Grunnskóli Grindavíkur

Skólaseliđ

 


Skólasel, staðsett í Hópsskóla:
Sími 420 1287
Farsími 660 7321

Umsjón með Skólaseli hefur
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
sigurbjorg@grindavik.is

Aðrir starfsmenn:
Danijela Jugovic
Hildur Bender
Sylwia Ostrowska
Jasmína Gjurcevska
Ástríður Hákonardóttir
Nemanja Latinovic

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. Þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja veru barna sinna í skólanum eftir að kennslu lýkur til kl: 16:15 eða til kl: 17:00 ef lágmark 10 börn eru skráð á þann tíma.

Markmið starfsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins, foreldra og atvinnulífs með því að skapa börnunum öruggan og notalegan samastað að skóla loknum. Dagurinn skiptist í frjálsan leik úti og inni og skipulagt starf svo sem föndur, leiki ofl. Lögð er áhersla á friðsamleg og jákvæð samskipti barna og fullorðinna og að dvölin geti verið lærdómsrík og skemmtileg.

Lokað er í vetrar-, jóla- og páskafríi, einnig á árshátíðardegi og vorgleði. Á öðrum skóladögum, þar sem vikið er frá venjulegu skipulagi s.s. á öskudegi og þemadögum opnar Skólasel um leið og dagskrá skóladagsins lýkur. Lokað er á starfsdögum.

Vegna aukinnar eftirspurnar í Skólaselið undanfarin skólaár, óskum við nú eftir að foráðamenn sæki um vistun á tímabilinu 10. júní – 15. júlí  fyrir skólaárið 2016 - 2017. Ef sótt er um eftir 15. júlí fer umsókn á biðlista. Reynt verður að greiða úr biðlistanum eins fljótt og auðið er.

Sækja þarf um lágmark þrjá daga og þarf vistunartíminn að vera sá sami. Hægt er að kaupa 15 mínútur yfir heila tímann. Gjaldskrá er inn á Íbúagátt Grindavíkur  en einnig má sjá gjaldskrá  hér fyrir neðan. Greiða þarf fyrirfram hvern mánuð. Boðið er upp á hressingu. Verð á hressingu er 200 kr. fyrir hvern dag vistunar. Ef foreldrar óska að segja upp vistun þarf að láta umsjónarmann vita minnst 15 dögum fyrir mánaðamót.

 

Allar upplýsingar fást hjá Sigurbjörgu umsjónarmanni Skólasels í síma 6607321 eða á póstfangið sigurbjorg@grindavik.is  til 10. júní og eftir 10. ágúst.

Hægt er að kaupa áskrift að Skólaselinu samkvæmt eftirfarandi:
Allir dagar til kl. 14:00 - gjaldflokkur 1 (6.670.- 1.jan. 2016)  + síðdegishressing
Allir dagar til kl. 15:00 - gjaldflokkur 2 (11.990.- 1.jan. 2016) + síðdegishressing
Allir dagar til kl. 16:00 - gjaldflokkur 3 (17.550.- 1.jan. 2016) + síðdegishressing
Allir dagar til kl. 17:00 - gjaldflokkur 4 ( 26.320.-1. jan. 2016). + síðdegishressing
Til þess að þessi möguleiki fari af stað - verða a.m.k. 8 börn að sækja um. Ath. hærra verð pr. klst. 450 kr.
Þrír dagar til kl. 15:00 - gjaldflokkur 1,1 7.980kr. + síðdegishressing
Þrír dagar til kl. 16:00 - gjaldflokkur 2,1 11.990. kr. + síðdegishressing
Fjórir dagar til kl. 15:00 - gjaldflokkur 2,2 11.990. kr. síðdegishressing
Fjórir dagar til kl. 16:00 - gjaldflokkur 2 ,3 14.620. kr. + síðdegishressing
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00. Verð: 120.-
Tíminn frá kl. 16:00 til 17:00 er á hærra gjaldi 450.- kr. klst.
Síðdegishressing 200 kr. (1. jan. 2016 )