Fjölmenni viđ 30 ára vígsluafmćli Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 24. september 2012

Fjölmenni var við messu í gær í tilefni 30 ára vígsluafmælis Grindavíkurkirkju en hún var vígð 26. september 1982. Að messu lokinni var kirkjugestum boðið í kaffiveitingar og þá voru sýndar gamlar myndir, m.a. frá vígslu kirkjunnar.

Til stóð að biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir predikaði en hún forfallaðist vegna veikinda að bað fyrir um bestu kveðjur og vonast til að heimsækja Grindavík sem fyrst. Í hennar stað predikaði séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup Skálholtsstiftis. Fermingarbörn og foreldrar fermingarbarna tóku þátt í messunni en séra Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari og kór Grindavíkurkirkju leiddi sönginni undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.

Grindavíkursókn fór í stefnumótunarvinnu nú í vor undir handleiðslu Gylfa Dalmann mannauðsstjóra við HÍ og var sú vinna kynnt í kaffinu. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhendi kirkjunni blóm í tilefni dagsins og þá sýndi Helga Kristjánsdóttir olíumálverk í fordyri kirkjunnar.
Séra Elínborg Gísladóttir og Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup Skálholtsstiftis ganga inn kirkjugólfið 

Sigurður Jónsson fór með ritningalestur. 


Karlotta Sjöfn Sigurðardóttir og Karónlína Ívarsdóttir tóku lagið. 

Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir fór með ritningalestur. 

Kór Grindavíkurkirkju. 

Fermingarbörnin Nökkvi Már Nökkvason, Elín Björg Eyjólfsdóttir, Elvar Geir Sigurðsson, Inga Bjarney Óladóttir. 

Margrét Gunnarsdóttir, Guðmunda Kristjánsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir.


Gunnar Páll Guðjónsson og Guðbrandur Eiríksson sem sat í bygginganefnd Grindavíkurkirkju á sínum tíma. 

Vigdís Magnúsdóttir og Hallbera Ágústsdóttir. 


Elín Pálfríður Alexandersdóttir og Birna Óladóttir. 


Ólafur Rúnar Þorvarðarson ásamt eiginkonu sinni Kristínu Jónsdóttur en í safnaðarheimilinu var ljósmyndasýning Ólafs Rúnars. 

Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup Skálholtsstiftis predikaði. 


Hinrik Bergsson og séra Örn Bárður Jónsson fyrrverandi sóknarprestur í Grindavík. 

Séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. 


Bjartur Logi Guðnason, nýr organisti Grindavíkurkirkju í vetur en hann kemur í stað Helgu Bryndísar Magnúsdóttur sem er í námsleyfi. 


Ljósmyndasýning Ólafs Rúnars vakti mikla athygli. 


Hægt var að sjá gamlar ljósmyndir á tölvuskjá í kirkjunni. 

Helga Kristjánsdóttir sýndi olíumálverk í fordyri kirkjunnar. Á málverkinu má sjá gömlu kirkjuna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!