Ţorgerđur sýnir í Ráđhúsi Reykjavíkur

  • Fréttir
  • 29. október 2012

Dagana 1.-5. nóvember nk. tekur Grindvíkingurinn Þorgerður Kjartansdóttir þátt í sýningu hjá Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í þessari sýningu en hún hefur jafnframt tvisvar tekið þátt á Handverkshátíðinni á Hrafnagili.

„Það sem ég sýni eru Orkaraðir skartgripir en Orkering er margrar aldar gömul aðferð við að búa til blúndur. Ég nota sérstaka nál við verkið en það er einnig hægt að nota áhald sem heitir skytta og er betur þekkt hér á Íslandi. Þetta er handavinna sem var á góðri leið með að deyja út en sem betur fer hefur orðið vitundarvakning gagnvart þessu gömla handverki.  Ég hef einnig haldið námskeið í Nálarorkeringu sem eru mjög vinsæl en þau hafa aðallega verið haldin í Hafnarfirði þar sem ég deili aðstöðu með Silki.is. Einnig hef ég farið út á landsbyggðina og haldið námskeið þegar þess hefur verið óskað," segir Þorgerður.

Á facebooksíðu hennar segir m.a.: „Orkering er það kallað þegar blúndur eru hnýttar með þar til gerðri skyttu eða sérstakri orkeringa nál. Þetta handverk er talið eiga uppruna sinn í ítölskum nunnuklaustrum og barst til Íslands fyrir um 500 árum. Orkering er notuð í dúka, blúndu til skreytinga á peysufötum (þjóðbúning), blúndu á peysufatabrjóst, blúndu á skírnakjóla og skart."

Þorgerður vonast til þess að sjá sem flesta Grindvíkinga í sýningunni í Ráðhúsinu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál