Grunnskóli Grindavíkur

Skólastarfiđ

Kurteisi, virðing og vinátta

Við erum sammála um að kurteisi, virðing, vinátta og sjálfsagi stuðli að farsæld í samskiptum og velgengni í skólanum. Almenn kurteisi er m.a. að heilsa og taka undir kveðjur annarra, biðjast afsökunar þegar það á við og þakka fyrir sig. Það er ekki kurteisi að ryðjast áfram, vera með fyrirgang og háreysti eða nota ljót orð. Áreitni, svo sem stríðni, hrekkir, slagsmál og einelti er óviðunandi hegðun. Kurteisi leiðir fremur af sér meiri gleði og ánægju í skólastarfinu.

Þess vegna leggjum við áherslu á
· að skapa rólegt og gott yfirbragð í  kennslustofum, á göngum og á sal
· að nemendur og starfsfólk sýni hvert öðru kurteisi og tillitssemi
· að raða skóm á rétta staði, hengja föt á snaga, ganga vel um námsgögn og búnað skólans
· hrein borð, rusl í ruslafötur og þrifalegar kennslustofur
· jákvæðni og góða samvinnu um nám í kennslustundum

Skýr mörk - að þekkja sitt hlutverk

Til þess að skólastarfið geti gengið sem best fyrir sig og skilað góðum árangri, verðum við öll að vinna samkvæmt ákveðnum reglum sem skólasamfélagið er sammála um að þurfi að gilda. Þær reglur eru leiðbeinandi fyrir okkur í samskiptum við aðra og umgengni. Þær leiðbeina okkur líka ef vandi kemur upp.

Hér eru skólareglurnar mikilvægur þáttur og vinna nemenda með sínum kennurum í að gera bekkjarsáttmála, og ræða ,,mitt og þitt hlutverk". Umræður sem snúast um spurningar eins og:
- Hvernig nemendi vil ég vera?
- Hvernig bekkur viljum við vera?
- Hvernig skóla viljum við hafa?

Þessar spurningar eru mikilvægar í því að allir beri ábyrgð á sinni veru í skólanum.

>> Grunnsskólinn í Grindavík vill vera umhyggjusamur skóli með skýr mörk.