Grunnskóli Grindavíkur

Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki
Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki

Slysavarnakonur úr Þórkötlu komu færandi hendi í morgun með endurskinsmerki handa nemendum í 1.-3. bekk í Hópsskóla. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru nemendur aldeilis ánægð með nýju endurskinsmerkin sín og lofuðu að biðja foreldra sína að hengja þau strax á úlpur eða skólatöskur svo þau sæust nú vel í myrkrinu.