Sérfrćđiţjónusta

  • 24. apríl 2018

Sérfræðiþjónusta (greining og ráðgjöf) gagnvart einstökum nemendum kemur því aðeins til að formleg tilvísun liggi fyrir á þar til gerðu eyðublaði og þurfa vandamál þeirra barna er vísað er til sérfræðiþjónustu að hafa, eða vera líkleg til að hafa, áhrif á nám þeirra.

Forráðamenn barna, starfsmenn skóla, skólaskrifstofu, félagsþjónustu og heilsugæslu geta átt frumkvæði að athugun og greiningu á einstökum nemendum.

Samþykki forráðamanna skal liggja fyrir áður en athugun og greining er gerð á einstökum nemendum.
Allar tilvísanir eru lagðar fram á vikulegum fundum starfsmanna skólaskrifstofunnar þar sem meðferð þeirra er ákveðin. Allar tilvísanir eru skráðar, aðgerðir sérfræðiþjónustunnar þeirra vegna og loks lyktir málsins.

Sérkennslufulltrúi hefur, í umboði forstöðumanns skólaþjónustu, yfirumsjón með tilvísunum til sérfræðiþjónustunnar, vinnslu þeirra og skráningu.

Skólaskrifstofan gerir tillögur um úrbætur í framhaldi greininga og hefur síðan eftirlit/umsjón með úrræðum sem gripið er til og samhæfingu þeirra.

Sé fullnægjandi greining eða ráðgjöf gagnvart vanda einstakra nemenda ekki á færi eða verksviði Skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar skal skrifstofan leiðbeina forráðamönnum og eftir föngum útvega viðeigandi þjónustu.

Skólaskrifstofan annast samskipti við sérhæfða meðferðar- og greiningaraðila varðandi einstaka nemendur sem sérfræðiþjónustan hefur fjallað um.

Úthlutun stuðnings- og/eða sérkennslutíma í leik- og grunnskólum til handa nemendum með sérþarfir og eftirlit með nýtingu þeirra. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR