Grunnskóli Grindavíkur

Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár

Í byrjun september var valið í nemendafulltrúaráðið eða Stuðboltana eins og það er kallað.   Funduðu Stuðboltar þann 14. september sinn fyrsta fund skólaárið 2017-18.  Hugmyndin að baki ráðinu er að auka nemendalýðræði og gefa nemendum kost á að taka þátt í ákvörðunartökum og þannig að bæta skólabrag Grunnskóla Grindavíkur. Hver bekkur hefur einn fulltrúa í ráðinu og annan til vara og fá þeir tækifæri til að koma með hugmyndir að bættum skólabrag og betri líðan nemenda.

>> MEIRA
Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
Allskonar form í umhverfinu

Allskonar form í umhverfinu

Nemendur í fyrsta bekk eru að læra um form, þríhyrninga, ferhyrninga, ferninga, hringi og fleira. Í morgun skelltu þau sér svo út á skólalóð og leituðu að allskonar formum í umhverfinu. Bekknum var skipt í tvennt og meðan stelpurnar leituðu að formum á skólalóðinni léku strákarnir sér í allskyns leikjum á sparkvellinum og síðan fundu strákarnir form meðan stúlkurnar fóru í stórfiskaleik og fleira.  Þeim fannst þetta rosalega skemmtilegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og fleiri skemmtilegar myndir má sjá á Facebook síðu skólans.  

>> MEIRA
Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur, rćsting

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur, rćsting

Starfsmenn óskast í ræstingu við Grunnskóla Grindavíkur. Vinnutími samkvæmt samkomulagi.
Upplýsingar veitir Guðbjörg Sveinsdóttir, skólastjóri, í síma 420-1200.

>> MEIRA
Nemendur lásu á leikskólunum

Nemendur lásu á leikskólunum

Föstudaginn 8. september var alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni fóru nokkrir nemendur úr 8. bekk grunnskólans og lásu fyrir nemendur á leikskólunum Laut og Krók.

>> MEIRA
Örtröđ í Ţrumubakaríinu

Örtröđ í Ţrumubakaríinu

Annan hvern föstudag sér nemenda- og Þrumuráð um bakarí í Þrumunni. Í dag var boðið uppá Krispy Kreme kleinuhringi. Röðin hefur aldrei verið lengri, færri fengu en vildu og seldust kleinuhringirnir upp á örfáum mínútum! Afgreiðslufólkið var óvenju prúðbúið þar sem í dag var „Fancy Friday" þar sem nemendur eru hvattir til að mæta í sparifötum í skólann.

>> MEIRA