Saga Lautar

 • Laut
 • 17. desember 2018

Gleði - Hlýja - Virðing

Þetta eru einkunnarorð okkar á Leikskólanum Laut.
Á leikskólanum á að ríkja gleði, öllum skal sýna hlýju og virðingu.
Með þetta að leiðarljósi tryggjum við að börn,foreldrar og kennarar við skólann líði sem best í leik og starfi.

Leikskólinn við Dalbraut eins og hann var nefndur áður var fyrst tekinn í notkun árið 1977

 

Saga leikskólans.

Leikskólin Laut á upphaf sitt að rekja til þess að árið 1973 lögðu Helga Emilsdóttir (B)lista og Ólina Ragnarsdóttir (D) lista fram tillögu í sveitarstjórn Grindavíkur að hafist yrði handa um að undirbúa byggingu að nýjum leikskóla fyrir börn til að dvelja í hálfan daginn. Tillaga þessi fékk mjög misjafnar undirtektir hjá sumum sveitarstjórnarfulltrúum og töldu sumir að börnin gætu nú leikið sér áfram út í hrauni eins og hefði tíðkast hér á árum áður. En þær stöllur fylgdu tillögu sinni vel eftir og hafist var handa um að undirbúar byggingu að leikskóla fyrir 30. börn á tveimur deildum og yrði vistunartíminn annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi.

Í ágúst 1977 tók síðan leikskólinn til starfa og starfað sem tveggja deilda leikskóli þar sem blandaður aldur var frá 2. ára til 6. ára.

Árið 1993 var byggð þriðja deildin við leikskólann og bættust þá við 20. heilsdagspláss.

Allt fram til áramóta 2001 var einungis í boði vistunartími 4,5,6 tímar og heilsdagspláss voru  í boði í algjörum undantekningartilfellum.

Árið 2001 tók til starfa nýr leikskóli í Grindavík  4. deilda skóli og voru þá settar nýjar reglur um leikskólavistun í bæjarfélaginu. Í boði var vistun fyrir börn frá 18. mánaða aldri til 6. ára aldurs eða þar til grunnskólaganga hefst. Öll börn gátu fengið 8. tíma vistun eða lengur.

Leikskólinn Laut var þá aftur gerður að tveggja deilda leikskóla og breytt lítillega til að geta annað breyttu hlutverki.

 

Í bæjarstjórnarkosningum árið 2002 voru allir stjórnmálaflokkar með það á stefnuskrá sinni að byggja nýtt húsnæði fyrir Laut vegna þess að í mörg ár hefur það verið vitað húsnæðið gæti engan veginn talist boðlegt fyrir leikskólastarfsemi og  þeirra krafna sem til þannig uppeldisstarfs er gert.

Árið 2005 þann 4. maí var skóflustunga tekinn af nýju 700. fermetra húsnæði aðeins neðar í lautinni.

Flutt var í húsið þann 22 . maí 2006 og mun skólinn eftir leiðis starfa þannig að hægt er að vera með 98. heilsdagsrými í húsnæðinu.

Við flutninginn fékk skólinn loksins almennilega aðstöðu fyrir börnin-foreldra-og starfsmenn.

Í nýju húsnæði er gert ráð fyrir 4. heimastofum og hreyfi og listarými, rými fyrir sérkennslu eða einstaklingsþjálfun, undirbúningsherbergi fyrir starfsfólk og viðtalsherbergi.

Heimstofurnar eru nefndar Múli, Eyri, Hagi og Hlíð. Hreyfirými/salur er nefndur Akur. Listasalur er nefndur Skáli. Stór gangur liggur eftir endilöngu húsnæðinu sem hefur fengið nafnið Rásin en þetta svæði tengir ýmsa hluti húsnæðisins saman og verður einnig nýttur í hinu daglega starfi t.d. sem matsalur ofl.

Haustið 2015 var síðan tekin í notkun útistofa við leikskólann Laut og þar með var leikskólinn orðin fimm deilda. Útistofan fékk nafnið Garðhús eftir nafnasamkeppni bæði á meðal nemenda, foreldra og starfsfólks. Í Garðhúsum eru yngstu börn leikskólans.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

 • Lautafréttir
 • 29. mars 2019

Guđmundur tannlćknir í heimsókn í Laut

 • Lautafréttir
 • 1. febrúar 2019

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

 • Lautafréttir
 • 18. desember 2018

Prjónasystur komu fćrandi hendi

 • Lautafréttir
 • 19. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

 • Lautafréttir
 • 9. nóvember 2018

Lestrarátaki Lautar lokiđ

 • Lautafréttir
 • 7. nóvember 2018

Bangsaspítali í Lautinni - föstudaginn 26. okt

 • Lautafréttir
 • 23. október 2018