Sjóarinn síkáti

     

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, 30. maí - 1. júní 2014, til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans.  Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Líkt og undanfarin þrjú ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi.

Sjóarinn síkáti: sjoarinnsikati@grindavik.is • www.sjoarinnsikati.is
Umsjón: Grindavíkurbær í samstarfi við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.
Framkvæmd: 
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Sími 420 1100. thorsteinng@grindavik.is

Hverfaskipting: 
Appelsínugula hverfið (bátar) • Liðsstjóri: Jón Berg Reynisson jonbr@centrum.is. Sími 893 6072.
Bláa hverfið (krabbar) • Liðsstjóri: Vilhelm Arason, villiara@simnet.is. Sími 861 5002.
Græna hverfið (skeljar) • Liðsstjóri: Sólveig Ólafsdóttir, sollaola@simnet.is.  Sími 698 8115.
Rauða hverfið (fiskar) • Liðsstjóri: Fríða Egilsdóttir freda@grindavik.is. Sími 847 9859.

 

Viltu vera með sölubás? Boðið er upp á aðstöðu fyrir sölubása á hátíðarsvæðinu. Aðstaðan verður í tveimur uppblásnum tjöldum.

Staðsetning: Á lóð Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss Grindavíkur, við Hafnagötu.  

Tímasetning:
Laugardaginn 31. maí frá kl. 13:00-17:00
Sunnudaginn 1. júní frá kl. 13:00-17:00

Reglur
  • Heimilt er að selja allan heimagerðan varning. 
  • Bannað er að selja allt matarkyns og einnig sælgæti.
  • Söluaðilar þurfa að koma með eigið borð, tjald og rafmagn.
  • Greiða þarf fyrir aðstöðuna 3.000 kr.

Skylt er að skrá sig með því að senda upplýsingar um;
Nafn - Kennitala - Símanúmer - netfang, og senda á netfangið grindavik@grindavik.is. Lokafrestur til skráningar er til og með 24. maí.

Hátíðarsvæði: Er við Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur, við Hafnargötu og Seljabót. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Kvikunni. Sjá www.grindavik.is/kvikan 

Sölustarfsemi á hátíðarsvæðinu er bönnuð nema með leyfi mótshaldara. Beiðnir um slíkt skal senda á sjoarinnsikati@grindavik.is

Ferðaþjónusta: Mjög fjölbreytt ferðaþjónusta er í Grindavík. Fáðu allar upplýsingar á www.visitgrindavik.is

Hundabann: Bannað er að vera með hunda á hátíðarsvæðinu á Sjóaranum síkáta, frá kl. 20:00 á föstudagskvöldinu og frá kl. 13:00 - 17:00, laugardag og sunnudag.


Undirbúningsfundir fyrir Sjóarann síkáta

Undirbúningur fyrir hátíðarhöld Sjómannadagsins og bæjarhátíðina Sjóarann síkáta ganga vel. Í dag var haldinn fyrsti sameiginlegi undirbúningsfundur Grindavíkurbæjar, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og slysavarnadeildarinnar Þórkötlu. Dagskráin er óðum farin að taka á sig mynd. Þeir sem vilja koma inn dagskráefni í opinbera dagskrár hátíðarinnar þurfa að gera það eigi síðar en 10. maí nk. á netfangið sjoarinnsikati@grindavik.is

>> MEIRA
Undirbúningsfundir fyrir Sjóarann síkáta

Veglegt afmćlisblađ í tilefni 40 ára kaupstađarafmćlis

Í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar verður gefið út veglegt afmælisblað í lok maí í. Blaðið mun verða tileinkað samfélaginu í bænum, atvinnu- og mannlífinu í allri sinni fjölbreyttustu mynd í veglegri útgáfu. Afmælisblaðið er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og Víkurfrétta.

>> MEIRA
Veglegt afmćlisblađ í tilefni 40 ára kaupstađarafmćlis

Um 20-25 ţúsund manns á Sjóaranum síkáta

Að vanda var haldinn uppgjörsfundur vegna Sjóarans síkáta í sumar en bæjarhátíðin var haldin 31. maí til 2. júní síðastliðinn. Á uppgjörsfundinum var farið yfir framkvæmd hátíðarinnar og meta hvað tókst vel og hvað þarf að lagfæra fyrir næsta ár. 

>> MEIRA
Um 20-25 ţúsund manns á Sjóaranum síkáta

Guđjón vann pílumót Sjóarans síkáta

Pílumót Sjóarans síkáta tókst með afbrigðum vel í ár en mótið fór fram í nýrri aðstöðu Pílukastfélags Grindavíkur þar sem Orkubúið var áður til húsa. Keppt var bæði í flokki fullorðinna og svo í flokki grunnskólanema í 8.-10. bekk.

>> MEIRA
Guđjón vann pílumót Sjóarans síkáta

Ari sterkasti mađur á Íslandi í fyrsta sinn

Keppnin sterkasti maður á Íslandi fór fram í Grindavík um helgina á Sjóaranum síkáta. Alls kepptu sjö kraftakögglar í átta keppnisgreinum. Ari Gunnarsson vann mótið af nokkru öryggi en hann var efstur í sex greinum af átta og var því Sterkasti maður á Íslandi í fyrsta sinn. Sjónvarpsfrétt RÚV um keppnina má sjá hér (er eftir ca. 11 mín).

>> MEIRA
Ari sterkasti mađur á Íslandi í fyrsta sinn

ELDRI FRÉTTIR

Grindavík.is fótur