Friđargangan 2013 á miđvikudaginn

  • Fréttir
  • 9. desember 2013

Hin árlega friðarganga Grindvíkinga verður miðvikudaginn 11. desember n.k. Gangan er samstarfsverkefni skólastofnanna í Grindavík. Gangan hefst kl. 09:00 og verður gengið fylktu liði frá hverjum skóla að Landsbankatúninu. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu. 

SKIPULAG:
• Nemendur Hópsskóla sameinast nemendum frá leikskólanum Króki á Stamphólsvegi og ganga niður Víkurbraut að Landsbankatúninu. 
• Nemendur grunnskólans mæta nemendum af leikskólanum Laut við lögreglustöðina og ganga upp Víkurbraut að Landsbankatúninu. 
• Nemendur tónlistarskólans koma inn í gönguna fyrir framan skólann. 

Nemendur í 8. bekk aðstoða við við að leiða 1. bekk úr Hópsskóla.
Nemendur í 9. bekk aðstoða við að leiða börn af leikskólanum Króki. 
Nemendur í 10. bekk aðstoða við að leiða börn af leikskólanum Laut.

Þessir nemendur mæta kl. 08:30, aðstoða við að klæða og fylgja börnunum í göngunni. Þau mynda hringi með leikskólabörnunum og fylgja þeim aftur í sinn leikskóla. Leikskólarnir bjóða upp á heitan drykk þegar komið er til baka.

DAGSKRÁ:
Hver árgangur grunnskólans frá 1. - 8. bekk myndar hring á Landsbankatúninu. Umsjónarkennarar upplýsa nemendur um fyrirkomulag göngunnar og tilgang. Umsjónarkennarar nemenda í 9. og 10. bekk undirbúa sína nemendur vel í því aðstoða yngstu börnin. Hvað felst í því, ábyrgð o.s.frv. Hvor leikskóli um sig myndar tvo hringi.
Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan verður örstutt þögn þar sem hver og einn upplifir friðinn í sjálfum sér. Að lokum munu allir syngja fjögur lög; Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Bráðum koma blessuð jólin, Snjókorn falla og Bjart er yfir Betlehem við undirleik Ingu Þórðardóttur, skólastjóra Tónlistarskólans í Grindavík. Stúlknakór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Að loknum söng gengur hver hópur til síns skóla.

Lögreglan mun aðstoða við að loka götum og starfsmenn HS Orku munu sjá til þess að slökkt verði á ljósastaurum milli kl. 08:45 - 09:45.

Leikskólarnir munu bjóða foreldrum að taka þátt í göngunni. Eldri borgurum verður send tilkynning og þeir hvattir til að taka þátt og mæta á Landsbankatúnið. 

Öllum Grindvíkingum velkomið að taka þátt í Friðargöngunni!

ALLIR NEMENDUR MÆTA MEÐ VASALJÓS OG LÝSA UPP SKAMMDEGIÐ INNRI BIRTU.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Lautarfréttir / 13. október 2023

PMTO námskeiđ

Lautarfréttir / 21. september 2023

Nýr sandkassi tekinn í notkun í Laut

Lautarfréttir / 26. maí 2023

Bođađ verkfall

Lautarfréttir / 17. mars 2023

Engir bílar í lausagangi

Lautarfréttir / 16. mars 2023

Lesum saman

Lautarfréttir / 14. febrúar 2023

Skipulagsdagur miđvikudaginn 15 feb 08:00-12:00

Lautarfréttir / 18. nóvember 2022

Skipulagsdagur ţriđjudaginn 22 nóv

Lautarfréttir / 3. nóvember 2022

Bangsaspítalinn í Laut

Lautarfréttir / 25. október 2022

Bangsadagur í Lautinni

Lautarfréttir / 27. september 2022

Erum viđ ađ leita ađ ţér ?

Lautarfréttir / 22. september 2022

Foreldrafundur - ţriđjudaginn 27 sep

Lautarfréttir / 16. september 2022

Skipulagsdagur mánudaginn 19 sep

Lautarfréttir / 29. ágúst 2022

Lokađ kl.15:00 ţriđjudaginn 30.ágúst

Lautarfréttir / 17. ágúst 2022

Ađalnúmer óvirkt

Lautarfréttir / 10. ágúst 2022

Leikskóladagatal

Lautarfréttir / 4. júlí 2022

Sumarfrí

Lautarfréttir / 28. júní 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

Nýjustu fréttir

Bleikur dagur , föstudaginn 13.okt

  • Lautarfréttir
  • 11. október 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

  • Lautarfréttir
  • 29. ágúst 2023

Sumarfrí

  • Lautarfréttir
  • 5. júlí 2023

Sjóarinn síkáti - litagleđi

  • Lautarfréttir
  • 1. júní 2023

Lesum saman - fyrirkomulagiđ í Laut

  • Lautarfréttir
  • 17. mars 2023

Mömmu og ömmukaffi föstudaginn 17 feb kl.14:30

  • Lautarfréttir
  • 14. febrúar 2023

Pabba og afakaffi - Bóndadagur

  • Lautarfréttir
  • 17. janúar 2023

Gulur dagur - föstudaginn 4 nóv

  • Lautarfréttir
  • 3. nóvember 2022