fös. 19. apríl 2024

Blómlegt starf í Ţrumunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 27. mars 2014
Blómlegt starf í Ţrumunni

Félagsmiðstöðin Þruman býður upp á skipulagt félagstarf fyrir krakka í 5.-10. bekk í hverri viku. Starfið hefur gengið mjög vel í vetur og aðsókn góð.

Krakkarnir í 5.-7.bekk hafa verið mjög dug-legir að mæta eftir áramót og hafa meðal ann-ars farið í bingó, útileiki, ratleik, staðið fyrir diskó og haldið bíódag. Skipulagt starf fyrir þennan aldur er á mánudögum frá 14:30-16:00.
Þruman er opin fjögur kvöld í viku fyrir 8.-10. bekk. Þrjú kvöld eru opin hús og eitt kvöldið er annað hvort stráka- eða stelpukvöld. 

Ákveðið var í byrjun skólaárs að eitt öflugt ráð myndi sjá um allt félagstarf í skólanum og félagsmiðstöðinni í staðinn fyrir að hafa tvö ráð sem stjórna á sitt hvorum staðnum. Nemenda-ráð hefur verið öflugt að halda hina ýmsu viðburði á opnum kvöldum. Má þar meðal annars nefna borðtennis og FIFA-mót, kappát og „Minute to win it" keppnina sem er eftirherma af vinsælum sjónvarpsþáttum. Þriðjudagskvöldin eru síðan stráka- eða stelpukvöld og eru þau mjög vinsæl.
Nemendaráð heldur einnig böll fyrir nemend-ur skólans og hélt það meðal annars opnunarball,vina- og paraball og síðan jólaball. Næst á dagskrá verður síðan árshátíðarballið sem á að halda með miklum glæsibrag.

Þruman er í samstarfi við bæði Samsuð, sem eru félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum, og Samfés sem eru félagsmiðstöðvar á öllu landinu. Samsuð hefur haldið tvær stórar keppnir á árinu. Annars vegar hæfileikakeppni Samsuð sem fór fram í Garði og hins vegar söngva-keppni Samsuð sem fram fór í Fjörheimum. Fjöldi krakka hafa farið á þessa viðburði frá Þrumunni og finnst þeim mjög gaman að hitta jafnaldra sína í öðrum félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum. 
Framundan hjá Samsuð eru fleiri sameiginleg böll og síðan á að prófa að halda íþróttaleika Samsuð þar sem keppt verður í óhefðbundum íþróttagreinum. Þá verður haldið ball eftir það fyrir þátttakendur og áhorfendur.

Samfés heldur síðan risa stórt ball í Laugardalshöll þar sem 4000 krakkar af öllu landinu koma saman og skemmta sér. 75 krakkar úr Þrumunni fóru á ballið sem fram fór þann 7. mars. Daginn eftir voru síðan úrslitin í söngvakeppni Samsuð en keppendurnir frá Þrumunni komust í gegnum fyrstu keppnina en eftir góða frammistöðu í landshlutakeppninni þá duttu þeir út.

Félagsmiðstöðin Þruman vill að lokum hvetja alla krakka og unglinga í grunnskólanum til að kíkja í heimsókn í Þrumuna og nýta sér þá fjölbreyttu afþreyingu sem þar er í boði. Nánar á Facebook síðu Þrumunnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Ţrumunni / 29. október 2021

Draugahús í Kvikunni

Fréttir frá Ţrumunni / 2. desember 2020

Bekkjaropnanir í Ţrumunni í desember

Fréttir frá Ţrumunni / 20. apríl 2020

Rafrćn Ţruma nćstu vikur

Fréttir frá Ţrumunni / 31. mars 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

Fréttir frá Ţrumunni / 25. mars 2020

Rafrćn Ţruma

Fréttir frá Ţrumunni / 17. mars 2020

Ţruman lokuđ vegna samkomubanns

Fréttir frá Ţrumunni / 5. mars 2020

Árshátíđ 2020. kosning

Fréttir frá Ţrumunni / 24. febrúar 2020

Góđgerđar Bingó í kvöld

Fréttir frá Ţrumunni / 13. febrúar 2020

Lan í ţrumunni föstudaginn 14.febrúar

Fréttir frá Ţrumunni / 12. febrúar 2020

Ungmennafundur vegna óvissuástands í kringum Grindavík

Fréttir frá Ţrumunni / 20. nóvember 2019

Hćfileikakeppni Samsuđ 12.desember

Fréttir frá Ţrumunni / 14. október 2019

Beggi Ólafs međ fyrirlestur um lífsreglurnar 6

Fréttir frá Ţrumunni / 9. október 2019

TölvuLAN í Ţrumunni föstudaginn 11.okt (Leyfisbréf)

Fréttir frá Ţrumunni / 12. nóvember 2018

Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

Fréttir frá Ţrumunni / 8. október 2018

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

Fréttir frá Ţrumunni / 4. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

Fréttir frá Ţrumunni / 28. september 2018

Hópefli og frćđsla fyrir ungmennaráđ á Suđurnesjum

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Fréttir frá Ţrumunni / 30. ágúst 2018

Nýtt Nemenda- og Ţrumuráđ


Nýjustu fréttir

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 21. júní 2022

Jólabingó Ţrumunnar á morgun í beinni á Instagram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 17. desember 2020

Bekkjarkvöldopnanir í Ţrumunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 23. nóvember 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 31. mars 2020

Rafrćn Ţruma heldur áfram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 31. mars 2020

Langar ţig ađ mála ţína mynd á vegg í Ţrumunni?

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 23. mars 2020

Vel heppnađ góđgerđarbingó

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 26. febrúar 2020

Rave ball í Grindavík

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 19. febrúar 2020

Lan í ţrumunni föstudaginn 14.febrúar

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 13. febrúar 2020

Tveir fulltrúar í ungmennaráđi Samfés

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 15. janúar 2020