Grunnskóli Grindavíkur

Nemendur lásu á leikskólunum
Nemendur lásu á leikskólunum

Föstudaginn 8. september var alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni fóru nokkrir nemendur úr 8. bekk grunnskólans og lásu fyrir nemendur á leikskólunum Laut og Krók.

Heimsóknin frá nemendum grunnskólans mæltist vel fyrir og hlustuðu krakkarnir á lesturinn af miklum áhuga. Þeir nemendur sem lásu fyrir leikskólabörnin stóðu sig með mikilli prýði og mátti varla greina hverjir skemmtu sér betur, þau sem lásu eða þau sem hlustuðu.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá heimsóknunum.