fim. 28. mars 2024

Ţruman félagsmiđstöđ frá morgni til kvölds

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 30. október 2014
Ţruman félagsmiđstöđ frá morgni til kvölds

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar hefur tekið nokkrum breytingum, þar eru nýjir starfsmenn, nýjir klúbbar og ný aðstaða. Félagsmiðstöðin Þruman flutti í sumar úr Kvennó yfir í Grunnskóla Grindavíkur. Félagsmiðstöðin er því opin á skólatíma fyrir unglingastigið og geta þau því eytt bæði frímínútum og eyðum í stundatöflu í félagsmiðstöðinni sinni. Hefðbundið starf verður síðan á kvöldin fyrir 8.-10. bekk eins og hefð er fyrir. Þruman ætlar að leggja aukna áherslu á Klúbbastarf í vetur og verða fjórir klúbbar í boði.

Áframhald verður á vinsælu Stráka- og Stelpuklúbbunum. Síðan verður boðið uppá Fjölmiðlaklúbb og Ævintýraklúbb. Starfið hefur farið mjög vel af stað og m.a. búið að halda nokkra viðburði sem gengið hafa vel. Ljóst er að þessi breyting, að færa Þrumuna inn í grunnskólann, hefur mælst mjög vel fyrir hjá ungmennunum. Hins vegar á eftir að lagfæra aðstöðuna í skólanum til að skapa meira pláss fyrir starfsemina. Verður ráðist í þær framkvæmdir á næsta ári og verður starfsemin og aðstaðan þróuð áfram í samstarfi við ungmennin því þetta er jú starfsemin þeirra.

Þruman er einnig í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum og halda þær nokkrar skemmtanir á starfsárinu undir merkjum Samsuð. Síðan verður farið á stærstu Samfés viðburðina en það eru samtök allra félagsmiðstöðva á Íslandi.

5.-7. bekkur
Þruman bíður einnig upp á starfsemi fyrir 5. - 7. bekk tvisvar í viku eftir skóla:
• Miðvikudögum kl. 17:00-18:30 - Skipulögð dagskrá
• Föstudögum kl. 13:30-15:00 Opið hús
Þar er ýmislegt skemmtilegt gert t.d ratleikir, kappát, bíókvöld, bingó og margt fleira. 
Opið er alla daga frá 8:00-14:00

8.- 10. bekkur kl. 20:00-22:00 
Mánudaga - Stelpu og Strákaklúbbur (annan hvern mánudag)
Þriðjudaga - Opið hús
Miðvikudagar - Fjölmiðlakúbbur, Ævintýra-klúbbur (annan hvern miðvikudag)
Fimmtudaga - Lokað
Föstudaga - Opið hús

Nánari upplýsingar um dagskrá Þrumunnar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is/thruman sem og á Facebook síðu Þrumunnar.
Jóhann Árni Ólafsson er frístundaleiðbeinandi og aðrir starfsmenn Þrumunnar eru Hanna Dís Gestsdóttir, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Jens Valgeir Óskarsson o.fl. Ábyrgðarmaður er Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.



Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Ţrumunni / 29. október 2021

Draugahús í Kvikunni

Fréttir frá Ţrumunni / 2. desember 2020

Bekkjaropnanir í Ţrumunni í desember

Fréttir frá Ţrumunni / 20. apríl 2020

Rafrćn Ţruma nćstu vikur

Fréttir frá Ţrumunni / 31. mars 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

Fréttir frá Ţrumunni / 25. mars 2020

Rafrćn Ţruma

Fréttir frá Ţrumunni / 17. mars 2020

Ţruman lokuđ vegna samkomubanns

Fréttir frá Ţrumunni / 5. mars 2020

Árshátíđ 2020. kosning

Fréttir frá Ţrumunni / 24. febrúar 2020

Góđgerđar Bingó í kvöld

Fréttir frá Ţrumunni / 13. febrúar 2020

Lan í ţrumunni föstudaginn 14.febrúar

Fréttir frá Ţrumunni / 12. febrúar 2020

Ungmennafundur vegna óvissuástands í kringum Grindavík

Fréttir frá Ţrumunni / 20. nóvember 2019

Hćfileikakeppni Samsuđ 12.desember

Fréttir frá Ţrumunni / 14. október 2019

Beggi Ólafs međ fyrirlestur um lífsreglurnar 6

Fréttir frá Ţrumunni / 9. október 2019

TölvuLAN í Ţrumunni föstudaginn 11.okt (Leyfisbréf)

Fréttir frá Ţrumunni / 12. nóvember 2018

Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

Fréttir frá Ţrumunni / 8. október 2018

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

Fréttir frá Ţrumunni / 4. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

Fréttir frá Ţrumunni / 28. september 2018

Hópefli og frćđsla fyrir ungmennaráđ á Suđurnesjum

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Fréttir frá Ţrumunni / 30. ágúst 2018

Nýtt Nemenda- og Ţrumuráđ


Nýjustu fréttir

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 21. júní 2022

Jólabingó Ţrumunnar á morgun í beinni á Instagram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 17. desember 2020

Bekkjarkvöldopnanir í Ţrumunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 23. nóvember 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 31. mars 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 31. mars 2020

Langar ţig ađ mála ţína mynd á vegg í Ţrumunni?

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 23. mars 2020

Vel heppnađ góđgerđarbingó

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 26. febrúar 2020

Rave ball í Grindavík

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 19. febrúar 2020

Lan í ţrumunni föstudaginn 14.febrúar

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 13. febrúar 2020

Tveir fulltrúar í ungmennaráđi Samfés

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 15. janúar 2020