Grunnskóli Grindavíkur

Dagur lćsis
Dagur lćsis

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag, 8. september. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965.
Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði.
Nemendur í 2. bekk í Hópsskóla völdu sér bók í tilefni dagsins og lásu hana úti í náttúrunni í síðasta tíma fyrir hádegi. Mæltist þetta vel fyrir og nutu börnin þess að lesa í veðurblíðunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir af börnunum lesa úti eru á Facebook síðu skólans hér.