Grindavik Experience

  • 16.03.2009
Grindavik Experience

Grindavík Experience (Upplifðu Grindavík) var stofnað 28. október 2008 af fjórtán ferðaþjónustuaðilum í Grindavík.

Aðdragandann að stofnun Grindavík Experience má rekja til þátttöku margra þessara aðila að námskeiðinu Hagvöxtur á Heimaslóð fyrir Suðurnes (HH-verkefni) á vegum Útflutningsráðs í byrjun árs 2008 og þeirra hugmynda sem þar kviknuðu. 

Markmiðið með klasasamstarfi Grindavík Experience (GE) er að byggja á þessari sterku og jákvæðu ímynd Grindavíkur og styrkja hana í sessi til að efla ferðaþjónustu í Grindavík og á Suðurnesjum og fjölga þar störfum. Þannig er markmið GE m.a. að kynna:

• Gististaði, veitingahús og aðra grunnþjónustu fyrir ferðamenn
• Afþreyingu, s.s. söfn og sýningar, gönguferðir, hjólaferðir og aðra útivistarmöguleika
• Sérstæða náttúru, merka jarðsögu og menningarminjar innan sveitarfélagsins.
• Sögulega viðburði s.s. landnám svæðisins, Tyrkjaránið og baráttum um verslunaryfirráð í Grindavík.
• Sögu og lífsbaráttu íbúanna í gegnum aldirnar.
• Þjóðsögur á svæðinu.
• Bað- og heilsustaðinn Bláa lónið

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR