Einar og Eiríkur segja sögu úr Svefneyjum

 • Grunnskólafréttir
 • 1. febrúar 2019

Bræðurnir Einar Þór og Eiríkur Óli í fyrsta bekk komu með tvær hauskúpur af kindum í skólann í dag  og sýndu bekkjarsystkinum sínum.  Þeir sögðu frá því að báðar hauskúpurnar hafi pabbi þeirra fundið í Svefneyjum á Breiðafirði en fjölskylda þeirra á sumarhús þar og bræðurnir fara oft þangað á sumrin.   Önnur hauskúpan var brún og hin hvít.   Sú brúna er af hrút og fannst ofan í mýri sem var verið að grafa skurð í gegnum, þess vegna er hún svona brún.  Einar og Eiríkur halda að hrúturinn hafi verið á leið í fjárhúsin sem eru rétt hjá þegar hann datt ofan í. Hann hefur eflaust dáið því hann fékk ekki að borða og komst ekki upp úr skurðinum. Einar og Eiríkur sögðu krökkunum frá því að pabbi þeirra og allir hinir sem voru í þessari ferð voru að grafa skurð til að gera flugbraut í Svefneyjum.

Hvíta hauskúpan fannst í Feginbrekkum, sem er næsta eyja við Svefneyjar. Þegar það er fjara er hægt að ganga yfir í Feginbrekkur.  En það er mikilvægt að passa sig að leggja ekki of seint af stað heim því þá getur verið komið flóð og þá þarf að sigla eða synda í sjónum.  Þessi hauskúpa fannst bara í grasinu, svo kannski var kindin bara orðin gömul og villt þegar hún dó.  Strákarnir sögðu líka frá því að þeir fara næst til Svefneyja í maí eða júní með fjölskyldunni að tína æðardún og þeir hlakka mjög mikið til. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 4. apríl 2019

Vel heppnuđ árshátíđ hjá unglingunum

Grunnskólafréttir / 29. mars 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

Grunnskólafréttir / 1. mars 2019

Upplestrarkeppni 7.bekkjar

Grunnskólafréttir / 25. janúar 2019

Ţorrasmakk á bóndadegi í Hópsskóla

Grunnskólafréttir / 21. desember 2018

Jólakveđja

Grunnskólafréttir / 18. desember 2018

Jólahátíđ skólans og jólafrí

Grunnskólafréttir / 14. desember 2018

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

Grunnskólafréttir / 12. desember 2018

Sungiđ fyrir krakkana á Laut

Grunnskólafréttir / 11. desember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir bókasafniđ

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

Grunnskólafréttir / 28. nóvember 2018

4. bekkur í Norrćna húsinu

Grunnskólafréttir / 21. nóvember 2018

Lausar kennarastöđur vegna forfalla

Grunnskólafréttir / 20. nóvember 2018

Farsímalausir dagar í Grunnskólanum

Grunnskólafréttir / 19. nóvember 2018

Nemendur miđstigs lásu í yfir 700 klukkustundir

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2018

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir leikskólann Krók

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2018

Popplegur lestrarsprettur

Grunnskólafréttir / 2. nóvember 2018

Barnaheill bođa símalausan sunnudag

Nýjustu fréttir

Farsímalausir dagar í Grunnskólanum

 • Grunnskólafréttir
 • 5. apríl 2019

Laus stađa kennara á miđstigi

 • Grunnskólafréttir
 • 29. mars 2019

Laus stađa kennara á miđstigi

 • Grunnskólafréttir
 • 26. mars 2019

Mikiđ fjör á árshátíđ miđstigs

 • Grunnskólafréttir
 • 28. febrúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 14. janúar 2019

9.A vann spurningakeppni unglingastigs

 • Grunnskólafréttir
 • 19. desember 2018

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018