Mandarínukerti í náttúrufrćđitímanum

  • Fréttir
  • 26. október 2012

Það eru margir sem tengja mandarínur við jólin sérstaklega þeir sem eldri eru. Nú er hægt að fá mandarínur árið um kring. Það eru hins vegar ekki margir sem tengja börkinn við kertaljós. 9. bekkir Grunnskólans bjuggu hins vegar til kerti úr mandarínuberkinum þegar búið var að borða innan úr mandarínunum.

Eftir að kjötið hafði verið hreinsað innan úr berkinum þar sem þess var gætt að þráðurinn í miðjunni sæti eftir til að nota sem kveikiþráð. Eftir það var matarolía sett í börkinn og bleytt vel í kveiknum. Þegar búið var að bleyta vel í kveiknum var hinn helmingur barkarins skorinn til með munstri og notaður sem lok. Afraksturinn fallega skreytt kerti sem varpaði mandarínulituðu ljósi. Eitthvað sem er auðvelt að gera og kemur fallega út! Sjón er sögu ríkari. Hægt er að fá leiðbeiningu um hvernig þetta er unnið hér .

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!