Skólaslit 1. - 9. bekkjar

 • Grunnskólafréttir
 • 1. júní 2018

Skólaslit 1.-9. bekkjar fóru fram í íþróttahúsinu í morgun. Húsið var fullt út úr dyrum enda allflestir nemendur og forráðamenn þeirra mættir til að kveðja skólaárið 2017-2018 og fá afhentan vitnisburð fyrir ástund og námsárangur. Ásdís Kjartansdóttir deildarstjóri yngsta stigs stjórnaði samkomunni. 

Samkoman byrjaði með því að Olivia Rut Mazowiecka nemandi í 9. bekk spilaði lagið Song from a secret garden eftir Rolf Lövland.  Þá flutti formaður nemendaráðs Aníta Sif Kristjánsdóttur í 10.E ávarp og fór yfir það helsta sem nemendaráð gerði í vetur.    Ásdís tilkynnti þá úrslit kosninga til nemendaráðs á næsta skólaári samtals 15 nemendur og formaður verður Hrafnhildur Una Magnúsdóttir.  Fulltrúar 4.bekkja afhentu fulltrúa Rauða krossins ágóða af hlutaveltu sem haldin var á vorhátíðinni og Eydís Steinþórsdóttir, nemandi í 7.S, sem sigraði í lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar flutti ljóðið Haust eftir Kristján Jónsson.

Þá var komið að viðurkenningum og Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðaskólastjóri veitti viðurkenningar til nemenda, (sjá texta við myndir hér fyrir neðan). Þegar það var búið steig Eva Björg Sigurðardóttir formaður foreldrafélags skólans í pontu og tilkynnti að foreldrafélagið muni gefa skólanum nýtt og afkastamikið útigrill og einnig samlokugrill.   Stefanía Ósk Jóakimsdóttir, nemandi í 7.S, sem var í 2.sæti í lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar flutti ljóðið Barn eftir Stein Steinarr og þau Olivia Rut Mazowiecka í 9.V og Jón Emil Karlsson í 7.S sungu saman lagið Dreams eftir The Cranberries.

Þá tók Guðbjörg Sveinsdóttir skólastjóri til máls og fór yfir ýmsa þætti skólans, sagði til dæmis frá því að skólinn hafi tekið upp lestrarkennsluaðferð á yngsta stigi sem hefur verið kölluð Byrjendalæsi og lofar sú aðferð góðu og er mikil ánægja með hana meðal barna og kennara.  Guðbjörg hvatti alla foreldra til að huga vel að lestrarnámi barna sinna og hvatti börnin til að vera dugleg að lesa í sumar og vera alltaf með bók sér við hönd.  Að lokum sagði Guðbjörg skólanum slitið og sagðist hlakka til að hitta alla aftur þann 22. ágúst n.k.  

Viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað hlutu þeir Jón Pétur Wissler í 1. bekk, Ragnar Guðmundsson í 3.M og Arnar Máni Valsson í 4.M 

Viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað hlutu einnig Leonard Thorstensen Þengilsson í 8.Þ og Þórdís Steinþórsdóttir í 9.K 

Einar Bjarnason  fulltrúi Lionsklúbbs Grindavíkur afhenti Tómasi Breka Bjarnason í 6.S viðurkenningu fyrir góðan árangur í tæknimennt.

Kalka sorpeyðingarstöð Suðurnesja gefur viðurkenningu til nemanda í 5. bekk sem hefur mikinn áhuga á náttúrunni, umhverfinu og umhverfismálum. Þessi verðlaun í ár hlaut Björn Atli Guðmundsson í 5.SJ 

Sólveig Ólafsdóttir frá Kvenfélagi Grindavíkur afhenti Emilíu Ósk Jóhannesdóttir í 6.A viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í textílmennt.

Olivia Rut Mazowiecka nemandi í 9. bekk spilar lagið Song from a secret garden eftir Rolf Lövland.

Ásdís Kjartansdóttir deildarstjóri yngsta stigs stjórnar samkomunni. 

Aníta Sif Kristjánsdóttur formaður nemendaráðs flytur ávarp

Eydís Steinþórsdóttir flytur ljóðið Haust eftir Kristján Jónsson

Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðaskólastjóri veitir viðurkenningar til nemenda

Eva Sigurðardóttir formaður foreldrafélagsins

Olivia Rut Mazowiecka og Jón Emil Karlsson syngja lagið Dreams eftir The Cranberries.

Guðbjörg Sveinsdóttir skólastjóri 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 18. júní 2018

Atvinna - Húsvörđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

Grunnskólafréttir / 2. júní 2018

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 31. maí 2018

Vel heppnuđ vorhátíđ

Grunnskólafréttir / 30. maí 2018

Skólaslit grunnskólans

Grunnskólafréttir / 30. maí 2018

Bókakaffi í lok lesskilningsátaks

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 18. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

Grunnskólafréttir / 9. maí 2018

Skemmtilegar gönguferđir hjá fyrsta bekk

Grunnskólafréttir / 9. maí 2018

Litla upplestrarhátíđin fór fram í gćr

Grunnskólafréttir / 4. maí 2018

Vel heppnađ nemendaţing

Grunnskólafréttir / 3. maí 2018

Atvinna - Laus störf í Grunnskóla Grindavíkur

Grunnskólafréttir / 27. apríl 2018

Mörtuganga á mánudaginn

Grunnskólafréttir / 27. apríl 2018

Nemendur í 8. bekk bökuđu glćsilegar fermingartertur

Grunnskólafréttir / 27. apríl 2018

Frábćr frammistađa í hönnunarkeppni félagsmiđstöđva

Grunnskólafréttir / 25. apríl 2018

3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

Nýjustu fréttir

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

 • Grunnskólafréttir
 • 11. ágúst 2018

Gleđilegt sumar

 • Grunnskólafréttir
 • 18. júní 2018

Óskilamunir í grunnskólanum

 • Grunnskólafréttir
 • 5. júní 2018

Skólaslit 1. - 9. bekkjar

 • Grunnskólafréttir
 • 1. júní 2018

Sjálfsmyndaverkefni hjá 4. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 31. maí 2018

Vorhátíđ grunnskólans

 • Grunnskólafréttir
 • 30. maí 2018

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

 • Grunnskólafréttir
 • 23. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

 • Grunnskólafréttir
 • 22. maí 2018

Nýtt listaverk á Ásabrautinni

 • Grunnskólafréttir
 • 9. maí 2018