10.bekkingar útskrifađir

 • Grunnskólafréttir
 • 31. maí 2019

Í dag voru 10.bekkingar útskrifaðir frá Grunnskóla Grindavíkur við hátíðlega athöfn. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum og að lokinni athöfn var boðið upp á veitingar fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.

Athöfnin hófst á ræðu frá Hrafnhildi Unu Magnúsdóttur formanni nemendaráðs. Hún fór yfir störf ráðsins á skólaárinu og hvatti nemendur til þátttöku í félagsstörfum í framtíðinni.

Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskóli veitti síðan nemendum viðurkenningar fyrir vel unnin verkefni.

1.verðlaun í stuttmyndakeppninni árlegu, en verkefnið er samþætt í ensku og upplýsingatækni, hlutu Júlia Ruth og Melkorka í 10.P, Ása og Elísabet í 10.V og þær Sigurbjörg og Unnur úr 9.B. Þær hlutu í viðurkenningu gjafir frá Nóa Siríus, Góu og Papas.


Á hverju ári tilnefna kennara nemendur sem hafa þykja hafa sýnt hjálpsemi, jákvæðni og dugnað í starfinu yfir veturinn. Að þessu sinni var það Aleksander Jan Strzalka sem hlaut viðurkenninguna. Aleksander hefur sýnt mikinn dugnað í vetur, hann er jákvæður og á auðvelt með að vinna með öðrum. Hann er hjálpsamur og aðstoðar samnemendur sína. Hann kemur fram við alla af kurteisi og virðingu.


Fyrir framúrskarandi árangur í myndlaust hlaut Sonja Marie Rebekkudóttir viðurkenningu. Hún hefur sýnt mikla þolinmæði og seiglu í sinni vinnu sem hefur að miklu leyti farið fram utan skólatíma. Hún hefur náð að dýpka skilning sinn á teikningu en hún stúderaði einna helst mannslíkamann.


Fyrir vel unnin störf í þágu nemenda hlaut Hrafnhildur Una Magnúsdóttir viðurkenningu. Hún hefur staðið sig með prýði sem formaður nemendaráðs og sinnt starfinu af alúð og ábyrgð. Hún er dugleg að deila verkefnum með nemendum og að fá samnemendur sína til að vinna saman.


Á hverju ári hefur Ungmennafélag Grindavíkur afhent farandbikar til íþróttamanns og íþróttakonu Grunnskólans. Bjarni Már Svavarsson formaður UMFG afhenti þeim Huldu Björk Ólafsdóttur í 10.V og Ólafi Reyni Ómarssyni í 10.P viðurkenningar fyrir frábæra frammistöðu í íþróttum og sundi í vetur.


Landsbankinn veitir viðurkenningu til nemenda fyrir góðan árangur í stærðfræði. Verðlaunin í ár hlaut Aleksander Jan Strzalka og afhenti fulltrúi Landsbankans, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, verðlaunin. Aleksander hefur lokið áfanga í stærðfræði í framhaldsskóla með prýðisgóðum árangri.


Fyrir afbragðsárangur í íslensku hlutu tveir nemendur viðurkenningu, þau Helgi Heiðarr Sigurðarson og Hrafnhildur Una Magnúsdóttir. Helgi Heiðarr hefur lokið áfanga á framhaldsskólastigi með góðum árangri og Hrafnhildur náð góðum árangri í íslenskunáminu.


Fyrir framúrskarandi árangur í ensku hlaut Ástþór Ingi Gestsson í 10.P viðurkenningu. Ástþór hefur nú þegar lokið þremur áföngum í ensku á framhaldsskólastigi með góðum árangri. 


Hulda Björk Ólafsdóttir fékk verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. 


Fyrir góðan námsárangur í 10.bekk hlaut Hrafnhildur Una Magnúsdóttir viðurkenningu 


Að lokinni afhendingu viðurkenninga var komið að útskrift þar sem Guðbjörg skólastjóri afhenti nemendum vitnisburð og auk þess fengu nemendur afhenta rós og birkiplöntu frá umsjónarkennurunum, þeim Valdísi og Palla.
Nemendur í 10.P ásamt Páli Erlingssyni umsjónarkennara.


10.V ásamt Valdísi Ingu Kristinsdóttur umsjónarkennara.

Umsjónarkennarar fengu síðan afhentar gjafir frá nemendum og foreldra þeirra en þær nöfnur, Rakel og Rakel komu á svið fyrir hönd hópsins og afhentu þeim Páli og Valdísi gjafir og þökkuðu vel unnin störf.
Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 29. apríl 2019

Mörtuganga hjá miđ- og elsta stigi

Grunnskólafréttir / 5. apríl 2019

Farsímalausir dagar í Grunnskólanum

Grunnskólafréttir / 29. mars 2019

Laus stađa kennara á miđstigi

Grunnskólafréttir / 26. mars 2019

Laus stađa kennara á miđstigi

Grunnskólafréttir / 28. febrúar 2019

Mikiđ fjör á árshátíđ miđstigs

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Grunnskólafréttir / 19. desember 2018

9.A vann spurningakeppni unglingastigs

Grunnskólafréttir / 14. desember 2018

Hátíđlegt í jólamat

Grunnskólafréttir / 13. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

Grunnskólafréttir / 11. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

Grunnskólafréttir / 11. desember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir bókasafniđ

Grunnskólafréttir / 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

Grunnskólafréttir / 28. nóvember 2018

4. bekkur í Norrćna húsinu

Grunnskólafréttir / 21. nóvember 2018

Lausar kennarastöđur vegna forfalla

Grunnskólafréttir / 20. nóvember 2018

Farsímalausir dagar í Grunnskólanum

Nýjustu fréttir

Umferđaröryggi

 • Grunnskólafréttir
 • 7. október 2019

Gönguferđ í Selskóg 

 • Grunnskólafréttir
 • 24. maí 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

 • Grunnskólafréttir
 • 29. apríl 2019

Vel heppnuđ árshátíđ hjá unglingunum

 • Grunnskólafréttir
 • 4. apríl 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

 • Grunnskólafréttir
 • 29. mars 2019

Upplestrarkeppni 7.bekkjar

 • Grunnskólafréttir
 • 1. mars 2019

Ţorrasmakk á bóndadegi í Hópsskóla

 • Grunnskólafréttir
 • 25. janúar 2019

Jólakveđja

 • Grunnskólafréttir
 • 21. desember 2018

Jólahátíđ skólans og jólafrí

 • Grunnskólafréttir
 • 18. desember 2018

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Sungiđ fyrir krakkana á Laut

 • Grunnskólafréttir
 • 12. desember 2018