fim. 28. mars 2024

Ćvintýri hjá Hjólakrafti

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 5. október 2015
Ćvintýri hjá Hjólakrafti

Í byrjun mars hófst forvarnarverkefnið Hjólakraftur en það er hjólaklúbbur á vegum félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar í samstarfi við grunnskólann. Umsjónarmaður er reynsluboltinn Þorvaldur Daníelsson hjólagarpur en hann kom til Grindavíkur tvisvar í viku með þeim tíu nemendum í 8. til 10. bekk sem komust í klúbbinn. Verkefnið stóð í þrjá mánuði eða til u.þ.b. 10. júní og tókst ótrúlega vel. Hjólakraftur tók m.a. þátt í Hjólreiðakeppni Bláa Lónsins og í Wow Cyclothon í júní. Í haust var gerð sú breyting að Hjólakraftur var hluti af valinu á unglingastigi Grunnskóla Grindavíkur og kemur Þorvaldur áfram tvisvar í viku.

Markmið verkefnisins er að að virkja vanvirka einstaklinga, fá þá til þess að komast upp úr þeim hjólförum sem eru hamlandi. Það er gert með jákvæðni að leiðarljósi og því að leggja rækt við það sem einstaklingarnir eru sterkir í. 

Þorvaldur leggur gríðarlega áherslu á að foreldrar styðji við bakið á unga fólkinu og vill gjarnan að utan þeirra tíma sem hann hjólar með krökkunum að foreldrarnir taki við keflinu og séu virkir.

Þorvaldur þjálfari er gríðarlega ánægður krakkana í Hjólakrafti: 

„Það er alveg ljóst að það er gríðarlega mikið spunnið í grindvíska æsku. Styrkleikarnir eru alls konar. Við þurfum að leyfa þeim að njóta sín á þeim sviðum þar sem þau eru sterkust. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þeim og taka þátt í einhverju sem er svona jákvætt og uppbyggilegt," segir Þorvaldur.

Hjólakraftur tók þátt í Bláa lóns hjólreiðaþrautinni í byrjun júní ásamt nokkrum foreldrum og stuðningsfólki. Bláa Lónsþrautin er 60 km fjallahjólakeppni og sú stærsta á landinu. Leiðin er mjög krefjandi um fjöll og hálsa á Reykjanesskaganum og fer að mestu leyti fram í Grindavík. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega vel og kláruðu þrautina sem glæsilegt afrek. Fleiri Grindvíkingar tóku þátt í þrautinni. Það voru þau Guðmundur Ásgeir Sigurfinnsson, Kjartan Árni Steingrímsson, Sigurður Ágúst Eiðsson, Björg Þóra Sveinsdóttir og Guðbjörg Ylfa Hammer sem eru í 8.-10. bekk sem tóku þátt fyrir hönd Hjólakrafts. Einng lauk keppninni nemandi í 7. bekk, Fróði Ragnarsson. Með Hjólakrafti hjóluðu einnig foreldrarnir Steingrímur Kjartansson og Birgitta Sigurðardóttir, Hildigunnur Árnadóttir frá Grindavíkurbæ og svo Þorvaldur Daníelsson sem hefur þjálfað Hjólakraft síðustu mánuði og undirbúið þau fyrir keppnina af mikilli eljusemi. 

Þar með er ekki öll sagan sögð því Hjólakraftur tók svo þátt í WOW Cyclothon sem er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Alls voru hjólaðir 1358 km. Þetta var ótrúlegt ævintýri sem krakkarnir í Hjólakrafti upplifðu í WOW Cyclothon. Þau stóðu öll uppi sem hetjur og stóðu sig frábærlega vel. Þau voru tíðir gestir í sjónvarpsfréttum og eru miklar fyrirmyndir.
Hópurinn vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Sigurðar Bergmanns fyrir aðstoðina og stuðninginn, til Hildigunnar, starfsfólk bókasafnsins og ýmissa annarra sem hafa lagt hönd á plóginn og verið hvatning fyrir hópinn.
Hjólakraftur er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar, Grunnskóla Grindavíkur og forvarnarteymis Grindavíkur.


Það skemmtilegasta sem hægt er að gera

Þrjár stúlkur sem eru í Hjólakrafti féllust á að segja okkur frá Hjólakraftsævintýrinu. Þær heita Björg Þóra Sveinsdóttir, Guðbjörg Ylfa Hammer og Stephanie Júlía Þórólfsdóttir.

