Ómar stýrir hagyrđingakvöldi - Námskeiđ í vísnagerđ

  • Fréttir
  • 25. október 2012

Laugardaginn 27. október n.k. kl. 20:00 verður hagyrðingakvöld í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur. Stjórnandi verður Ómar Ragnarsson hagyrðingur og fréttamaður. Fyrr um daginn verður boðið upp á námskeið í vísnagerð. Enn eru laus pláss. Leiðbeinandi verður hinn landskunni hagyrðingur Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Námskeiðið verður frá kl. 13:30 - 17:00 og kennt i félagsmiðstöðinni Þrumunni (Kvennó). Verð kr. 2.000-.

Skráning í síma 420-1100 eða í gegnum netfang: kreim@grindavik.is.  ENN ERU LAUS PLÁSS.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Námskeiðið og hagyrðingakvöldið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir