Náttúran međ augum barnanna

  • Fréttir
  • 17. september 2012

Þann 16. september 2010 átti Ómar Ragnarsson 70 ára afmæli og var ákveðið að sá dagur yrði upp frá því tileinkaður íslenskri náttúru. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Á heimasíðu leikskólans Króks segir: „Við hér á Króki flokkum það rusl sem til fellur í leikskólanum og höfum af tilefni degi íslenskrar náttúru verið að vinna í vikunni frjálst með þann skemmtilega efnivið sem gjarnan kemur úr flokkunartunnunum eins og t.d. alls konar plast. Elstu börnin eru einnig búin að skrifa bréf til bæjarstórans af þessu tilefni þar sem þau biðja um að sá lundur sem við höfum verið að nota undir útikyrrðarstundir verði friðaður. Börnin hafa síðan verið að skoða náttúruna og hafa elstu börnin farið út með myndavél og myndað það sem þau vildu. Er afrakstur þessarar vinnu sýning sem haldin er í verslunarmiðstöðinni undir yfirskriftinni Náttúran með augum barnanna."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!