Tjaldbúđir Sony á Vigdísarvöllum

  • jardvangur
  • 18. september 2012

Vigdísarvellir eru skemmtilegt útivistarsvæði í landi Grindavíkur. Dagana 12.-15. september mátti sjá þar miklar tjaldbúðir en þær voru á vegum Sony risans sem þarna kynnti nýja línu af myndavélum og bauð 127 ljósmyndurum frá 20 löndum til Íslands.

Að sögn Óskars Sævarssonar landvarðar Reykjanesfólkvangs voru um 140 manns í búðunum. Meðal annars var gengið um hið magnaða landslag Móhálsadals. Var undirbúningur, framkvæmd og frágangur til mikillar fyrirmyndar. Óskar segir að yfirmenn Sony hafi komið á Vigdísarvelli þann 13. september og sáu mikið eftir því að hafa ekki gist í búðunum.

Þessar stórbrotnu myndir tók Jón Ólafur Magnússon forstjóri HL Adventures af tjaldbúðunum á Vigdísarvöllum og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir