Slökkviliđiđ gerir tilraun međ metanól

  • Fréttir
  • 24. október 2012

Metanól er brennanlegur vökvi sem hefur þann ókost fyrir slökkviliðsmenn að eldurinn sést ekki við ákveðnar aðstæður, til dæmis í sól og einnig þegar vökvinn brennur einn og sér. Metanól er framleitt í verksmiðju CRI í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur gerði tilraun með því að kveikja í 50 lítrum af metanóli í stálbakka.

Slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á Akranesi voru til aðstoðar með hitamyndavél sem nemur eldinn og einnig mælir vélinn hitastigið í brunanum.

Það kom vel fram að það er ekki hægt að sjá metanóleld við þessar aðstæður og mjög lítil hitageislun er frá eldinum sem skapar mikla hættu fyrir slökkviliðsmenn við slökkvistörf. Þeir geta átt á hættu að verða ekki varir við eldinn fyrr en of nálægt er komið. Einnig er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvernig slökkviefni er beitt að metanól-eldi nema með hitamyndavél.

Á myndskeiðunum kemur vel fram hvernig hitamyndavélin sér eldinn en mannsaugað ekki.

Um tvö myndbönd er að ræða og þau má sjá hér og jafnframt hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir