Ýmis hátíđahöld

 • 18. mars 2009

Þrettándagleði
Sú hefð hefur skapast í Grindavík að keðja jólin með veglegri þrettándagleði. Börn klæða sig upp í furðubúninga og banka upp í húsum í þeirri von um að fá góðgæti.

Dagskrá þrettándagleðinnar 2011 var eftirfarandi:Kl. 13:30 - 16:30 Börn ganga í hús og sníkja nammi.

Kl. 16:30 Andlitsmálun í anddyri íþróttahússins - skráning í búningakeppnina. Keppnin verður þrískipt, leikskólabörn, 1. - 4. bekkur og 5. - 7. bekkur.

Kl. 17:00 Dagskrá í íþróttahúsi:
Atriði frá fimleikadeild
Álfakóngur og álfadrottning syngja
Dans ársins - nemendur frá Dansskóla Hörpu sýna
Útnefning á Grindvíking ársins
Úrslit úr búningakeppni
Jólasveinar koma í heimsókn

Kl. 17:30 - 18:00 Grímuball - allir taka þátt.

Kl. 18:00 Gengið fylktu liði niður að Kviku, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur - kyndilberar frá unglingadeildinni Hafbjörgu.

Kl. 18:15 Glæsileg flugeldasýning í boði Grindavíkurbæjar.

Kaffi- og eða sjoppusala í íþróttahúsinu á vegum 8. flokks í körfuknattleik. Allur ágóði rennur í ferðasjóð.

ATH: þeim tilmælum er beint til foreldra, að sú hefð, að börn og unglingar gangi í hús og sníki sælgæti verði framkvæmd á laugardag en ekki föstudaginn 6. janúar.

ATH: Breyting á dagsetningu er gerð í samráði við Björgunarsveitina Þorbjörn.

Þrettándagleðin er samstarfsverkefni Frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar og
Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.

 

Sumardagurinn fyrsti
Ýmislegt er til gamans gert á sumardaginn fyrsta. Dagskráin 2011 var eftirfarandi:Kl. 11:00 Árlegt víðavangshlaup Grindavíkur. Hlaupið verður að þessu sinni ræst frá sundlauginni. Skráning í sundlaug Grindavíkur frá kl. 10:30. Hlaupið er ætlað bæði leik- og grunnskólabörnum. Allir sem taka þátt fá þátttökuverðlaun. Hér má sjá hlaupaleiðir. Foreldrafélag Grunnskólans verður með veitingasölu. Hoppukastali í boði Landsbankans í Grindavík.
FRÍTT Í SUND FYRIR ALLA BÆJARBÚA ALLAN DAGINN. (opið til kl. 10:00-15:00)

Kl. 11:30 List án landamæra. Nemendur í Námsveri grunnskólans opna sýningu á verkum sínum í sundlaug Grindavíkur. Sýningin verður opin til 1. maí á opnunartíma sundlaugarinnar.

Kl. 15:30 í Hópsskóla: Bókasafn Grindavíkur býður upp á leiksýningu. ,,Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér" eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur.
Leikfélag Keflavíkur sem sýnir. Verkið er að hluta endurskrifað og staðfært og léttum lögum bætt við.
Lóma tröllastelpa er að byrja í skóla, en hún er svolítið öðruvísi en hinir krakkarnir í bekknum. Ýmsar skemmtilegar persónur og furðuverur eru þarna á ferð og ná vel til áhorfenda á öllum aldri.

Dagskrá Sumardagsins fyrsta er styrkt af Menningarráði Suðurnesja, Grindavíkurkaupstað, Landsbankanum, Þorbirni hf og Sparisjóðnum.

 

17. júní
Hátíðardagskrá í tilefni 17. júní hefur verið með hefðbundnum hætti í Grindavík undanfarin ár. Dagskráin hefst með því að fánar eru dregnir að húní. Hátíðarguðsþjónusta er í Grindavíkurkirkju kl 10:00. Dagskráin 2011 var eftirfarandi:Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni.

Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
• Sr. Elinborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.
• Ræðumaður : Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
• Einsöngvari : Berta Dröfn Ómarsdóttir.
• Kór Grindavíkurkirkju syngur ættjarðarsálma undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur organista.
• Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Kl.14:00. Karamelluregn á Landsbankatúninu.

Kl.14:15. Skrúðganga frá Landsbankatúninu að Íþróttasvæði knattspyrnudeildar UMFG við Gula húsið.

