Grunnskóli Grindavíkur

Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, var fagnað í tuttugasta og annað sinn í gær fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Í því tilefni var nemendum í Hópskóla boðið upp á tónlistarflutning í hádeginu. Þrír nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu, þau Hekla Sóley Jóhannsdóttir, Þórey Tea Þorleifsdóttir og Lance Leó Þórólfsson. Hekla og Þórey spiluðu saman Vögguvísu og Vorvísu á þverflautu og Lance Leó spilaði lagið Trommusneril á trommu. Hægt er að fræðast meira um Jónas Hallgrímsson og Dag íslenskrar tungu hér.  

>> MEIRA
Dagur íslenskrar tungu
Fundur í skólaráđi

Fundur í skólaráđi

Fundur í skólaráði var haldinn í gær miðvikudaginn 15. nóvember 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi.
1. Kynning á skólaráði, helstu verkefnum og fulltrúum
2. Starfsáætlun Grunnskóla Grindavíkur.
3. Innra mat.
4. Önnur mál

Hægt er að lesa um skólaráðið og fundargerðir hér.

>> MEIRA
Spurningakeppnirnar komnar af stađ

Spurningakeppnirnar komnar af stađ

Spurningakeppnirnar á mið- og unglingastigi eru komnar af stað. Mikil eftirvænting ríkir hjá nemendum sem hafa eytt miklum tíma í undirbúning á síðustu vikum.

>> MEIRA
Jólagleđi og árshátíđ

Jólagleđi og árshátíđ

Á vorönn 2017 var haldið nemendaþing með nemendum úr 7.-10. bekk þar sem umræðuefnið var félagslíf skólans og Þrumunnar. Á þinginu var rætt um fyrirkomulag jólagleði og árshátíðar. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á jólagleði og árshátíð í kjölfar þingsins.

>> MEIRA
Vinabekkjadagurinn í dag

Vinabekkjadagurinn í dag

Vinabekkjadagurinn var haldinn í dag. Dagurinn gekk mjög vel og ýmislegt var brallað í öllum hornum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir er hægt að sjá á Facebook-síðu skólans.

 

>> MEIRA