Grunnskóli Grindavíkur

Fyrirlestur um samskipti, vináttu og einelti
Fyrirlestur um samskipti, vináttu og einelti

Miðvikudaginn 13. september klukkan 17:00 mun Vanda Sigurgeirsdóttir halda fyrirlestur um samskipti, vináttu og einelti fyrir foreldra nemenda í 1. og 4.bekk.

Fyrirlesturinn verður í sal skólans við Ásabraut en Vanda er þaulreyndur fyrirlesari og starfar sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti.

Við hvetjum foreldra til að fjölmenna á þennan áhugaverða fyrirlestur.