Kl.14:30. Skemmtidagskrá á túninu við Gula húsið.
• Setning : Forseti bæjarstjórnar Bryndís Gunnlaugsdóttir flytur ávarp.
• Ávarp fjallkonu: Rakel Eva Eiríksdóttir.
• Söngatriði: Pálmar Guðmundsson tekur nokkur létt lög.
• Helgi töframaður sýnir töfrabrögð.
• Söngvakeppni 14 ára og yngri. ( Forkeppni verður haldin í Kvennó fimmtudaginn 16. júní kl. 18:00, skráning á staðnum).
• Solla stirða ásamt föruneyti mætir á staðinn.
• Hoppukastalar.
• Andlitsmálun fyrir hressa krakka.
• Knattspyrnuþrautir.
• Golfþrautir.
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak.
• Kynnir er Þorsteinn Gunnarsson.

Slysavarnarsveitin Þórkatla verður með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum.
Kl. 17:00 Dagskrárlok.

Umsjón: Knattspyrnudeild UMFG og íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkurbæjar.

 

Jónsmessuganga
Ein skemmtilegasta uppákoman í Grindavík ár hvert er Jónsmessugangan sem Grindavíkurbær stendur fyrir í samstarfi við Bláa lónið. Safnast er saman við Sundlaug Grindavíkur kl. 20.30 og gengið þaðan á Þorbjarnarfell. Þar er tendraður varðeldur og brekkusöngur ómar svo um allt Reykjanes og ýmsir skemmtikraftar hafa komið þar og tekið lagið. Áfram er svo gengið í Bláa lónið þar sem skemmtunin heldur áfram. Mjög góð þátttaka hefur verið í Jónsmessugöngunni undanfarin ár.
Dagskrá Jónsmessunnar 2011 var eftirfarandi:Lagt verður af stað gangandi frá sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för. Allir eru á eigin ábyrgð.

Hreimur Örn Heimisson og Vignir Snær Vigfússon úr Vinum Sjonna munu skemmta með söng og spili við varðeld á fjallinu og einnig í Bláa Lóninu þar sem gangan endar.

Bláa Lónið er opið óvenju lengi þetta kvöld eða til klukkan 24:00.
Enginn þátttökukostnaður er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang í Bláa Lónið. Þáttakendur eru hvattir til að skrá sig í Vinaklúbb Bláa Lónsins og fá þá sérkjör í Bláa Lónið: aðeins 1950 kr aðgangseyri. Skráðu þig í Vinaklúbb Bláa Lónsins hér.

Félagar í Vinaklúbbnum eiga einnig möguleika á vinningum þetta kvöld:
Árskort í Bláa Lónið
Aðgang í Betri stofu Bláa Lónsins
Kvikan - aðgangur að báðum sýningum fyrir 2
Cafe Kvikan - Kaffi og kaka fyrir 2
Mamma mía - Pizza fyrir 2
Fjórhjólaævintýri - Ævintýraferð fyrir 2
Gisting á tjaldsvæðinu í Grindavík - 4 nætur fyrir 2

Sætaferðir
Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.
Reykjanesbær - Sundlaug Grindavíkur - Bláa Lónið - Reykjanesbær: 1.500 kr.
BSÍ - Sundlaug Grindavíkur - Bláa Lónið - BSÍ: 3.200 kr.
Bláa Lónið - Sundlaug Grindavíkur: 500 kr.

 

Réttir
Þórkötlustaðaréttir eru yfirleitt haldnar um miðjan september en þær hafa verið gríðarlega vinsælar. Smalað er í afrétti Grindvíkinga á föstudegi og dregið í dilka á laugardegi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að bjóða upp á skemmtilega dagskrá í tengslum við Þórkötlustaðaréttir.
Dagskráin 2011 var eftirfarandi:
Þórkötlustaðaréttir verða á laugardag kl. 14:00. Búist er við margmenni. Haustmarkaður handverksfólks verður starfræktur á svæðinu og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta. 

Tendrun jólatrés
Í upphafi aðventu er hefð að kveikja á bæjarjólatrénu á lóð Landsbankans við hátíðlega athöfn. Í kjölfarið er kveikt á jólatrénu í kirkjugarðinum. Auk þess er boðið upp á ýmsa aðra dagskrá.
Dagskráin í tengslum við tendrun jólatrésins í desember 2011:
Kveikt verður á jólatré Grindavíkurbæjar á lóð Landsbankans á morgun, laugardag, kl. 18:00, við hátíðlega athöfn. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grindavíkur. Jólasveinarnir hafa tilkynnt að þeir muni koma í heimsókn til þess að gleðja ungviðið.

Grindvíkingar á öllum aldri eru hvattir til þess að fjölmenna á Landsbankatúnið í jólaskapi.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018