Sorp

 • 16. mars 2009
Sorp

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Kalka, sér um sorphirðu í Grindavík. www.kalka.is
Sorphirðudagatal fyrir Grindavík 2015 má sjá hér.

Gámastöðin í Grindavík:
Nesvegi 1. Sími: 421-8014
Mánudagur - Föstudagur: 17:00 - 19:00
Laugardagur: 12:00 - 17:00

Umsjónarmaður gámastöðva:
Aron Jóhannsson
Farsími: 893-8030
aron@kalka.is

Á gámasvæðinu eru merktir gámar fyrir allt af eftirtöldu (og ef vantar upplýsingar um hvar má henda hverju þá er starfsmaður sem aðstoðar við flokkun):
Járn
Hreint timbur
Málað timbur
Brennanlegt plast og pappír
Heimilistæki
Húsgögn
Málning o.fl.

Til hliðar við gámasvæðið er svo hægt að losa garðaúrgang endurgjaldslaust. Vinsamlegast gangið vel um svæðið og losið úr pokum.

Gjaldskylda á endurvinnslustöðvum
Frá og með 1. janúar 2012 var tekin upp gjaldskylda á endurvinnslustöðvum Kölku í Vogum, Grindavík og Helguvík fyrir tiltekin úrgangsefni frá heimilum. Gert er ráð fyrir að greitt verði með greiðslukortum. Áfram verða fjölmargar tilgreindar tegundir úrgangsefna undanþegnar gjaldskyldu eins og verið hefur.
Með þessari breytingu verður rekstraraðilum leyft að losa sig við úrgangsefni í takmörkuðu magni á endurvinnslustöðvunum.

Vakin er athygli á því að allur úrgangur sem berst á endurvinnslustöðvar Kölku með bifreiðum sem bera rauðar númeraplötur og/eða eru merktar fyrirtækjum, er litið á sem gjaldskyldan rekstrarúrgang. Úrgangur frá fyrirtækjum sem að mati starfsmanna Kölku er ekki móttökuhæfur á endurvinnslustöð, verður vísað til móttökustöðvar í Helguvík.

Gjaldtaka á endurvinnslustöðvunum verður samkvæmt rúmmáli og í gjaldskránni er skilgreint hvaða úrgangsefni eru gjaldskyld og hvaða úrgangsefni eru án gjaldskyldu fyrir heimili. Einnig má sjá gjaldskyldu og undanþágur fyrir rekstraraðila. Fyrir rekstraraðila vísast að öðru leyti til gjaldskrár fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Gjaldskrár fyrirtækisins má sjá og kynna sér á heimasíðunni, www.kalka.is. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu fyrirtækisins í síma 421-8010 .

Vakin er athygli á að allur úrgangur sem móttekinn er á endurvinnslustöðvum Kölku þarf að vera vel flokkaður.

Góð flokkun er undirstaða hagkvæmrar endurvinnslu en aðskotahlutir í úrgangnum sem safnað er eyðileggur hráefnið, verðfellir það á erlendum mörkuðum og getur valdið skemmdum á tækjabúnaði. Því er mikilvægt að flokka vel og flokka rétt!

Forflokkun áður en komið er inn á gámastöðina styttir viðdvöl á stöðinni, auðveldar losun og hindrar biðraðir. Almenningur skal fara með hvern flokk forflokkaðs úrgangs í sérmerktan gám/ílát þegar komið er inn á stöðvarnar. Ef eitthvað er óljóst skal fólk leita ráða hjá starfsmanni gámastöðvarinnar sem er því til innan handar um flokkun úrgangs og staðsetningu íláta.

Íbúar geta skilað úrgangi sem til fellur á heimilum endurgjaldslaust á gámastöðvar S.S. Fyrirtækjum/stofnunum er óheimilt að losa úrgang á gámastöðvarnar

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

 • Íţróttafréttir
 • 17. október 2018

Leikskólakrakkar í heimsókn í tónlistarskóla

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

 • Fréttir
 • 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2018

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta

 • Grunnskólafréttir
 • 10. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018