Grunnskóli Grindavíkur

Spurningakeppnirnar komnar af stađ
Spurningakeppnirnar komnar af stađ

Spurningakeppnirnar á mið- og unglingastigi eru komnar af stað. Mikil eftirvænting ríkir hjá nemendum sem hafa eytt miklum tíma í undirbúning á síðustu vikum.

Á miðstiginu eru keppnirnar með því sniði að lesnar eru bækur eftir nokkra höfunda og spurningar búnar til úr þeim bókum. Höfundarnir sem um ræðir eru Yrsa Sigurðardóttir, Ævar Þór Benediktsson, Ólafur Haukur Símonarson, María Parr og Bryndís Björgvinsdóttir auk þess sem bækur um norræna goðafræði koma við sögu.

Fyrsta viðureignin fór fram í morgun þar sem 5.SJ bar sigurorð af 4.E eftir spennandi viðureign. Síðar í dag mætast 5.SH og 6.A og í næstu viku 4.Ó og 6.S. Þá mun 4.M keppa við stigahæsta tapliðið.

Keppni á unglingastigi hófst í gær en þá mættust 9.K og 9.V í æsispennandi keppni. 9.K hafði eins stigs sigur, 42-41 eftir mikla dramatík.

Á unglingastiginu eru spurningarnar almenns eðlis en líkt og á miðstigi skiptast þær í vísbendingaspurningar, hraðaspurningar og flokkaspurningar. Einnig eiga keppendur að leika líkt og tíðkast í Útsvari.

Keppnirnar halda áfram á næstu vikum og hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðureignum 9.K og 9.V og 5.SJ og 4.E.