Sjóarinn síkáti

  • Grindavíkurbćr
  • 30. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta 2018 - smellið hér fyrir netútgáfu

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Hátíðin verður dagana 1.-3. júní 2018 og lýkur á Sjómannadeginum 3. júní með hátíðarhöldum í tilefni dagsins. 

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa. Sjóarinn síkáti er fjölskylduhátíði þar sem ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá morgni til kvölds. Upplýsingar um viðburði á hátíðinni er að finna hér á heimasíðunni og eru þeir sem vilja
vera með viðburð á hátíðinni hvattir til þess að láta okkur vita á sjoarinnsikati@grindavik.is

Föstudagurinn einkennist af hátíðarhöldum og þátttöku heimamanna. Íbúar skreyta götur og hús í litum hverfa og klæða sig í samræmi við lit síns hverfis. Farin er Litaskrúðganga sem markar upphaf hátíðarhaldanna niður að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Íbúar og gestir safnast saman á hátíðarsvæðinu og taka þátt í söng sem Ingó Veðurguð leiðir og fulltrúar hverfanna stíga á stokk. 

Á laugardeginum er boðið uppá fjölbreytta barnadagskrá, hægt er að fara í skemmtisiglingu, fjöldi leiktækja eru í boði fyrir gesti og andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Keppnin Sterkasti maður í heimi fer fram á hátíðarsvæðinu þar sem menn keppa í drumbalyftu, myllugöngu og fleiri aflraunum, Grindjánar halda utanum hópkeyrslu bifhjóla og stoppað er við klúbbhúsið VIRKIÐ, tónleikar og viðburðir eru á veitingastöðum bæjarins og á hátíðarsviðinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri sem þeir Gunni og Felix sjá um að kynna.

Um kvöldið verða stórtónleikar á hátíðarsviðinu þar sem hljómsveit undir stjórn Grétars Örvarssonar fær til liðs við sig marga af okkar ástsælustu söngvurum. Sigga Beinteins, Pálmi Gunnarsson, Eyþór Ingi, Friðrik Dór, Grindvíkingarnir Íris og Tómas ásamt fleiri góðum gestum stíga á svið og flytja lög sem við könnumst öll við. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en áður en þeir hefjast verður hópur rappara með með sviðið til umráða. 

Sunnudagurinn einkennist af hátíðarhöldum Sjómannadagsins, til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa verður í Grindavíkurkirkju þaðan sem gengið verður í Sjómannagarðinn þar sem krans verður lagður að minnisvarðanum Von. Þaðan liggur leiðin að hátíðarsvæðinu og eftir athöfn þar hefst fjölbreytt barnadagskrá. Leiktæki, andlitsmálning, fiskabúr með nytjafiskum og furðufiskum verða við höfnina, skemmtisiglingar verða í boði auk þess sem glæsilegt Sjómannadagskaffi verður í Gjánni. Eldri borgarar í Víðihlíð halda daginn hátíðlegan og fá til sín góða gesti. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur 

Dagskráin er fjölbreytt og þegar nær dregur verður tímasett dagskrá aðgengileg hér á síðunni.

Hátíðin fagnaði 20 ára afmæli 2016. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Líkt og undanfarin ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi. Björgunarsveitin Þorbjörn kemur að skipulagningu og gæslu. 

Sjóarinn síkáti:  sjoarinnsikati@grindavik.is  • www.sjoarinnsikati.is
Umsjón:  Grindavíkurbær í samstarfi við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.
Framkvæmd: Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Sími 420 1100. bjorg@grindavik.is

Hverfaskipting: 
Appelsínugula hverfið (bátar) • Liðsstjóri: Haukur Einarsson haukur1972@gmail.com . Sími 862 7999
Blá hverfið (krabbar) • Auglýst er eftir öflugum liðsstjóra! Sendið umsóknir á bjorg@grindavik.is
Græna hverfið (skeljar) • Liðsstjóri: Sólveig Ólafsdóttir, sollaola@simnet.is.   Sími 698 8115.
Rauða hverfið (fiskar) • Liðsstjóri: Auglýst er eftir öflugum liðsstjóra! Sendið umsóknir á bjorg@grindavik.is

Dagskrá:

 Dagskrá Sjóarans síkáta 2018

 Dagskrá Sjóarans síkáta á pólsku -SJÓARANS SÍKÁTA PLAN IMPREZ NA DNI MARYNARZA W GRINDAVIKU 2018 

 Dagskrá Sjóarans síkáta á ensku - THE HAPPY SAILOR FESTIVAL PROGRAM 2018

 

Hátíðarsvæði: Er við Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur, við Hafnargötu og Seljabót. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Kvikunni. Sjá www.grindavik.is/kvikan 

Sölustarfsemi á hátíðarsvæðinu er bönnuð nema með leyfi mótshaldara. Beiðnir um slíkt skal senda á sjoarinnsikati@grindavik.is

Ferðaþjónusta: Mjög fjölbreytt ferðaþjónusta er í Grindavík. Fáðu allar upplýsingar á www.visitgrindavik.is

Hundabann:  Bannað er að vera með hunda á hátíðarsvæðinu á Sjóaranum síkáta, frá kl. 20:00 á föstudagskvöldinu og frá kl. 13:00 - 17:00, laugardag og sunnudag.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR