Indjánar og allt sem ţeim fylgir

  • Fréttir
  • 28. september 2012

Lestrarsprettur er hafinn hjá nemendum í 1.-3. bekk í Hópsskóla. Yfirheitið er indjánar og eiga nemendur að vera duglegir að lesa heima á hverjum degi. Fyrir hverja bók sem nemandi les fær hann fjöður. Á hana skrifar hann heiti bókar og eigið nafn. Fjöðurin er svo límd á indjána sem hefur komið sér vel fyrir í skólanum. Hver bekkur fékk ákveðið ættbálkaheiti og hafa þeir skreytt dyraskiltin sín með snilldarbrag.
Áherslurnar eru misjafnar eftir árgöngum en í 1. bekk er lögð áhersla á að foreldrar lesi fyrir börnin sín en í 2. og 3. bekk vinna nemendur í því að auka leshraða sinn.

Mikilvægt er að foreldrar fylgi þessum lestri eftir heima, hlusti og kvitti fyrir lesturinn. 
Spretturinn stendur fram til föstudagsins 5. október


















Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir