Ódýrasta skólamáltíđin í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. september 2012

Verð skólamáltíða hefur að jafnaði lækkað um 4 prósent í 20 stærstu sveitarfélögum landsins undanfarin fimm ár. Það eitt segir þó lítið því sums staðar hefur verðið lækkað um nær fjórðung og annars staðar hefur það hækkað um nær helming. Grindavík býður upp á ódýrustu skólamáltíðina, að sögn RÚV.

Innanríkisráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum eftir að Guðrún H. Valdimarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um málið. Þá kom í ljós að meðalverð á skólamáltíðum er 376 krónur, það er 15 krónum minna að raunvirði en það var fyrir fimm árum.

Máltíðin kostar hvergi meira en á Álftanesi, 482 krónur og hefur hækkað um tæpan fjórðung á fimm árum. Það segir þó ekki alla söguna því máltíðin kostaði rúmar 500 krónur fyrir tveimur árum, miðað við núverandi verðlag. Ódýrust er skólamáltíðin hins vegar í Grindavík, kostar 279 krónur þrátt fyrir þriðjungs hækkun á þremur árum.

Verð skólamáltíða hefur hvergi lækkað meira en í Garðabæ á síðustu fimm árum, um 23 prósent. Máltíðin er samt einna dýrust þar í bæ þrátt fyrir lækkunina enda rukkaði enginn meira en Garðbæingar fyrir hrun. Mest var hækkunin hins vegar í Norðurþingi, um 47 prósent.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir