Nemendur í teiknivali heimsóttu sýningu Einars Lár

  • Fréttir
  • 18. október 2012

Einar Lár málari heldur nú sýningu í Arnarborginni (gamla Bragakjörshúsinu) og stendur sýningin fram á sunnudag. Nemendur í teiknivali á unglingastigi grunnskólans lögðu leið sína á þessa skemmtilegu og fallegu sýningu. Einar Lár tók notalega á móti nemendum og sagði þeim m.a. frá því hvernig hann vinnur verkin sín.

Vettvangsferð þessi var skemmtileg tilbreyting í dagsins önn og alltaf gaman þegar bæjarbúar leggja góða hluti fram til menningarlífsins.
Sýningin er opin til 21. október nk. alla daga frá kl. 14:00 til 18:00. Á sýningunni eru 25 verk unnin með ýmsum aðferðum. Verkin eru frá 2011 og 2012. Þetta er fimmta einkasýning Einars en áður hefur hann haldið sýningar í Noregi, Reykjavík og á Suðurnesjum.












































Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir