum tíma fór hann m.a. í verslunarrekstur en hann rak Bragakjör í félagi við annan, var vörubílsstjóri, smiður o.fl.

„ Í Guðsbænum segðu engum að ég hafi verið smiður því þá hlægja nú allir sem til mín þekkja, segðu að ég hafi verið handlangari, það er alveg nóg," sagði Jón brosandi.

Halla dóttir hans færði honum og áhöfninni tertu í tilefni dagssins sem skipverjar gæddu sér á milli þess sem þeir kepptust við að þrífa skipið hátt og lágt og að koma veiðafærum í land.

Oddgeiri verður nú lagt, að minnsta kosti um stundar sakir, og mun nýtt skip í eigu Gjögurs hf, Áskell EA 749, koma í hans stað.

Myndir: Sigurður A. Kristmundsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir