Grindavíkurbćr auglýsir eftir umsóknum um lóđir fyrir fjárhús

  • Fréttir
  • 29. október 2012

Grindavíkurbær vinnur að skipulagningu svæðis fyrir fjárhús og gerði í Slokahrauni, sunnan við Suðurstrandarveg á milli Þórkötlustaða og Hrauns. Um er að ræða þrjár lóðir sem hver um sig er ríflega 2.000 m2. Gert er ráð fyrir einu fjárhúsi á lóð og má stærð þess vera á bilinu 140-200 m2. Hvert hús getur verið í eigu sama aðila eða því skipt í 3-4 hólf með eignaskiptasamningi. 

Sjá má afmörkun af svæðinu á meðfylgjandi korti.

Gatnagerðagjöld miðað við 235m2 byggingareit eru 1.220.575,- kr 

Grindavíkurbær auglýsir nú eftir umsóknum um lóðir á svæðinu.

Umsóknum skal skila á skrifstofu tæknideildar Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 2. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublað má einnig nálgast 
hér: http://www.grindavik.is/gogn/umsokn_lod_grindavik.pdf

Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu tæknideildar Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 í síma 420 1107.

Jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir