Skólaslit 1.-9. bekkja

  • Grunnskólafréttir
  • 31. maí 2019

Skólaslit Grunnskóla Grindavíkur fóru fram í dag í blíðskapar veðri.   Hátíðleg athöfn var í íþróttahúsinu kl. 9 þegar 1.-9.bekkir voru útskrifaðir.  Petrína Baldursdóttir deildarstjóri elsta stigs stjórnaði athöfninni sem byrjaði á tónlistaratriði en þær Eydís Steinþórsdóttir og Olivia Rut Mazowiecka spiluðu þrjú lög á fiðlu.  Þá flutti Hrafnhildur Una Magnúsdóttir formaður nemendaráðs ávarp og Rebekka Rós Reynisdóttir formaður foreldrafélagsins afhenti skólanum veglega gjöf frá foreldrafélaginu og ýmsum fyrirtækjum í Grindavík, 10 tölvur sem munu koma sér vel fyrir skólann.

Að vanda hélt 4. bekkur hlutaveltu á vorgleði skólans í gær, þar söfnuðust 21,130 krónur sem fulltrúar nemenda afhentu Ágústu Gísladóttur fulltrúa Rauða krossins, mun ágóðinn renna til barnastarfs Rauða krossins.   Þá flutti Júlía Björk Jóhannesdóttir nemandi í 7. bekk ljóðið  Rottur eftir Davíð Stefánsson en Júlía sigraði í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.

Þá var komið að afhendingu viðurkenninga sem Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri stjórnaði.  Á hverju ári tilnefna kennarar við skólann nemendur sem þykja hafa sýnt mikla hjálpsemi, jákvæðni og dugnað í starfinu yfir veturinn.  Í ár voru Lára Karitas Stefánsdóttir í 2.bekk, Ólafur Breki Haukdal Elísuson í 3.bekk, Viktor Veigar Egilsson í 5.M, Rakel Vilhjálmsdóttir í 6.SJ, Tómas Breki Bjarnason í 7.A og Tinna Hrönn Einarsdóttir í 9.B. tilnefnd og fengu þau bókagjafir.  

Sigmar Eðvarðsson fulltrúi Lionsklúbbs Grindavíkur veitti Birni Atla Hyldal Guðmundsyni í 6.SJ. viðurkenningu fyrir góðan árangur í tæknimennt og  Sólveig Ólafsdóttir frá Kvenfélag Grindavíkur afhenti tveimur nemendur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í textílmennt. Þeim Ísabellu Sól Ingvarsdóttur í 6.SH og Hjörtfríði Óðinsdóttur í 6.SJ.

Kalka sorpeyðingarstöð Suðurnesja gefur viðurkenningu til nemanda í 5. bekk sem hefur mikinn áhuga á náttúrunni, umhverfinu og umhverfismálum. Þessi verðlaun í ár hlaut Jón Steinar Richardsson í 5.R en Jón Steinar er náttúrufræðingur af guðs náð. 

Stuttmyndagerð er árlegt verkefni hjá elsta stiginu samþættingarverkefni í ensku og tölvum undir stjórn Páls Erlingssonar kennara og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.  Í öðru sæti varð myndin Jumanji sem var unnin af nemendum í 9. bekk. Þeim Aþenu, Heklu, Katarzynu, Rebekku Rut og Æsu í 9.E. og þriðja sætið hlaut myndin Hush sem unnin var af þeim Ásdísi Hildi í 9.B, Júlíu Rós, Saviu og Talíu í 9.E.  Verðlaun fyrir fyrsta sæti í stuttmyndagerðinni voru veitt í útskrift 10.bekkinga.  

Að lokum var þeim árgangi sem átti flesta þátttakendur í hinu árlega víðavangshlaupi Grindavíkur veittur farandbikar sem viðurkenningu og í ár voru það nemendur 3.bekkjar sem hlutu hann en rúmlega helmingur bekkjarins tók þátt í hlaupinu. Eftir afhendingu viðurkenninganna flutti Guðjón Þorsteinsson nemandi í 7.D ljóðið Barnargæla frá nýju Íslandi eftir Anton Helga Jónsson en Guðjón varð í 2. sæti á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. 

Að lokum var komið að ávarpi Guðbjargar Sveinsdóttur skólastjóra.   Guðbjörg þakkaði foreldrafélaginu og fyrirtækjum fyrir gjöfina og sagði frá því að í vetur hafi verið 520 nemendur og um 85 starfsmenn í Grunnskóla Grindavíkur.  Þá sagði hún frá því að á yngsta stigi hafi mikil áhersla verið lögð á að þróa byrjendalæsi og teymiskennslu.  Þessi verkefni hafi gengið það vel hér að okkar kennarar eru farnir að halda fyrirlestra og kynningar víða um land.  Nemendur á yngsta stigi hafa fengið aukið list- og verknám í vetur og auk þess aukna bókasafnskennslu.   Hún sagði að það væri þröngt um allt starf í Hópsskóla og bíður starfsfólk spennt eftir viðbyggingunni sem fyrirhuguðu er.  

Á miðstigi hefur verið lögð mikil áhersla á lestur í vetur.  Haldin hafa verið lestrarnámskeið sem gefist hafa vel og foreldrar hafa tekið þátt af áhuga og krafti. Bókakaffi, spurningarkeppni upp úr bókum og Litla upplestrarkeppnin eru fastir liðir og nefndi hún sérstaklega lestarverkefnið Fágæti og furðuverk sem stuðlar að því að efla lestaráhugann með þátttöku foreldra.  Gerð voru skemmtileg verkefni í náttúru- og samfélagsfræði í vetur, upplýsingamennt var efld á miðstigi og val var aukið í listgreinum. Einnig var boðið upp á kennslu í núvitund.   Á elsta stigi hafa kennarar verið að þróa breytta kennsluhætti með rafrænum tækjum og lögð var áhersla á að að efla upplýsingafræðslu samhliða því. Næsta vetur verður lögð enn meiri áhersla á fræðslu í tengslum við notkun raftækja til að efla rafræna borgaravitund nemenda.

Stefnt er að því næsta vetur að auka enn frekar vægi list- og verkgreina á elsta stigi.  

Guðbjörg sagði frá því að í kjölfar mikilla breytinga á námsmati í grunnskólum landsins þá hafi vitnisburðarblöð tekið stakkaskiptum og að allt námsmat sé hægt að skoða í Mentor.  

Lestur og orðaforði er það sem skiptir nemendur miklu máli og bað Guðbjörg forráðamenn að vera góðar fyrirmyndir barna sinna, lesa bækur og blöð svo börnin sjái, kenna þeim að njóta þess að lesa góða bók og hafa gaman af og einnig efli það jákvæð samskipti og félagsfærni að spila við börnin sín.  Guðbjörg bað fólk um að vera jákvætt og metnaðarfullt fyrir hönd grunnskólans okkar, fyrir hönd barnanna sem búa í þessu samfélagi og að bera virðingu fyrir hvert öðru og þeim fjölbreytileika sem við erum svo heppin að búa við.   Hún sagðist hlakka til að hitta alla á skólasetningunni þann 22. ágúst næstkomandi og sleit skólanum með því að óska öllum góðra sumardaga framundan við lestur góðra bóka.  

Að lokum sungu nemendur á miðstigi lagið Draumar geta ræst eftir Jón Jónsson.  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 17. nóvember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 6. maí 2022

Tóku ţátt í Frímó

Grunnskólafréttir / 11. febrúar 2022

Lćrt um flatarmál

Grunnskólafréttir / 8. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

Grunnskólafréttir / 27. janúar 2022

Almenn hamingja!

Grunnskólafréttir / 13. janúar 2022

Heimsókn frá Pálmari Ragnarssyni

Grunnskólafréttir / 13. desember 2021

8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

Grunnskólafréttir / 9. desember 2021

Skemmtilegir uppbrotsdagar

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021

Gaman á hrekkjarvöku og í draugahúsinu

Grunnskólafréttir / 31. október 2021

1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

Grunnskólafréttir / 27. október 2021

Skáld í skólum!

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022

Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

  • Grunnskólafréttir
  • 26. janúar 2022

Gleđi og ánćgja á litlu jólum eldri nemenda

  • Grunnskólafréttir
  • 20. desember 2021

Logn og stilla í útikennslu

  • Grunnskólafréttir
  • 14. desember 2021

Heimsókn frá Má Gunnarssyni

  • Grunnskólafréttir
  • 13. desember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 26. nóvember 2021