Menning

  • 18. mars 2009
Menning

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar:
Björg Erlingsdóttir
bjorg@grindavik.is
Sími 420 1100.
Víkurbraut 62
240 Grindavík

Menningarmál tilheyra frístunda- og menningar sem er stefnumarkandi og ráðgefandi á sviði menningarmála í Grindavík. Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs er starfsmaður nefndarinnar.

Í Grindavík er öflugt menningar- og listalíf. Kvikan, auðlinda- og menningarhús, er miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum og að auki aðdráttarafl og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim. Í safninu eru þrjár sýningar; Saltfisksetrið, Jarðorka og Guðbergsstofa.

Bókasafn Grindavíkur er upplýsingamiðstöð bæjarfélagsins og skipar stóran sess í menningarlífi bæjarins.
Flagghúsið er elsta hús Grindavíkur en það var gert upp og opnað 2008. Flagghúsið er einnig miðstöð menningar en þar má nefna sagnakvöld, prjónakaffi, söngskemmtanir og fleira.

Sjómannadagurinn er stærsti viðburður ársins í Grindavík en þá er haldin sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti. Þar er fjölbreytt dagskrá alla Sjómannadagshelgina, frá fimmtudegi til sunnudags. Þar er boðið upp á ýmsa menningarviðburði, fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa, skemmtun öll kvöldin, bryggjuball, við höfnina eru mikil hátíðarhöld og svo mætti lengi telja. Sjóarinn síkáti hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins.

Blásið er til mikillar menningarveislu í Grindavík í mars undir yfirskriftinni Menning er mannsins gaman. Þá verður menningarvika með fjölbreytti dagskrá, að mestu leiti haldið uppi af grindvískum listamönnum á öllum aldri. Menningar- og bókasafnsnefnd hefur undirbýr menningarvikuna  ásamt frístunda- og menningarfulltrúa.

Gamla kirkjan hefur fengið nýtt hlutverk með nýjum tímum. Hún var reist árið 1909 og var byggingarefnið fengið að mestum hluta til úr gömlu kirkjunni að Stað sem hafði staðið frá 1858.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR