Menningarvika

Menningarvika í Grindavík 12.-20. mars 2016

Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í áttunda sinn en hún verður glæsilegri með hverju árinu. Að þessu sinni verður lögð áhersla á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og verður m.a. glæsilegur handverksmarkaður í Gjánni sunnudaginn 13. mars kl. 13-18. Að sjálfsögðu verður ýmislegt annað skemmtilegt í menningarvikunni eins og sýningar, tónleikar o.fl.

Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. mars kl. 12:00. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í veisluborð.

Sem fyrr er uppistaðan í Menningarvikunni framlag heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna, listamanna og skemmtikrafta heimsækja Grindavík. Menningarvikunni hefur verið vel tekið undanfarin ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur út um allan bæ.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina. Menningarvikan er skipulögð af Þorsteini Gunnarssyni, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá menningarvikunnar 2015 má sjá hér í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.


 


An open meeting about Culture week today

Culture week is for all of us! Do you want to participate in the cultural week - Menningarvika 2017? Meet us at Víkurbraut 62 today, Monday the 13th of February at 16:30 to discuss: What, where, and how?

>> MEIRA
An open meeting about Culture week today

Auglýst eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2017

Samkvæmt venju verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent í Menningarvikunni sem haldin verður 11.-19. mars næstkomandi. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd fyrir miðvikudaginn 8. febrúar. Hægt er að senda ábendingar á netfangið heimasidan@grindavik.is

>> MEIRA
Auglýst eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2017

Opinn kynningarfundur um Menningarviku í dag

Boðað er til opins kynningarfundar um Menningarviku Grindavíkur 2017 en hún fer fram dagana 11.-19 mars næstkomandi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Gjánna í dag, þriðjudaginn 24. janúar kl. 17:00 og taka þátt í skipulagningu þessarar skemmtilegu og fjölbreyttu menningarveislu.

>> MEIRA
Opinn kynningarfundur um Menningarviku í dag

Óhrćdd ađ prófa mig áfram

Myndalistakonan Helga Kristjánsdóttir hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 en þetta er í annað sinn sem þessi nafnbót er veitt. Helga er fædd og uppalin í Grindavík en þrátt fyrir að hafa alltaf haft mikinn áhuga á listsköpun þá lá leið hennar ekki beint í málaralistina, en hún tók sér ýmislegt fyrir hendur áður en málverkin urðu hennar aðalstarf. 

>> MEIRA
Óhrćdd ađ prófa mig áfram

Kvenfélagiđ gefur glćsilegt rćđupúlt í Gjána

Kvenfélag Grindavíkur sem hefur nú aðsetur ásamt UMFG í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni, kom færandi hendi á Grindavíkurkvöldi í Menningarvikunni. Kvenfélagið keypti og lét merkja ræðupúlt sem félagið færði Gjánni að gjöf til afnota, m.a. fyrir félagsfundi Kvenfélagsins og UMFG og fyrir ýmsa viðburði. Ræðupúltið er hið glæsilegasta og smekklega merkt. Var ræðupúltið notað í fyrst sinn í síðustu viku á kvenfélagsfundi og svo á Grindavíkurkvöldi bókasafnsins. 

>> MEIRA
Kvenfélagiđ gefur glćsilegt rćđupúlt í Gjána

Listasmiđjan sló í gegn

Yfir 50 krakkar mættu í Listasmiðju í Hópsskóla á laugardaginn undir yfirskriftinni Heitt og kalt. Listasmiðjan tókst glimrandi vel og var mikil sköpun í gangi undir öruggri stjórn  Kristínar E. Pálsdóttur og Halldóru G. Sigtryggsdóttur og fleira eðal fólks sem hjálpaði til. 

>> MEIRA
Listasmiđjan sló í gegn

Myndasyrpa frá Menningarviku: Bangsafjör, námskeiđ, danskur dagur og Bjartmar

Það voru ekki bara fullorðnir sem gátu valið um ýmis námskeið því ungmenni gátu valið um fjölbreytt námskeið í Þrumunni, þá bauð bókasafnið upp á teiknimyndanámskeið og fullt var út úr dyrum á heilsugæslunni þegar krakkar komu með bangsana sína til hjúkrunarfræðinema. Á kaffihúsinu Bryggjunni sló Bjartmar Guðlaugsson botninn í Menningavikuna.

>> MEIRA
Myndasyrpa frá Menningarviku: Bangsafjör, námskeiđ, danskur dagur og Bjartmar

Kajakfjör og vatnszumba vakti lukku

Óhætt er að segja að kajakar sem voru í boði í sundlauginni fyrir alla á laugardaginn hafi vakið mikla lukku, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.  Félagar úr Kajakklúbbnum í Reykjavík komu með kajaka og sýndu hvernig á að beita árum og bát og gáfu fólki kost á að prófa straumbát, sjókæjak og kanó í sundlauginni. Þá var boðið upp á Aqua Zumba öðru nafni Zumba sundlaugarpartý sem einnig vakti lukku. Kennari var Elísa Berglind, þaulreyndur aqua zumba kennari og Jeanette Sicat var henni til aðstoðar. 

>> MEIRA
Kajakfjör og vatnszumba vakti lukku

Rokkiđ lifir

Rokkunnendur fór alsælir heim úr Grindavíkurkirkju s.l. laugardagskvöld eftir að hafa fengið framsækið rokk beint í æð með glæsilegri spilamennsku öflugs tónlistarshóps frá Grindavík og nágrenni. Tónleikarnir voru hreint út sagt dásamleg skemmtun enda lá mikil vinna að baki undirbúningi þeirra og frammistaðan eftir því.

>> MEIRA
Rokkiđ lifir

Charlotte Böving, Rósa Signý og Valdís Inga á dönskum degi í Kvikunni

Norræna félagið í Grindavík, sem var endurvakið í fyrra, tekur þátt í Menningarvikunni annað árið í röð með því að skipuleggja danskan dag í Kvikunni Í DAG, sunnudaginn 20. mars kl. 16:00. Dagskráin er í tilefni Norræna dagsins á Íslandi. Að þessu sinni verður kynning á danskri menningu og tónlist. Danska leik- og söngkonan og skemmtikraft-urinn Charlotte Böving ásamt undirleikaranum Pálma Sigurhjartarsyni skemmta gestum með söng og gríni sem þau fluttu fyrir Jóakim prins og Maríu prinsessu í Norræna húsinu í fyrra og sló í gegn. 

>> MEIRA
Charlotte Böving, Rósa Signý og Valdís Inga á dönskum degi í Kvikunni

Menningavika: Danskur dagur og Bjartmar á Bryggjunni

Þá er komið að lokadegi Menningarvikunnar 2016. Þar ber hæst DANSKUR dagur í Kvikunni með góðum gestum og svo mun Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður slá botninn í Menningarvikuna með tónleikum á Bryggjunni í kvöld.

>> MEIRA
Menningavika: Danskur dagur og Bjartmar á Bryggjunni

Menningarvika: Íbúaţing, listasmiđja, vídeóverk, sundlaugarnótt og rokktónleikar

Það verður ýmislegt um að vera í dag laugardaginn 19. mars í Menningarviku. M.a. íbúaþing um þjónustu eldri borgara, Listasmiðja fyrir börn, listahópur sýnir vídeóverk og svo er sundlaugarnótt í sundlauginni. Deginum lýkur svo með stórtónleikum í kirkjunni.

>> MEIRA
Menningarvika: Íbúaţing, listasmiđja, vídeóverk, sundlaugarnótt og rokktónleikar

Grindvískir rokkarar međ stórtónleika

Í dag, laugardaginn 19. mars, ætlar hópur öflugs tónlistarfólks að koma saman í Grindavíkurkirkju kl. 20:00. Alls koma fram 13 flytjendur, sem flestir búa í , hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist.

>> MEIRA
Grindvískir rokkarar međ stórtónleika

Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

„Við eigum samleið - Lögin sem allir elska" er yfirskrift tónleika sem söngvararnir góðkunnu Sigga Beinteins,
Jogvan og Guðrún Gunnars verða með í Grindavíkurkirkju Í KVÖLD föstudaginn 18. mars n.k. kl. 20:00. Tónleikarnir hafa fyllt hafa Salinn í Kópavogi fimm sinnum og seldist upp á skömmum tíma á þá alla. Athugið lækkað miðaðverð: 3.900 kr.

>> MEIRA
Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

Menningarvika á föstudegi: Bćjarlistamađur međ opna vinnustofu og stórtónleikar í kirkjunni

Það er ýmislegt um að vera á föstudegi Menningarviku, 18. mars. Meðal annars verður bæjarlistamaður Grindavíkur 2016, Helga Kristjánsdóttir, með opna vinnustofu í dag og á morgun, opið svið á Bryggjunni og þá verða stórtónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld.

>> MEIRA
Menningarvika á föstudegi: Bćjarlistamađur međ opna vinnustofu og stórtónleikar í kirkjunni

Kokteilkvöld hjá Höllu í kvöld

Það verður líf og fjör í verslunarmiðstöðinni í kvöld en í tilefni af Menningarviku Grindavíkur þá ætla þau hjá höllu að vera með kokteilkvöld í kvöld, fimmtudag. Húsið opnar klukkan 18:00 og í boði verður matur, drykkir og tónlist. Sex kokteilar á vínseðli blandaðir af barþjónum, smáréttaseðill á staðnum og dj sér um tónlistina.

 

>> MEIRA
Kokteilkvöld hjá Höllu í kvöld

Nemendur grunn- og leikskóla sýna í verslunarmiđstöđinni

Veggir verslunarmiðstöðvarinnar að Víkurbraut 62 eru stórglæsilegir þessa dagana en í tilefni Menningarviku hafa nemendur í Grunnskóla Grindavík, Laut og Króki sett upp skemmtilega sýningu bæði á fyrstu og annarri hæð. Sýningin opnaði formlega síðastliðinn föstudag og þar var margt um manninn. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri en fleiri myndir má sjá á Facebook. En það er auðvitað best að sjá sýninguna með eigin augum og hvetjum við bæjarbúa til að kíkja við og skoða verkin.

>> MEIRA
Nemendur grunn- og leikskóla sýna í verslunarmiđstöđinni

Listasmiđja barna á laugardaginn - Skráningu ađ ljúka

Í Menningarvikunni verður, nánar tiltekið laugardaginn 19. mars (næsta laugardag) kl. 13:00-15:00 verður Listasmiðja fyrir börn í Hópsskóla undir yfirskriftinni HEITT og KALT. Verkefnið hentar vel börnum frá fimm ára og eldri. Listasmiðjan hefur verið undanfarin tvö ár í Menningarvikunni og mælst ákaflega vel fyrir.

>> MEIRA
Listasmiđja barna á laugardaginn - Skráningu ađ ljúka

Textílnámskeiđi frestađ til 9. apríl

Námskeið í textílmennt sem vera átti laugardaginn 19. mars í tengslum við menningarvikuna hefur verið frestað til laugardagsins 
9. apríl. 

>> MEIRA
Textílnámskeiđi frestađ til 9. apríl

Menningarvika á fimmtudegi: Bangsaskođun, fatahönnun, bćjarsýning og Heiđar snyrtir

Fimmtudagurinn er skemmtilegur í Menningarviku. Meðal annars verður bangsaskoðun fyrir yngri kynslóðina, námskeið í fatahönnun fyrir unglinga í Þrumunni og þá verður bæjarsýning á árshátíðarleikritum í kvöld. Ennfremur verður fjör í verslunarmiðstöðinni fram eftir kvöldi þar sem Heiðar snyrtir mætir á svæðið.

>> MEIRA
Menningarvika á fimmtudegi: Bangsaskođun, fatahönnun, bćjarsýning og Heiđar snyrtir

Grindavíkurkvöld bókasafnsins sló í gegn

Gjáin var þétt setin þegar Grindavíkurkvöld bókasafnsins fór fram í gærkvöldi. Þar steig á stokk einvala tónlistarfólk úr Grindavík sem heillaði áhorfendur með tónlist sinni og er óhætt að segja að í Grindavík búi afar hæfileikaríkt tónlistarfólk á öllum aldri. Úr varð frábær söngskemmtun og stemmningin eins og hún gerist best. 

>> MEIRA
Grindavíkurkvöld bókasafnsins sló í gegn

Menningarvika á miđvikudegi: Grindavíkurkvöld, bćjarsýning og ljósmyndanámskeiđ

Ýmislegt verður um að vera á miðvikudegi Menningarvikunnar. Leikskólarnir fá góða heimsókn, Grindavíkurkvöld á vegum bókasafnsins er í Gjánni, námskeið á vegum Gallerí Spuna, opin kóræfing, bæjarsýning á árshátíðarleikriti grunnskólans, ljósmyndanámskeið í Þrumunni en því miður fellur niður matreiðslunámskeið vegna veikinda.

>> MEIRA
Menningarvika á miđvikudegi: Grindavíkurkvöld, bćjarsýning og ljósmyndanámskeiđ

Innsýn í myndasögugerđ á bókasafninu í dag

Í dag verður boðið uppá innsýn í myndasögugerð fyrir 10 ára og eldri á bókasafninu í dag kl. 14:00. Þátttaka er ókeypis, ekki þarf að skrá sig heldur mæta á bókasafnið. Jean Possoco hefur umsjón með viðburðinum en hefur kennt myndasögugerð á eigin vegum og í Myndlistaskóla Reykjavíkur og er einn af hvatamönnum myndasöguútgáfu á Íslandi í dag og er maðurinn á bakvið Frosk Útgáfu sem nýlega tók upp þráðinn á útgáfu Viggó Viðutan sem og sögunum um Ástrík og Steinrík.

>> MEIRA
Innsýn í myndasögugerđ á bókasafninu í dag

Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 18. mars

Opið svið verður á flottasta kaffihúsi landsins, Bryggjunni í Grindavík föstudaginn 18. mars. Að venju er gestum velkomið að taka lagið með þeim félögum Halldóri Lárussyni trommuleikara, Ólafi Þór Ólafssyni gítarleikara og Þorgils Björgvinssyni bassaleikara. Það er gaman að geta þess að þetta verður í 18da sinn sem opið svið verður á Bryggjunni og alltaf hefur verið fullt hús.

Að þessu sinni hefst opna sviðið kl. 22:00 og stendur til kl.01:00

 

>> MEIRA
Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 18. mars

Menningarvikan á mánudegi: Kaffihúsatónleikar og námskeiđ fyrir ungmenni

Dagskrá Menningarvikunnar heldur áfram í dag mánudaginn 14. mars. Dagskráin er fjölbreytt, m.a. sýning í Miðgarði, teiknimyndanámskeið, námskeið fyrir unglinga í Þrumunni, kaffihúsaskemmtun í tónlistarskólanum, kyrrðarbæn og svo málverkasýningar o.fl.

 

>> MEIRA
Menningarvikan á mánudegi: Kaffihúsatónleikar og námskeiđ fyrir ungmenni

Námskeiđ í bragđmiklum grćnmetisréttum

Næsta miðvikudag kl. 18:00 - 21:00 verður skemmtilegt matreiðslunámskeið sem ber yfirskriftina Grænmeti - Salat - Krydd og kryddjurtir. Örn Garðars matreiðslumeistari á Soho Catering heldur námskeið í bragðmiklum  grænmetisréttum, nemendur fá að spreyta sig sjálfir og taka afraksturinn með sér heim. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari verður til aðstoðar. Námskeiðið verður haldið í matreiðslustofu Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5.500 kr. 

>> MEIRA
Námskeiđ í bragđmiklum  grćnmetisréttum

Gamli barnakórinn sló í gegn viđ setningu Menningarviku

Formleg setning Menningarviku Grindavíkurbæjar fór fram í Grindavíkurkirkju á laugardaginn. Þar var Menningarvikan sett með formlegum hætti, boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði þar sem Barnakór Grindavíkur frá 1977-1981 sló í gegn og þá var Bæjarlistmaður Grindavíkur 2016 útnefndur formlega. Vel var mætt á setninguna og að lokum var gestum boðið í veitingar í safnaðarheimilinu. 

>> MEIRA
Gamli barnakórinn sló í gegn viđ setningu Menningarviku

Handverkiđ blómstrađi í Gjánni

Handverkshátíð var í Gjánni í gær í tilefni Menningarvikunnar. Þar sýndu og seldu um 25 aðilar frá Grindavík og víðar fjölbreytt handverk, allt frá slaufum til skarpgripa. Stöðugur straumur fólks var í Gjánni þrátt fyrir leiðinlegt veður og var gaman að sjá gróskuna í handverki í Grindavík, í sem víðasta skilningi þess orðs. Vonast er til að handverkshátíðin verði árlegur viðburður hér eftir.

>> MEIRA
Handverkiđ blómstrađi í Gjánni

Helga Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016 gaf Miđgarđi verđlaunaféđ

Helga Kristjánsdóttir listmálari er Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 en verðlaunin voru afhent við setningu Menningarvikunnar.

>> MEIRA
Helga Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016 gaf Miđgarđi verđlaunaféđ

Barnabörnin mćttu á Kaldalónstónleikana - Húsfyllir hjá Blítt og létt

Um helgina fóru fram tvennir tónleikar sem mæltust ákaflega vel fyrir. Annars vegar var Eyjahópurinn Blítt og létt með tónleika í Salthúsinu þar sem var húsfyllir en vel á annað hundrað manns mættu til að taka þátt í að syngja Eyjalögin í þjóðhátíðarstíl. Þá voru afar vandaðir og flottir tónleikar í Grindavíkurkirkju um Sigvalda Kaldalóns sem er hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. 

>> MEIRA
Barnabörnin mćttu á Kaldalónstónleikana - Húsfyllir hjá Blítt og létt

Óp-hópurinn syngur Verdi laugardagskvöld kl. 20:00 í tónlistarskólanum

Óp-hópurinn mun flytja fallega tónlist á Galatónleikum í sal tónlistarskóla Grindavíkur, Ásabraut 2, þann 12. mars kl. 20:00. Antonía Hevesí kynnir atriðin á skemmtilegan og lifandi hátt eins og henni einni er lagið. Kaffi og konfekt verður á boðstólnum. Á meðal flytjenda er Rósalind Gísladóttir söngkennari við tónlistarskóla Grindavíkur.

>> MEIRA
Óp-hópurinn syngur Verdi laugardagskvöld kl. 20:00 í tónlistarskólanum

Menningarvikunni ţjófstartađ í dag

Menningarvikunni verður þjófstartað í dag föstudaginn 11. mars en þá verður ýmislegt um að vera. Meðal annars verða málverkasýningar opnaðar og þá verður mikið um skemmtanahald í kvöld. Hér má sjá dagskrá dagsins:

>> MEIRA
Menningarvikunni ţjófstartađ í dag

Hjalti Parelíus sýnir landslagsmálverk á Bókasafninu

Hjalti Parelíus verður með sýningu á 20 olíuskissum af landslagi á bókasafninu í Menningarvikunni. Verkin eru hans fyrsta tilraun að landslagsverkum og vill hann með þeim vekja athygli á hinni fögru íslensku náttúru sem við megum ekki glata eða ofnýta.

>> MEIRA
Hjalti Parelíus sýnir landslagsmálverk á Bókasafninu

Sýning á leir fígúrum á Bókasafninu - opiđ um helgina

Fannar Þór Bergsson hefur opnað sýningu sína á leir fígúrum á bókasafninu. Sýningin verður opin á laugardaginn milli kl. 11:00-16:00 og sunnudag milli kl. 13:00-16:00 og svo á opnunartíma safnsins í næstu viku. Fannar er leirlistamaður og eigandi „Leira meira" og tengjast fígúrurnar allar allar teiknimyndum á einn eða annan hátt. Leira meira er einnig á Faceook.

 

>> MEIRA
Sýning á leir fígúrum á Bókasafninu - opiđ um helgina

Dćgurlög á kaffihúsaskemmtun í Tónlistarskólanum mánudaginn 14. mars kl. 17:30

Nemendur tónlistarskólans stíga á stokk og flytja fjölbreytt dægurlög fyrir gesti og gangandi á mánudaginn 14. mars kl. 17:30.
Allir velkomnir!

>> MEIRA
Dćgurlög á kaffihúsaskemmtun í Tónlistarskólanum mánudaginn 14. mars kl. 17:30

Undirbúningur menningarviku á Króki

Síðustu vikur á Króki hafa litast af undirbúningi menningarviku þar sem verið var að skapa verk fyrir sýninguna okkar um allan leikskóla. Meðal þess sem unnið hefur verið með er tilfinningar, fjölbreytileikinn, endurnýtanlegur efniviður og tröll. 

>> MEIRA
Undirbúningur menningarviku á Króki

Myndlistasýning G. Óla bćtist viđ í Menningarvikunni

Sjöunda myndlistasýningin hefur bæst við í Menningarvikunni en listamaðurinn Guðmundur Óli Gunnarssson eða G. Óla eins og hann kallar sig, verður með sýningu á verkum sínum að Borgarhrauni 1 á laugardaginn. Húsið opnar kl. 13:00 og verður opið fram eftir degi. Allir velkomnir.  

>> MEIRA
Myndlistasýning G. Óla bćtist viđ í Menningarvikunni

Menningarvikan rúllar af stađ - helgin ţéttskipuđ

Menningarvikan rúllar af stað um helgina og margir eflaust orðnir óþreyjufullir að bíða enda dagskráin með eindæmum glæsileg í ár. Formleg setninga Menningarviku verður í Grindavíkurkirkju á laugardaginn kl. 17:00 en það verður hægt að taka forskot á sæluna strax á morgun, föstudag. Þá er Safnahelgi á Suðurnesjum um helgina svo að Reykjanesið mun iða af lífi um helgina.

>> MEIRA
Menningarvikan rúllar af stađ - helgin ţéttskipuđ

Tólf manns međ sex málverkasýningar í Menningarviku

Alls verða sex fjölbreyttar málverkasýningar í Menningarvikunni í Grindavík sem verður dagana 12.-20. mars. Í Verkalýðshúsinu Víkurbraut 46 verður samsýning grindvískra málara. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri. Þær stöllur eru hluti af Handverksfélaginu Greip í Grindavík og hafa áður haldið skemmtilegar sýningar. 

>> MEIRA
Tólf manns međ sex málverkasýningar í Menningarviku

Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku - Tydzien kultury w Grindavíku

Fjölbreytileikinn er allsráðandi í Grindavík, hér búa rúmlega 200 Pólverjar. Líkt og í fyrra hefur dagskrá Menningarvikunnar 12.-20. mars verið þýdd yfir á pólsku. Útgáfuna er hægt að nálgast hér að neðan. 
Tydzien kultury w Grindavíku 12-20 marca 2016: 

>> MEIRA
Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku - Tydzien kultury w Grindavíku

Varđveitum menningararfleifđina

Menningarvika er árlegur viðburður í Grindavík, þar kemur saman fólk með áhuga fyrir handverki, sköpun, listum og mat. Þessi hátíð verður dagana 12.-20. mars n.k. Var hátíðin fyrst sett á dagskrá vorið 2009 og mæltist vel fyrir meðal Grindvíkinga. Henni hefur vaxið fiskur um hrygg með fjölbreyttu úrvali af námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri og listaviðburðum um allan bæ. Bærinn hefur lagt sig fram um að bjóða unga fólkinu okkar upp á skemmtileg námskeið, þar má nefna námskeið í elektrónískri tónlistargerð, myndasögu og ljósmyndun. Fjöldi annarra námskeiða er í boði s.s silfursmíði, glermósaík, textíl og viðhald gamalla húsa. 

>> MEIRA
Varđveitum menningararfleifđina

Menningarvikan 2016: Suđupottur sýninga, tónleika, viđburđa, námskeiđa, leikrita og handverkshátíđar

„Þetta er í áttunda sinn sem Menningarvika Grindavíkur er haldin og að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána og líklega aldrei meiri en núna. Menningarvikan verður haldin 12. til 20. mars næstkomandi þannig að Safnahelgin er einnig hluti af henni og verður ókeypis aðgangur að Kvikunni. Undirbúningur er á lokastigi, meðal annars er búið að velja bæjarlistamann Grindavíkur, undirbúa fjölmörg námskeið í febrúar, mars og apríl og bóka ýmsa viðburði í Menningarvikunni sjálfri og þá verður stór og mikil Handverkshátíð í Gjánni. Ég myndi segja að fjölbreytileikinn væri í hávegum í ár," segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í samtali við Víkurfréttir.

>> MEIRA
Menningarvikan 2016: Suđupottur sýninga, tónleika, viđburđa, námskeiđa, leikrita og handverkshátíđar

Tónleikar í Grindavíkurkirkju til heiđurs Sigvalda Kaldalóns

Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn, ekki var að spauga með þá Útnesjamenn. Söngvaskáld á Suðurnesjum er tónleikaröð sem vakið hefur verðskuldaða athygli og verða haldnir tónleikar til heiðurs Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 13. mars kl. 17:00 í tilefni Menningarvikunnar. Miðaverð er 1.500 kr. og selt við innganginn.

>> MEIRA
Tónleikar í Grindavíkurkirkju til heiđurs Sigvalda Kaldalóns

Ásmundur međ málverkasýningu á Bryggjunni í Menningarvikunni

Myndlistasýning hefur bæst við glæsilega dagskrá Menningarviku en það er enginn annar en Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem verður með sýningu á kaffihúsinu Bryggjunni. Sýningin ber yfirskriftina „Blítt og létt við Suðurströndina" og opnar formlega næsta föstudag 11. mars kl. 16.00. Sýningin verður opin út Menningarvikuna og jafnvel lengur.

>> MEIRA
Ásmundur međ málverkasýningu á Bryggjunni í Menningarvikunni

Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

„Við eigum samleið - Lögin sem allir elska" er yfirskrift tónleika sem söngvararnir góðkunnu Sigga Beinteins,
Jogvan og Guðrún Gunnars verða með í Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. mars n.k. kl. 20:00. Tónleikarnir hafa fyllt hafa Salinn í Kópavogi fimm sinnum og seldist upp á skömmum tíma á þá alla.

>> MEIRA
Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

Rúnar Ţór frá Brćđratungu međ sína fyrstu einkasýningu

Það verður stór stund fyrir brottflutta Grindvíkinginn Rúnar Þór Þórðarson frá Bræðratungu þegar hann opnar málverkasýningu í Menningarvikunni í Framsóknarhúsinu. Rúnar Þór, sem verður 65 ára í ár, opnar þá sýna fyrstu einkasýningu en hann hefur áður tekið þátt í þremur samsýningum.

>> MEIRA
Rúnar Ţór frá Brćđratungu međ sína fyrstu einkasýningu

Blítt og létt hópurinn frá Eyjum međ gömlu og góđu Eyjalögin

Grindvíkingar og Vestmannaeyingar hafa ávallt tengst sterkum böndum enda myndarleg sjávarútvegspláss, öflugir íþróttabæir og menningin blómstrar á báðum stöðum. Í Menningarvikunni fáum við góða heimsókn frá Vestmannaeyjum þegar sönghópurinn Blítt og létt mætir og verður með Eyjakvöld á Salthúsinu laugardaginn 12. mars næstkomandi.

>> MEIRA
Blítt og létt hópurinn frá Eyjum  međ gömlu og góđu Eyjalögin

Guđni Már útvarpsmađur međ málverkasýningu á Salthúsinu

Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 undanfarin 22 ár verður með málverkasýningu á Salthúsinu í Menningarvikunni en hann opnar reyndar fyrr eða næsta laugardag . Guðni Már leitar í tónlistina í verkum sínum enda hefur hann stjórnað fjöldamörgum tónlistarþáttum í útvarpinu. Hvert málverk ber nafn eins af uppáhaldslögum hans erlendum. Áður hefur Guðni Már sýnt á eftirtöldum stöðum:

>> MEIRA
Guđni Már útvarpsmađur međ málverkasýningu á Salthúsinu

Mikill metnađur í dagskrá Menningarviku Grindavíkur 12.-20. mars

Menningarvika Grindavíkur verður nú haldin í áttunda sinn og að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána og líklega aldrei meiri en núna. Menningarvikan verður haldin 12.-20. mars n.k. þannig að Safnahelgin er einnig hluti af henni og verður ókeypis aðgangur í Kvikunni. Undirbúningur er á lokastigi, m.a. er búið að velja Bæjarlistamann Grindavíkur, undirbúa fjölmörg námskeið í febrúar, mars og apríl og bóka ýmsa viðburði í Menningarvikunni sjálfri og þá verður stór og mikil Handverkshátíð í Gjánni. Fjölbreytileikinn væri í hávegum í ár. Dagskrá Menningarvikunnar verður birt í dag á heimasíðu bæjarins, í Járngerði sem dreift verður í öll hús í lok vikunnar í nýja GrindavíkurAppinu sem kynnt verður í dag.

>> MEIRA
Mikill metnađur í dagskrá Menningarviku Grindavíkur 12.-20. mars

Járngerđur kemur út - Glćsileg dagskrá Menningarviku 12.-20. mars í Grindavík

Fyrsta tölublað ársins af Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, verður dreift í öll hús í lok vikunnar. Blaðið er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni (sjá PDF útgáfu hér að neðan). Uppistaðan í blaðinu er glæsileg dagskrá Menningarvikunnar 12.-29. mars nk. Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í áttunda sinn. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 17:00.

>> MEIRA
Járngerđur kemur út - Glćsileg dagskrá Menningarviku 12.-20. mars í Grindavík

Barnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í Menningarvikunni

Við setningu Menningarvikunnar 12. mars kl. 17:00 í Grindavíkurkirkju verður stórmerkilegur tónlistarviðburður í Grindavík. Þá stígur Barnakór Grindavíkur frá árunum 1977-1981 á svið einum 35 árum síðar og tekur nokkur lög undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Alls munu um 20 meðlimir kórsins koma fram, m.a. kemur ein gagngert frá Svíþjóð og önnur austan af fjörðum til þess að taka þátt.

>> MEIRA
Barnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í Menningarvikunni

Skráning á Handverkshátíđina gengur vel - Tryggđu ţér borđ í tíma

Skráning á Handverkshátíðina í Menningarvikunni, sem verður sunnudaginn 13. mars n.k. Gengur vel. Alls hafa 17 aðilar aðilar skráð sig og eru laus pláss fyrir 10 aðila í viðbót. Skráning er til 1. mars.

>> MEIRA
Skráning á Handverkshátíđina gengur vel - Tryggđu ţér borđ í tíma

Vel bókađ í námskeiđin

Námskeið sem haldin er í tengslum við Menningarvikuna fara nú af stað hvert á fætur öðrum og stefnir í góða aðsókn. Í dag er Ragga nagli með matreiðslunámskeið í Grunnskóla Grindavíkur  frá kl. 17-21. Þó nokkrir eru búnir að bóka sig en nokkur laus pláss. Skráning fer fram í gegnum netfangið bokasafn@grindavik.is. Ragga er svo með fyrirlestur á morgun kl. 18:00 í Gjánni og er aðgangur ókeypis.

>> MEIRA
Vel bókađ í námskeiđin

Fjölbreytt námskeiđ í febrúar, mars og apríl

Kæru Grindvíkingar! Í tengslum við undirbúning Menningarvikunnar í ár sem verður dagana 12.-20. mars n.k. munu ýmsir aðilar standa fyrir námskeiðum í febrúar, mars og apríl. Í bæklingi (sjá neðan) um námskeiðin er að finna fjölbreytt framboð af námskeiðum fyrir alla aldurshópa, m.a. í handverki, sköpun, listum og mat, sem við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur vel og endilega að nýta tækifærið og skrá ykkur og taka þátt. Menningarvikan niðurgreiðir námskeiðin og því eru þau á hagstæðu verði. Bent er á möguleika á styrkjum frá stéttarfélögum.

>> MEIRA
Fjölbreytt námskeiđ í febrúar, mars og apríl

Helga Kristjánsdóttir Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016

Helga Kristjánsdóttir listmálari hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin verða afhent í Menningarviku Grindavíkur sem verður dagana 12.-20. mars n.k. 

>> MEIRA
Helga Kristjánsdóttir Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016

Handverkshátíđ í Gjánni í Menningarvikunni

Í tilefni Menningarvikunnar 12.-20. mars n.k. verður grindvísk handverkshátíð í Gjánni sunnudaginn 13. mars frá kl. 13:00-18:00.  Mikill áhugi er fyrir hátíðinni og hafa verið haldnir tveir undirbúningsfundir og stýrihópur komið að skipulaginu.

>> MEIRA
Handverkshátíđ í Gjánni í Menningarvikunni

Menningarvikan verđur 12.-20. mars - Viđburđir óskast

Athygli er vakin á því að frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni haldin 12 - 20. mars nk. Þetta verður í áttunda sinn sem Menningarvikan verður haldin og að þessu sinni verður lögð áhersla á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs en auðvitað verður fjölbreytt dagskrá að vanda eins og tónleikar, ýmis konar sýningar, viðburðir og margt fleira. Undirbúningur er hafinn af fullum krafti.

>> MEIRA
Menningarvikan verđur 12.-20. mars  - Viđburđir óskast

Námskeiđahald í tengslum viđ Menningarviku

Í febrúar og fram í Menningarvikuna 12.-20. mars n.k. er vonast til þess að félagasamtök eða einstaklingar í Grindavík bjóði upp á námskeið fyrir bæjarbúa. Þar er átt við ýmis konar námskeið í handverki í sem víðasta skilningi þess orð. Hægt er að bjóða upp á fleiri en eitt námskeið. Framlag Grindavíkurbæjar getur verið niðurgreiðsla á námskeiðinu fyrir þátttakendur og/eða að leggja til húsnæði ef þess er kostur. Hversu mikil niðurgreiðslan verður fer eftir fjölda og tegund umsókna.

>> MEIRA
Námskeiđahald í tengslum viđ Menningarviku

Auglýst eftir tilnefningum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2016

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar auglýsir eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2016. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarviku Grindavíkurbæjar 12.-20. mars nk. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2016 á netfangið heimasidan@grindavik.is

>> MEIRA
Auglýst eftir tilnefningum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2016

Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur í kvöld

Opinn undirbúningsfundur fyrir Menningarvikuna á næsta ári verður haldinn Í KVÖLD mánudaginn 23. nóv. n.k. kl. 20 í fundarsalnum á bæjarskrifstofunum. Allir sem hafa áhuga á menningu eru velkomnir á fundinn. Sérstök áhersla verður á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og verður vonandi hægt að bjóða upp á ýmis konar námskeið og viðburði og jafnvel upp á stóran handverksmarkað en allt veltur þetta á þátttöku og áhuga handverksfólks. Einnig verður tónlist, myndlist og ýmislegt fleira í öndvegi. Allir velkomnir.  

>> MEIRA
Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur í kvöld

Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur á mánudaginn

Opinn undirbúningsfundur fyrir Menningarvikuna á næsta ári verður haldinn mánudaginn 23. nóv. n.k. kl. 20 í fundarsalnum á bæjarskrifstofunum. Allir sem hafa áhuga á menningu eru velkomnir á fundinn. Sérstök áhersla verður á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og verður vonandi hægt að bjóða upp á ýmis konar námskeið og viðburði og jafnvel upp á stóran handverksmarkað en allt veltur þetta á þátttöku og áhuga handverksfólks. Einnig verður tónlist, myndlist og ýmislegt fleira í öndvegi. Allir velkomnir.
Menningarvikan verður 12.-20. mars 2016.

>> MEIRA
Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur á mánudaginn

Ţakkir í lok Menningarviku - Myndasyrpa

Menningarvikunni lauk síðasta sunnudagskvöld með stórskemmtilegum tónleikum Jóns Ólafssonar og Gunnars Þórðarsonar í sal tónlistarskólans í Iðu. Tónleikarnir báru yfirskriftina Af fingrum fram en þeir félagar fóru þar yfir tónlistarferil Gunnars. Af nægu var að taka enda hefur Gunnar samið yfir 700 lög á ferlinum.

>> MEIRA
Ţakkir í lok Menningarviku - Myndasyrpa

Fćreysk menning heillar

Það var húsfyllir í Kvikunni í gær þegar þar var kynning á færeyskri menningu á vegum Norræna félagsins í Grindavíkur, í tilefni Norræna dagsins á Íslandi og Menningarviku í Grindavík. Er greinilegt að Grindvíkingar hafa mikinn áhuga á Færeyjum enda verið ýmis tengsl þar í gegnum tíðina, ekki síst í gegnum Norræna félagið í Grindavík. 

>> MEIRA
Fćreysk menning heillar

Höfundakynningar í lok menningarviku

Sunnudaginn 22.mars, var höfundakynning á bókasafninu. Kynntir voru tveir rithöfundar og skáld, annar frá Póllandi, Czeslaw Milosz og hinn frá Serbíu, Ivo Andric. Nokkur ljóð þeirra, sem þýdd höfðu verið á ensku voru prentuð út svo áheyrendur gætu sjálfir lesið og notið. Höfundarnir höfðu báðir lifað hörmungar heimsstyrjalda og umbrota í heimalöndum sínum og bar skáldskapur þeirra þess merki, þó að fegurð lífsins hafi fengið bróðurpartinn í ljóðum þeirra.
Þær Justina Lewicka, frá Póllandi og Marija Sólveig frá Serbíu kynntu höfundana, sem báðir höfðu fengið Nóbels-verðlaunin fyrir bækur sínar og ljóð. Takk fyrir vandaða kynningu, báðar tvær :-)

>> MEIRA
Höfundakynningar í lok menningarviku

Reggie Óđins međ tónleika á Bryggjunni á laugardagskvöldiđ

Reggie Óðins og hljómsveit verða með tónleika á Bryggjunni laugardagskvöldið 21. mars. Tónleikarnir hefjast að vanda klukkan 21:00 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

>> MEIRA
Reggie Óđins međ tónleika á Bryggjunni á laugardagskvöldiđ

Húsfyllir í stórskemmtilegri söngveislu

Það var sannkölluð söngveisla í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi þegar fimm sönghópar og kórar tróðu upp og fylltu kirkjuna af söng og fjöri. Vísiskórinn undir stjórn Margrétar Pálsdóttur sló takinn með gleði sinni og fjölmenningu og söng lög á nokkrum tungumálum og kom tónleikagestum í hörku stuð.  

>> MEIRA
Húsfyllir í stórskemmtilegri söngveislu

Hönnun á heimaslóđ, fréttaskot úr fortíđinni og Opiđ hús í Iđu

Rétt er að vekja athygli á nokkrum áhugaverðum viðburðum í dag og kvöld í Menningarvikunni. Opið hús verður í öllum stofnunum Iðunnar frá kl. 10-14. Bíómyndin Salka Valka verður sýnd í Miðgarði.  Þá verður kynning á hönnun á heimaslóð í Kvikunni kl. 18:00 og í Hópsskóla kl. 20:00 verður fréttaskot úr fortíðinni og Krónika verður á Bryggjunni ásamt skötuveislu. Þá verður fjör í verslunarmiðstöðinni fram eftir kvöldi. Hér má sjá nánar: 

>> MEIRA
Hönnun á heimaslóđ, fréttaskot úr fortíđinni og Opiđ hús í Iđu

Fróđlegt og skemmtilegt fjölmenningarkvöld

Á laugardaginn var fjölmenningarhátíð á Salthúsinu á vegum fjölmenningarráðs. Fjögur lönd voru kynnt; Pólland, gamla Júgóslavía og Serbía, Tæland og Filippseyjar. Fulltrúar þessar landa kynntu sögu þeirra, menningu og tónlist og í lok hverrar kynningar voru fyrirspurnir.

>> MEIRA
Fróđlegt og skemmtilegt fjölmenningarkvöld

Bangsaskođun á heilsugćslunni

Í gær var bangsaskoðun á heilsugæslunni. Þangað mættu krakkar á aldrinum þriggja til sex ára sem áttu slasaðan bangsa. Grindvíkingurinn Berglind Anna Magnúsdóttir læknanemi hafði frumkvæði að þessari heimsókn og hún og fleiri nemar tóku á móti börnum á þessum aldri sem tóku á móti veikum og slösuðum böngsum.  

>> MEIRA
Bangsaskođun á heilsugćslunni

Og allir í kór! Söngveisla í kirkjunni

Í kvöld kl. 20:00 verður sannkölluð söngveisla í Grindavíkurkirkju undir yfirskriftinni Og allir í kór! Söngkvöld í Grindavíkurkirkju. Alls koma fimm sönghópar og kórar fram.  

>> MEIRA
Og allir í kór! Söngveisla í kirkjunni

Sćnsk-íslensk snilld

Óhætt er að segja að sænsk-íslenskir stórtónleikar hafi farið fram í sal Tónlistarskólans í Iðu á mánudagskvöldið. Tónleikarnir voru hreint frábær skemmtun en hljómsveitina skipuðu tveir Svíar, tveir úr Reykjavík og einn úr Grindavík! Svíarnir komu frá vinabæ Grindavíkur, Piteå. Hafði hljómsveitin afar knappan tíma til undirbúnings en fagmennskan var slík að tónleikarnir voru hreint út sagt alveg magnaðir.

>> MEIRA
Sćnsk-íslensk snilld

Siggi stormur gestur á opnu húsi hjá MSS í Grindavík

Við erum svo tropical hérna suðurfrá að við fáum oft bara tvo, þrjá snjódaga á vetri en nú eru komnir
þrír mánuðir í beit, erum við ekkert að sjá fyrir endann á þessu eða er snjómenning það sem koma
skal í Grindavík?

>> MEIRA
Siggi stormur gestur á opnu húsi hjá MSS í Grindavík

Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fékk Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 afhent við hátíðlega athöfn við setningu Menningarviku í Grindavík síðasta laugardag. Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi.

>> MEIRA
Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fékk Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 afhent við hátíðlega athöfn við setningu Menningarviku í Grindavík síðasta laugardag. Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi.

>> MEIRA
Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Skemmtileg setningarhátíđ Menningaviku

Setning Menningaviku 2015 fór fram í Grindavíkurkirkju síðasta laugardag við hátíðlega athöfn. Dagskráin var stórskemmtileg þar sem tónlistin var í öndvegi. Einnig voru afhent Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar, nemendur sýndu dans og þá voru haldiln ávörp.

>> MEIRA
Skemmtileg setningarhátíđ Menningaviku

Menningarvikan í Morgunútvarpinu

Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Var rætt við hann um Menningarvikuna í Grindavík, ferðaþjónustu, heimildamyndina Fiskur undir steini og fleira. Viðtalið má nálgast með því að smella hér.

 

 

>> MEIRA
Menningarvikan í Morgunútvarpinu

Vertu ţú sjálfur á nokkrum tungumálum

Hinn fjölþjóðlegi Vísiskór sló botninn í setningarathöfn Menningarvikunnar síðasta laugardag. Kórinn söng hið stórskemmtilega lag Helga Björnssonar, Vertu þú sjálfur, á nokkrum tungumálum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. Sjón er sögu ríkari, myndband með þessu frábæra atriði má sjá hér að neðan.  

>> MEIRA
Vertu ţú sjálfur á nokkrum tungumálum

Myndasyrpa frá Menningarviku

Ýmislegt er um að vera í Menningarvikunni og eru Grindvíkingar hvattir til þess að kynna sér Járngerði sem kom út í síðustu viku þar sem dagskrána er að finna. Einnig er hægt að sjá dagskrána á heimasíðu bæjarins. Hér eru nokkar myndir frá viðburðum í Menningarvikunni.  

>> MEIRA
Myndasyrpa frá Menningarviku

Sćnsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans í Iđunni í kvöld

Í kvöld klukkan 20:30 eru á dagskrá glæsilegir sænsk-íslenskir stórtónleikar. Sænski gítarleikarinn Peter O Ekberg heldur tónleikana ásamt sænsku söngkonunni Alicia Carlestam. Þeim til aðstoðar verða bassaleikarinn Ingi Björn Ingason, píanóleikarinn Pálmi Sigurhjartarson og trommuleikarinn og bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson.

>> MEIRA
Sćnsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans í Iđunni í kvöld

Tinna Halls opnar ljósmyndasýningu sína í dag

Ljósmyndasýning Tinnu Halls á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, Víkurbraut 62, opnar formlega í dag klukkan 13:00. Tinna verður sjálf á svæðinu milli 13:00 og 15:00 og mun einnig hafa meðferðis og til sölu á vægu verði, ljósmyndabók sem inniheldur myndir af sýningunni og fleiri skemmtilegar myndir af fólki og náttúru hér í Grindavík sem Tinna hefur tekið.

>> MEIRA
Tinna Halls opnar ljósmyndasýningu sína í dag

Trio Nor međ tónleika á Bryggjunni í kvöld

Djasssveitin Trio Nor heldur tónleika á Bryggjunni kl. 21:00 í kvöld. Tríóið leikur þekkta djass standarda eftir Henry Mancini, Horace Silver, Erroll Garner og Antonio Carlos Jobim o.fl. í skemmtilegum útsetningum. Trio Nor skipa þeir Ómar Einarsson á gítar Jakob Hagerdorn-Olsen á gítar og Jón Rafnsson á bassa.

>> MEIRA
Trio Nor međ tónleika á Bryggjunni í kvöld

Málverkasýningar í fremstu röđ

Þrjár skemmtilegar málverkasýningar voru opnaðar í Menningarvikunni í gær. Helga Kristjánsdóttir ásamt þremur málurum frá Úkraínu og Hvíta Rússlandi opnaði sýningu í gamla bókasafninu í verslunarmiðstöðinni, Pálmar Örn Guðmundsson opnaði sýningu á nýja bókasafninu í Iðunni og Svíinn Sture Berglund frá vinabænum Piteå í Framsóknarhúsinu. 

>> MEIRA
Málverkasýningar í fremstu röđ

Fróđleg og skemmtileg dagskrá í tilefni merkilegra tímamóta

Í dag var dagskrá í tilefni þess að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Lovísa H. Larsen formaður frístunda- og menningarnefndar hélt utan um dagskrána og kynnti. Oddný Harðardóttir þingmaður og fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra, ávarpaði fundinn sem fram fór í nýjum og glæsilegum samkomusal í nýja íþróttamannvirkinu við Austurveg. 

>> MEIRA
Fróđleg og skemmtileg dagskrá í tilefni merkilegra tímamóta

Menningarvikan af stađ

Menningarvikan í Grindavík fer af stað í dag og verður ýmislegt um að vera, aðallega á vegum leikskólabarna og svo eru skemmtanir í kvöld, kútmagakvöld og konukvöld. Þá er upplestur á Bryggjunni. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Menningarvikan af stađ

Dagskrá í tilefni af 100 ára afmćlis kosningaréttar kvenna frestađ til sunnudags

Glæsilegri dagskrá í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, sem fara átti fram í nýrri aðstöðu Kvenfélagsins í hinu nýja íþróttamannvirki á morgun, hefur verið frestað til sunnudags. Dagskráin er óbreytt en færist til sunnudags og hefst klukkan 16:00 í stað 11:00.

>> MEIRA
Dagskrá í tilefni af 100 ára afmćlis kosningaréttar kvenna frestađ til sunnudags

Glćsilegar sýningar hjá leikskólunum - Opiđ alla helgina en formleg opnun á mánudag

Rétt er að vekja athygli á glæsilegum sýningum hjá leikskólunum Króki og Laut í verlsunarmiðstöðinni. Formleg opnun sem átti að vera í dag kl. 14:30 hefur verið frestað til mánudags vegna veðurs en sýningarnar verða engu að síður opnar í dag og alla helgina. 

>> MEIRA
Glćsilegar sýningar hjá leikskólunum - Opiđ alla helgina en formleg opnun á mánudag

Menningarvika Grindavíkur - Líf og fjör á fyrsta degi

Menningarvikan í Grindavík verður formlega sett á laugardag og fjörið byrjar strax um morguninn. Þrátt fyrir slæma veðurspá láta Grindvíkingar engan bilbug á sér finna og verður engu frestað vegna veðurs, nema annað verði tilkynnt hér á heimasíðunni. Dagskráin laugardaginn 14. mars er eftirfarandi: 

>> MEIRA
Menningarvika Grindavíkur - Líf og fjör á fyrsta degi

Piteĺ sendir sinn fremsta myndlistarmann í Menningarvikuna

Piteå vinabær Grindavíkur sendir myndlistamann og tónlistarfólk á. Listamaðurinn Sture Berglund verður með málverkasýning í Framsóknarhúsinu frá laugardegi til mánudags en þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 

>> MEIRA
Piteĺ sendir sinn fremsta myndlistarmann í Menningarvikuna

Sćnsk-íslenskir tónleikar í Menningarviku

Næsta mánudag kl. 20:30 verða sænsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans á 2. hæð í Iðu í Menningarviku. Sænski gítarleikarinn Peter O Ekberg heldur tónleika ásamt sænsku söngkonunni Alicia Carlestam. Þeim til aðstoðar verða bassaleikarinn Ingi Björn Ingason, píanóleikarinn Pálmi Sigurhjartarson og trommuleikarinn og bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson. Hér er þvílíkt stórskotalið á ferð.  

>> MEIRA
Sćnsk-íslenskir tónleikar í Menningarviku

Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku, tćlensku og ensku

Menningarvika Grindavíkur verður 14.-22.mars næstkomandi. Menningarvikan verður með fjölþjóðlegum blæ og kemur fjölmenningarráð Grindavíkur að skipulagningu nokkurrra viðburða í fyrsta sinn. Búið er gera einfaldari útgáfu af dagskránni á pólsku, tælensku og ensku og senda í fyrirtæki og stofnanir í Grindavík. Um 10% íbúa Grindavíkur eru með erlent ríkisfang. Útgáfurnar má sjá hér að neðan og eru Grindvíkingar hvattir til þess að dreifa henni sem víðast.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku, tćlensku og ensku

Helga međ málverkasýningu ásamt góđum gestum

Helga Kristjánsdóttir verður með málverkasýningu ásamt góðum gestum í húsnæði gamla bókasafnsins á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62, í Menningarvikunni. Vegur Helgu í myndlistinni hefur sannarlega farið vaxandi undanfarin ár og þykir hún einfaldlega með þeim fremri á þessu sviði hér á landi.

>> MEIRA
Helga međ málverkasýningu ásamt góđum  gestum

Lífiđ er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar

Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn í Grindavík 2015. Sérstök dómnefnd undir stjórn Láka á Salthúsinu velur þrjár bestu uppskriftirnar. Höfundar þeirra verða boðaðir á Salthúsið þar sem þeir, eða fulltrúar þeirra, elda saltfiskinn fyrir dómnefndina sem velur að lokum BESTA SALTFISKRÉTTINN eftir smökkunina.  

>> MEIRA
Lífiđ er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar

100 ár frá ţví konur fengu kosningarétt - Minnst međ veglegri dagskrá

Í ár eru liðin 100 ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Ný stjórnarskrá með ákvæði um að konur og vinnumenn eldri en 40 ára fengju kosningarétt og kjörgengi til þingkosninga litu dagsins ljós árið 1915. Átti að lækka aldurstakmarkið í skrefum um eitt ár á ári hverju þar til það væri komið niður í 25 ár til jafns við karlmenn. Það takmark hefði náðst árið 1931 að óbreyttri stjórnarskrá. Frá þessu var fallið árið 1920 og kosningaréttur karla og kvenna gerður jafn. Þessa merka viðburðar í Íslandssögunni verður minnst í Menningarvikunni laugardaginn 14. mars kl. 11:00 með veglegri dagskrá sem fer fram í samkomusal nýja íþróttamannvirkisins við Austurveg. Súpa og brauð verður í boði fyrir gesti.

>> MEIRA
100 ár frá ţví konur fengu kosningarétt - Minnst međ veglegri dagskrá

Fjölmenningarráđ međ viđburđi í Menningarviku

Menningarvikan að þessu sinni verður með fjölmenningarlegum blæ. Sett var á laggirnar fjölmenningarráð sem hefur í sameiningu undirbúið þrjá viðburði til þess að kynna menningu þessara þjóða fyrir Grindvíkingum. Jafnframt er tilgangurinn að kynna menningarvikuna fyrir íbúum hér með erlent ríkisfang. 

>> MEIRA
Fjölmenningarráđ međ viđburđi  í Menningarviku

Harpa danskennari fćr Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fær Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 við hátíðarlega athöfn í Grindavíkurkirkju kl. 17:00 laugardaginn 14. mars nk. við setningu Menningarviku. Þetta var einróma samþykkt í frístunda- og menningarnefnd en Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi. 

>> MEIRA
Harpa danskennari fćr Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar 2015

Forsala hefst í dag á Af fingrum fram - Jón Ólafsson og Gunnar Ţórđarson

Sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 verður spjalltónleikaröðin Af fingrum fram í sal tónlistarskólans í Grindavík en þetta er hluti af Menningarvikunni. Hún hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin í Salnum, Kópavogi. Gestgjafinn, Jón Ólafsson, hefur fengið til sín þekktustu tónlistarmenn landsins og farið með þeim í gegnum ferilinn auk þess að heyra sögurnar á bak við lögin. Gunnar Þórðarson þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en hann fagnaði á dögunum 70 ára afmæli.   

>> MEIRA
Forsala hefst í dag á Af fingrum fram - Jón Ólafsson og Gunnar Ţórđarson

Fjölbreytt dagskrá í Menningarviku í Grindavík 14.-22. mars

Menningarvika Grindavíkur verður haldin 14.-22. mars n.k. og er nú haldin í sjöunda sinn. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg þar sem vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem búið er að bóka í Menningarviku er; 

>> MEIRA
Fjölbreytt dagskrá í Menningarviku í Grindavík 14.-22. mars

Skráning á TAPAS námskeiđ í Menningarviku hafin

Nú styttist í Menningarvikuna sem verður 14.-22. mars nk. Miðvikudaginn 18. mars kl. 18:00 - 21:00 verður TAPAS námskeið með Erni Garðars frá Soho Catering í eldhúsi Grunnskólans í Iðunni. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari grunnskólans verður til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í TAPAS gerð og matreiða nemendur sjálfir og fara heim með afraksturinn. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá. Námskeiðið hefst kl. 18 og er í um 3 tíma. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5.500 kr.

>> MEIRA
Skráning á TAPAS námskeiđ í Menningarviku hafin

Fjölmenning í menningarviku

Undirbúningur fyrir Menningarvikuna 14.-22. mars n.k. stendur nú sem hæst en hún verður með fjölmenningarlegum blæ. Á dögunum hittist hópur Grindvíkinga með annað ríkisfang en íslenskt til þess að aðstoða við undirbúning menningarvikunnar. Er þetta vísir að fjölmenningarráði Grindavíkur en bakgrunnur þeirra sem mættu á þennan fund var frá Póllandi, gömlu Júgóslavíu, Filippseyjum og Tælandi.  

>> MEIRA
Fjölmenning í menningarviku

Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2015

Samkvæmt venju verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent í menningarvikunni sem haldin verður 15.-12. mars næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 25. febrúar næstkomandi.

>> MEIRA
Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2015
Bæjarfulltrúar

Meirihlutasamstarf í bæjarstjórn er með Sjálfstæðisflokki og Lista Grindvíkinga.

Myndbönd Ljósmyndir
Grindavík.is fótur