Grunnskóli Grindavíkur

Leikir í Hópinu

Stígvélakast og Símon segir og fleiri góðir leikir voru í gangi á leikjadegi í Hópinu með nemendum í 1.-3. bekk. Það var fjör, allir virkir í sínum hópum þar sem þeir færðust á milli stöðva og allt gekk rosa vel. Börnin eru vel öguð og eru dugleg að fylgja fyrirmælum eftir íþróttakennsluna í vetur.

>> MEIRA
Leikir í Hópinu
Á Reykjanesi er margt ađ sjá

Á Reykjanesi er margt ađ sjá

Fjórði bekkur fór í vorferð sína á Reykjanesið í morgun. Lagt var af stað kl. rúmlega átta með rútu og ferðinni fyrst heitið í Orkuverið Jörð í Reykjanesvirkjun. Síðan var ferðinni heitið að Brúnni milli heimsálfa og að lokum farið í Víkingaheima og húsdýragarðinn í Innri-Njarðvík en þar má sjá kálfa, lömb, kiðlinga, landnámshænur, geitur og kanínur. Börnin lærðu margt og mikið og skemmtu sér vel eins og meðfylgjandi myndir sína. Fleiri myndir er hægt að skoða á Facebook síðu skólans.

>> MEIRA
Sýn foreldra á skólastarfiđ - Foreldrar hafa áhrif - í dag kl. 17:00

Sýn foreldra á skólastarfiđ - Foreldrar hafa áhrif - í dag kl. 17:00

Skólaskrifstofa Grindavíkur og Grunnskóli Grindavíkur bjóða foreldrum til kaffihússfundar mánudaginn 29. maí nk. frá kl. 17:00 - 18:30 í Hópsskóla.

>> MEIRA
Vorferđ í Selskóg

Vorferđ í Selskóg

Senn líður að lokum skólaársins. Ein af skemmtilegu hefðunum á hverju vori er að fara í göngu í Selskóg með alla nemendur yngsta stigs. Grillaðar eru pylsur og útiveru notið til hins ýtrasta.  Skógurinn er skemmtilegt leiksvæði og má á góðum degi rekast á kanínur og jafnvel fleiri ferfætlinga!

>> MEIRA
Atvinna - Ađstođarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs

Atvinna - Ađstođarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. 

>> MEIRA