Vaxtarsamningur Suđurnesja - Verkefnastyrkir

  • Fréttir
  • 27. september 2012

Auglýst er eftir umsóknum til Vaxtarsamnings Suðurnesja á grundvelli samnings milli Iðnaðarráðuneytis og Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verkefni feli í sér samstarf þriggja aðila eða fleiri fyrirtækja og falli að markmiðum samningsins sem og verklagsreglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda. Skilgreining á styrkhæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu vaxtarsamningur.sss.is

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 19. október. Umsóknum skal skila á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is.

Nánari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, björk@heklan.is, sími 420 3288.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir