Það var sannkölluð jólastemmning þegar 5.bekkingar buðu aðstandendum sínum í heimsókn í gær. Búið var að undirbúa hinar ýmsu jólaföndursstöðvar auk þess sem boðið var upp á piparkökur og drykki. Mætingin var góð og áttu nemendur, aðstandendur og kennarar saman skemmtilega stund þar sem jólalögin fengu að óma.
Það var nóg að gera hjá öllum í gær.
Nemendur stóðu sig vel í föndrinu.