Séra Örn Bárđur milliliđalaust á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 16. október 2012

Séra Örn Bárður Jónsson fyrrverandi sóknarprestur í Grindavík verður gestur milliliðalaust á kaffihúsinu Bryggjunni miðvikudaginn 17. október kl. 9. Örn Bárður er sóknarprestur í Neskirkju í Reykjavík. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1984 og hefur stundað framhaldsnám í guðfræði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann varð aðstoðarprestur í Garðasókn 1984 og sóknarprestur í Grindavík 1985.

Árið 1990 varð hann verkefnisstjóri á Biskupsstofu og fræðslustjóri kirkjunnar frá 1995. Árið 1999 varð hann prestur í Neskirkju og var skipaður í það embætti 1. október 2002. Hann var ritari Kristnihátíðarnefndar 1993-1999 og afmælisnefndar vegna kristnitöku frá 1993.

Séra Örn Bárður hefur skrifað fjölmargar greinar í dagblöð um þjóðfélagsmál, menningarmál og trúmál.  

Mynd: Hinrik Bergsson og séra Örn Bárður Jónsson fyrrverandi sóknarprestur í Grindavík við 30 ára vígsluafmæli Grindavíkurkirkju í síðasta mánuði.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir