Grunnskóli Grindavíkur

Kennarar úr Kópavogi í heimsókn

Þrír kennarar úr Kópavogi komu í heimsókn í 2. bekk í morgun til að kynna sér teymiskennslu, en Grunnskóli Grindavík er þekktur fyrir góðan árangur af teymiskennslu.  Ákveðið hefur verið að taka upp teymiskennslu í skólum í Kópavogi og voru þetta umsjónarkennarar í 2. bekk í Álfhólsskóla.  Börnin tóku vel á móti gestunum og voru skólanum sínum til sóma eins og sést á meðfylgjandi myndum.  

>> MEIRA
Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
Snyrtilegir fyrstu bekkingar

Snyrtilegir fyrstu bekkingar

Janko húsvörður í Hópsskóla var svo ánægður með fyrsta bekk í gær að hann gat ekki annað en tekið mynd af skóhillunni þeirra. Hann sagði að þau fengu fyrstu verðlaun í uppröðun á skóm. Svona á að gera þetta.

>> MEIRA
Óskilamunir

Óskilamunir

Töluvert er af óskilamunum bæði í húsnæðinu við Ásabraut sem og í Hópsskóla. Á báðum stöðum er búið að koma óskilamununum fyrir við skógrindur við inngangana og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að líta eftir hvort eitthvað gæti leynst þar sem þau kannast við.

>> MEIRA
Gleđilegt ár

Gleđilegt ár

Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur óskar ykkur öllum gleðilegs árs. Skólastarfið fer vel af stað og hafa fyrstu dagarnir á nýju ári gengið vel. Börnin komu glöð og ánægð í skólann eftir fríið og fannst gott að komast í rútínuna aftur. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr starfinu í fyrsta bekk.

>> MEIRA
Jólakveđja frá Grunnskóla Grindavíkur

Jólakveđja frá Grunnskóla Grindavíkur

Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá að loknu jólaleyfi föstudaginn 5. janúar 2018.

 

>> MEIRA