Grunnskóli Grindavíkur

Almennar upplýsingar

Grunnskóli Grindavíkur er heildstæður skóli með 461 nemanda frá 1. - 10. bekk. Í húsnæði við Suðurhóp 2 er 1. til 3. bekkur en í húsnæði við Ásabraut 2 er 4. til 10. bekkur. Skólinn er einsetinn og eru tvær til þrjár bekkjardeildir í hverjum árgangi. Íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð og sundlaug bæjarins.

Við skólann starfa alls 77 starfsmenn, kennarar og stjórnendur, námsráðgjafi, stuðningsfulltrúar, starfsmenn við Skólasel og Eldinguna, ritarar og umsjónarmenn húsnæðis. 

Skipulagsbreyting í stjórnunarmálum skólans átti sér stað haustið 2001. Síðan þá hafa deildarstjórar starfað samhliða kennslunni en þeir eru hluti af stjórn skólans og teljast ekki lengur almennir kennarar. Haustið 2000 var ný skólabygging tekin í notkun sem bylti allri aðstöðu. Byggingin hýsir elstu bekki skólans, mötuneyti nemenda, list- og verkgreinastofur ásamt hátíðarsal skólans. Í janúar 2010 var byggð ný skólabygging sem fékk nafnið Hópsskóli þar sem er yngsta skólastigið. Leikfimi- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð og sundlaug bæjarins.

Grunnskóli Grindavíkur starfar samkvæmt uppbyggingastefnunni.

Grunnskóli Grindavíkur starfar samkvæmt grunnskólalögum  og reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólanum.

Skólastjóri er Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir. Aðstoðarskólastjóri er Guðlaug Erlendsdóttir.

Skrifstofa Grunnskóla Grindavíkur er opin:
Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 07:45 - 16:00
Föstudaga kl. 07:45 - 15:00

Foreldrar/aðstandendur geta skráð veikindi í gegnum heimasíðu skólans . Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða símhringingu.
Vakin er athygli á því að tilkynna þarf veikindi daglega.

Sími skólans er 420 1200
skolinn@grindavik.is

Skólaritarar eru Gerður Marín Gísladóttir (fyrir hádegi) og Kristín Guðmundsdóttir (eftir hádegi).

Umsjónarmaður fasteigna er Daníel Júlíusson s. 660-7307.

Heimasíða grunnskólans:
Ritstjórar veturinn 2017-2018

eru  Kristín Gísladóttir og  Smári Jökull Jónsson

 

Hægt að senda póst beint á ritstjóra.