Fisktćkniskólinn heimsótti Marel í Danmörku

  • Fréttir
  • 26. október 2012

Í síðustu viku fór Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík ásamt þremur kennurum skólans, þar á meðal Páli Val Björnssyni bæjarfulltrúa, í heimsókn í verksmiðju Marels í Nørresundby í Danmörku til þess að kynna sér tækjabúnaðinn og þjálfun starfsfólks fyrirtækisins.

Fisktækniskólinn er í nánu samstarfi við Marel og á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að skólinn sé að fara af stað með nám sem miðar að því að þjálfa starfsfólk á tækjabúnað frá Marel í fiskvinnslustöðvum.

Starfsfólki Fisktækniskólans var kynntur hátæknibúnaður sem meðhöndlar síld af Frank Ib Nielsen og Jan Lohse, starfsmönnum Marels. Fram kemur að Ólafur Jón og hans fólk fór lofsamlegum orðum um tækjabúnaðinn og hvernig staðið er að kennslunni.

Marel er leiðandi á alþjóðamarkaði í þróun hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnaðinn.

Myndir: Heimasíða Marels.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir