Festi ehf stćkkar og fjölgar í flotanum

  • Fréttir
  • 13. desember 2006

Útgerđarfélagiđ Festi ehf. í Hafnarfirđi hefur veriđ ađ fćra út kvíarnar upp á síđkastiđ međ bátakaupum. Á skömmum tíma hefur félagiđ keypt tvo beitningarvélabáta í smábátakerfinu, Baddý SI og Eyrarberg GK, en sá síđarnefndi hefur nú fengiđ nafniđ Vilborg GK.
 
 
Núna í haust keypti Festi dragnótabátinn Ósk KE, sem smíđađur var hjá Ósey í Hafnarfirđi áriđ 1999, og er ćtlunin ađ byggja yfir hann og breyta í línubát. Félagiđ á síđan tćplega helmingshlut í dragnótabátnum Brík BA. Ţessu til viđbótar á Festi tvo smábáta, Arnar KE og Önnu GK, sem gerđir hafa veriđ út frá Djúpavogi. Félagiđ rekur fiskvinnslu í Hafnarfirđi og ţar er fiskurinn af bátunum unninn.
Sigmar Björnsson og Ásbjörn Helgi Árnason eru eigendur fyrirtćkisins. Sigmar var lengst af í útgerđ nótaskipa, fyrst Ţórshamars GK og síđar Guđrúnar Gísladóttur KE sem sökk viđ Noregi fyrir nokkrum árum. Sigmar sagđi í samtali viđ Fiskifréttir ađ eftir ađ Guđrún Gísladóttir sökk hefđi hann veriđ efins um ţađ hvort hann ćtlađi í útgerđ á ný, en fyrir tveimur árum hefđi hann slegiđ til og eignast fyrsta smábátinn, Arnar KE. Ţegar hann var inntur eftir ţví hvers vegna hann hefđi valiđ smábátakerfiđ svarađi hann ţví til ađ á ţeim tíma hefđi ekki veriđ um neinn annan kost ađ velja. Festi ehf. hefur nú yfir ađ ráđa um 1.500 ţorskígildistonnum í smábátakerfinu og ađ auki eru samtals um 1.000 ţorskígildistonn á dragnótabátunum tveimur, Ósk KE og Brík BA.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!