Lestrarátak í Laut

 • Laut
 • 20. desember 2017

Undanfarin ár höfum við í Lautinni í samstarfi við fjölskyldur nemenda okkar staðið fyrir lestarátaki á haustin og vorin. Undanfarin tvö ár höfum við safnað fjársjóðsteinum fyrir hana Línu langsokk, en fyrir hverja lesna bók fengu börnin að velja sér einn fjársjóðsstein og settu í fjársjóðskistuna hennar Línu. 

En þetta haustið var komið að honum Lubba en við vinnum einmitt mikið með bókina „Lubbi finnur málbein“ og ýmist kennsluefni tengt þeirri bók ásamt ýmsu heimagerðu leik- og námsefni. Nú þurftu börnin að hjálpa Lubba að safna málbeinum í hundaskálina sína, en við skrifuðum stafi á hundakex sem er eins og bein og fyrir hverja bók sem lesin var heima eða í leikskólanum gátu börnin valið sér málbein og gefið honum Lubba.

Það verður að segjast eins og er að niðurstöðurnar voru mjög góðar og enn eitt árið var mikil aukning á milli ára, vel gert kæru nemendur! Haustið 2016 voru lesnar samtals 1362 bækur en haustið 2017 voru lesnar 1758 bækur, sem aukning um heilar 396 bækur, eða rétt tæp 30%!

Svo eitt að lokum ef að ykkur vantar hugmynd af jólagjöfum fyrir börnin ykkar þá mælum við með bókinni Lubbi finnur málbein.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Lautarfréttir / 19. nóvember 2019

Óskum eftir !!!!

Lautarfréttir / 8. nóvember 2019

Ćvintýriđ um norđurljósin

Lautarfréttir / 4. nóvember 2019

Starfsemi milli jóla og nýárs

Lautarfréttir / 28. október 2019

Bangsaspítali Foreldrafélagsins

Lautarfréttir / 21. október 2019

Bangsaspítalinn mćtir í Lautina

Lautarfréttir / 21. október 2019

Starfsemi milli jóla og nýárs

Lautarfréttir / 14. október 2019

Margnota taupokar í stađ plastpoka

Lautarfréttir / 10. október 2019

Bleikur dagur föstudaginn 11 okt

Lautarfréttir / 4. október 2019

Blćr er á leiđinni

Lautarfréttir / 2. október 2019

Plastlaus leikskóli ?

Lautarfréttir / 30. september 2019

Lokađ á morgun 1.okt kl. 15:00 vegna starfsmannafundar

Lautarfréttir / 27. september 2019

Afsláttur og vottorđ

Lautarfréttir / 25. september 2019

Lestarátak í október - Lubbi finnur málbein

Lautarfréttir / 24. september 2019

Minnum á foreldrafundinn

Lautarfréttir / 20. september 2019

Foreldrafundur ţriđjudaginn 24.sep

Lautarfréttir / 18. september 2019

PMTO námskeiđ

Nýjustu fréttir

Kćru foreldrar

 • Lautarfréttir
 • 20. nóvember 2019

Skipulagsdagur á mánudaginn, 11. nóvember.

 • Lautarfréttir
 • 6. nóvember 2019

Námskeiđ um uppeldi barna međ ADHD

 • Lautarfréttir
 • 31. október 2019

Foreldraviđtöl í nóv

 • Lautarfréttir
 • 28. október 2019

Bílastćđi fyrir hreyfihamlađa

 • Lautarfréttir
 • 16. október 2019

Blćr er lentur

 • Lautarfréttir
 • 11. október 2019

Allt ađ gerast í Lautinni

 • Lautarfréttir
 • 10. október 2019