- Af hverju ákváðuð þið að taka þátt í hjólakrafti?
Björg Þóra: Þetta virtist vera spennandi verkefni. Að hjóla í Bláa Lóns keppninni og Wow hjólreiðakeppninni um landið hafði líka áhrif á val mitt.
Guðbjörg: Vinir mínir héldu að ég gæti þetta ekki en ég vildi sanna það fyrir þeim að ég get allt sem ég ætla mér. Ég læt ekki svona gott tækifæri fara fram hjá mér.
Stephanie: Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
- Höfðuð þið eitthvað verið að hjóla áður?
Björg Þóra: Nei, ég hef ekki verið að hjóla svona til að æfa heldur meira svona eins að komast á milli staða.
Guðbjörg: Ég bjó í sveit og þurfti að hjóla á milli staða til að hitta vini mína.
Stephanie: Nei, bara á fótboltaæfingar og svona.
- Hvaða þýðingu hafði þetta verkefni fyrir þig?
Björg Þóra: Sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti gert þetta og ég gat það.
Guðbjörg: Ég vildi sanna fyrir vinum mínum að mér tókst að gera það sem ég ætlaði mér.
Stephanie: Í byrjun gerði ég og vinkona mín þetta bara til gamans en síðan var þetta bara ótrúlega skemmtilegt.
- Hvernig var að taka þátt í Cyclathoninu og/ eða Bláa Lónsþrautinni?
Björg Þóra: Það skemmtilegast sem ég hef gert hingað til, ég eignaðist helling af vinum úr hópnum.
Guðbjörg: Það var besta tilfinning í heimi þegar ég kom í mark í Cyclathoninu. Mjög góð lífsreynsla að vera með í Hjólakrafti og taka þátt í þessum keppnum.
Stephanie: Ég tók þátt í WOW cyclathon og það var bara algjört ævintýri, að sjá hversu falleg náttúran er og bara að upplifa þetta var æðislegt. Að taka þátt í þessari keppni toppaði sumarið mitt.
- Mundirðu mæla með þessu verkefni fyrir aðra?

Björg Þóra: Já, þetta er lífsreynsla og að sanna fyrir sjálfum sér að ég get þetta því að þetta er mjög erfitt og reynir mikið á mann.
Guðbjörg: Já, það verða allir að skora á sjálfan sig til að þroskast og eignast vini og hafa gaman að því sem við erum að gera.
Stephanie: Já mæli svo innilega með þessu. Þetta er ótrulega gaman og maður verður bara háður því að hjóla. Kynnist öðrum krökkum líka. Að vera í Hjólakraftinum er án efa það skemmtilegasta sem hægt er að gera.

Guðbjörg Ylfa og Björg Þóra.

Stephanie.

 

Greinin birtist fyrst í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Ţrumunni / 29. október 2021

Draugahús í Kvikunni

Fréttir frá Ţrumunni / 2. desember 2020

Bekkjaropnanir í Ţrumunni í desember

Fréttir frá Ţrumunni / 20. apríl 2020

Rafrćn Ţruma nćstu vikur

Fréttir frá Ţrumunni / 31. mars 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

Fréttir frá Ţrumunni / 25. mars 2020

Rafrćn Ţruma

Fréttir frá Ţrumunni / 17. mars 2020

Ţruman lokuđ vegna samkomubanns

Fréttir frá Ţrumunni / 5. mars 2020

Árshátíđ 2020. kosning

Fréttir frá Ţrumunni / 24. febrúar 2020

Góđgerđar Bingó í kvöld

Fréttir frá Ţrumunni / 13. febrúar 2020

Lan í ţrumunni föstudaginn 14.febrúar

Fréttir frá Ţrumunni / 12. febrúar 2020

Ungmennafundur vegna óvissuástands í kringum Grindavík

Fréttir frá Ţrumunni / 20. nóvember 2019

Hćfileikakeppni Samsuđ 12.desember

Fréttir frá Ţrumunni / 14. október 2019

Beggi Ólafs međ fyrirlestur um lífsreglurnar 6

Fréttir frá Ţrumunni / 9. október 2019

TölvuLAN í Ţrumunni föstudaginn 11.okt (Leyfisbréf)

Fréttir frá Ţrumunni / 12. nóvember 2018

Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

Fréttir frá Ţrumunni / 8. október 2018

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

Fréttir frá Ţrumunni / 4. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

Fréttir frá Ţrumunni / 28. september 2018

Hópefli og frćđsla fyrir ungmennaráđ á Suđurnesjum

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Fréttir frá Ţrumunni / 30. ágúst 2018

Nýtt Nemenda- og Ţrumuráđ


Nýjustu fréttir

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 21. júní 2022

Jólabingó Ţrumunnar á morgun í beinni á Instagram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 17. desember 2020

Bekkjarkvöldopnanir í Ţrumunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 23. nóvember 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 31. mars 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 31. mars 2020

Langar ţig ađ mála ţína mynd á vegg í Ţrumunni?

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 23. mars 2020

Vel heppnađ góđgerđarbingó

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 26. febrúar 2020

Rave ball í Grindavík

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 19. febrúar 2020

Lan í ţrumunni föstudaginn 14.febrúar

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 13. febrúar 2020

Tveir fulltrúar í ungmennaráđi Samfés

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 15. janúar 2020