Ný skólastefna Grindavíkur til nćstu fjögurra ára

  • Fréttir
  • 19. desember 2013

Skólastefna Grindavíkur var samþykkt formlega í fræðslunefnd þann 25. september síðastliðinn og samþykkt í bæjarstjórn 17. desember. Hún byggir á gögnum frá skólaþingi 12. janúar 2013, frá hópastarfi á starfsdögum um grunnþætti á skólaárinu 2012-2013 og samræðum vinnuhóps um endurskoðun skólastefnunnar. Endurskoðun skólastefnu er hluti af þróunarverkefni skólaskrifstofu Grindavíkur og allra skóla í Grindavík við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í skólastarfið.

Stýrihópur þróunarverkefnisins ákvað samsetningu vinnuhópsins og skólar tilnefndu síðan fulltrúa. 

Í vinnuhópnum voru: 
- Þórunn Svava Róbertsdóttir fulltrúi fræðslunefndar
- Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Leikskólanum Króki
- Sigríður Guðmundsdóttir Hammer kennari Leikskólanum Laut
- Valgerður Ágústsdóttir fyrir hönd foreldra leikskólabarna
- María Eir Magnúsdóttir kennari Grunnskólans í Grindavík
- Kristjana Jónsdóttir kennari Grunnskólans í Gr.
- Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá foreldrafélagi grunnskólans
- Halldór Lárusson/Inga Þórðardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur
- Bjarnfríður Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Grindavíkur
- Kristinn Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi Grindavíkurbæjar
- Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu Grindavíkur

Skólastefnunni er ætlað að taka til allra þátta í uppeldis- og skólastarfi bæjarins. Markmiðið er að skapa framtíðarsýn í málaflokknum til næstu fjögurra ára og vera málefnalegur grundvöllur að umfjöllun og ákvörðunartöku um skólastarf í sveitarfélaginu. Vinna við innleiðingu á nýjum aðalnámskrám hófst formlega með umsókn í Sprotasjóð í febrúar 2012. Kynning á nýrri menntastefnu og grunnþáttum var í ágúst á vegum menntamálaráðuneytis og starfsdagar voru fjórir þar sem unnið var með grunnþættina og þeir tengdir skólastarfi þvert á skóla og stig. Í janúar var íbúaþing þar sem skoðanir íbúa fengust um hvernig grunn- þættirnir ættu að birtast í skólastarfi í Grindavík. Stýrihópur hefur verið að störfum frá vori 2012 og sérstakur vinnuhópur í endurskoðun skólastefnunnar með fulltrúum frá öllum hagsmunaaðilum. 

Eftirfarandi stefnumótandi markmið eru sett fram um ofangreinda starfsemi. Það er síðan á ábyrgð hverrar stofnunnar að útfæra leiðir í skólanámskrá og starfsáætlun til þess að framfylgja stefnunni. Skólaskrifstofu Grindavíkur er ætlað að fylgja stefnunni eftir í samvinnu við forstöðumenn stofnanna.

 Skólastefna Grindavíkur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Lautarfréttir / 13. október 2023

PMTO námskeiđ

Lautarfréttir / 21. september 2023

Nýr sandkassi tekinn í notkun í Laut

Lautarfréttir / 26. maí 2023

Bođađ verkfall

Lautarfréttir / 17. mars 2023

Engir bílar í lausagangi

Lautarfréttir / 16. mars 2023

Lesum saman

Lautarfréttir / 14. febrúar 2023

Skipulagsdagur miđvikudaginn 15 feb 08:00-12:00

Lautarfréttir / 18. nóvember 2022

Skipulagsdagur ţriđjudaginn 22 nóv

Lautarfréttir / 3. nóvember 2022

Bangsaspítalinn í Laut

Lautarfréttir / 25. október 2022

Bangsadagur í Lautinni

Lautarfréttir / 27. september 2022

Erum viđ ađ leita ađ ţér ?

Lautarfréttir / 22. september 2022

Foreldrafundur - ţriđjudaginn 27 sep

Lautarfréttir / 16. september 2022

Skipulagsdagur mánudaginn 19 sep

Lautarfréttir / 29. ágúst 2022

Lokađ kl.15:00 ţriđjudaginn 30.ágúst

Lautarfréttir / 17. ágúst 2022

Ađalnúmer óvirkt

Lautarfréttir / 10. ágúst 2022

Leikskóladagatal

Lautarfréttir / 4. júlí 2022

Sumarfrí

Lautarfréttir / 28. júní 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

Nýjustu fréttir

Bleikur dagur , föstudaginn 13.okt

  • Lautarfréttir
  • 11. október 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

  • Lautarfréttir
  • 29. ágúst 2023

Sumarfrí

  • Lautarfréttir
  • 5. júlí 2023

Sjóarinn síkáti - litagleđi

  • Lautarfréttir
  • 1. júní 2023

Lesum saman - fyrirkomulagiđ í Laut

  • Lautarfréttir
  • 17. mars 2023

Mömmu og ömmukaffi föstudaginn 17 feb kl.14:30

  • Lautarfréttir
  • 14. febrúar 2023

Pabba og afakaffi - Bóndadagur

  • Lautarfréttir
  • 17. janúar 2023

Gulur dagur - föstudaginn 4 nóv

  • Lautarfréttir
  • 3. nóvember 2022