GRAL

 • 18. mars 2009

Þann 21. nóvember árið 2007 stofnuðu grindvísku atvinnuleikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Víðir Guðmundsson formlega til félagsskaparins GRAL.
GRAL er skammstöfun á GRindvískir AtvinnuLeikarar.
Netfang: beggipopp@gmail.com

Meginmarkmið félagsins er að taka þátt í þjóðfélagsumræðum, hafa áhrif á listalíf í landinu (og þá helst í Grindavík) og álykta í hinum ýmsu málum á opinberum vettvangi ásamt því að gera grindvískum ungmennum auðveldara að feta veg listarinnar sé það mögulegt.

Sýningar GRAL:
21 manns saknað (nóvember 2008)
Með horn á höfði (september 2009)
Endalok alheimsins (nóvember 2011) 

Félagatal: Bergur Þór Ingólfsson og Víðir Guðmundsson enda ekki um fleiri grindvískra atvinnuleikara að ræða.

Eitt af háleitum markmiðum félagsins er að fjölga til muna í félaginu á komandi árum og skal grindvísk menning vega jafnhátt og sjávarútgerð í Grindavík innan tveggja áratuga - allavega í huga almennings í landinu. Fjölgunin mun þó frekar miðast við gæði en magn þótt stundum megi magn teljast gæði.

Á þessum rúmu tveimur lífmánuðum félagsins hafa háleitar hugsjónir þess gildnað, þroskast og blásið út.
Til þess að ná markmiðum sínum hyggjast félagsmenn nú stofna FYRSTA ATVINNULEIKHÚSIÐ Í GRINDAVÍK og skal það bera sama nafn og félagið: GRAL (eða GRINDVÍSKA ATVINNULEIKHÚSIÐ).

MARKMIÐ:
GRAL skal setja upp leiksýningar í Grindavík sem standast þær bestu gæðakröfur sem gerðar eru til atvinnuleikhúss í landinu.
GRAL skilgreinir sig sem grindvískt menningarfélag og skal þessvegna leitast við að efla grindvíska menningu með ýmsum hætti.
GRAL skal tileggja áherslu á að setja upp leiksýningar sem tengjast grindvískri sögu og/eða menningu.
GRAL skal setja a.m.k. upp eina leiksýningu á ári næstu fjögur árin og fleiri ef efni standa til.
GRAL skal leitast við að ráða til starfa grindvíska listamenn sem og tæknifólk.
GRAL skal hvetja grindvíska listamenn til dáða.
GRAL skal efla og kynna grindvíska menningu á lands- og jafnvel heimsvísu eins djarflega og aðstæður leyfa.
GRAL skal miðla þekkingu sinni til áhugaleikhúss í bæjarfélaginu eins og kostur er.
Til þess að framangreind atriði nái fram að ganga verður að taka tillit til þess að Grindavík er hluti af Íslandi, sem er síðan hluti af umheiminum og til þess að einangrast ekki er félaginu leyfilegt að fá til sín utanaðkomandi þekkingu ef þurfa þykir og skulu ferskir menningarvindar allstaðar að fá að blása óáreittir um starfsemi félagsins. GRAL er því hvorki átthagafélag né þjóðernishreyfing.
GRAL mun leytast við að fá gestasýningar frá öðrum atvinnuleikhúsum til bæjarins til að stuðla að fjölbreytni í menningarflórunni.
Þótt leikhús sé ekki steinsteypa stefnir GRAL að því að vera komið með fast húsnæði fyrir haustið 2012.


MANIFESTO

1. Jafnrétti, frelsi, bræðralag.
2. Listin er óháð hverskyns trúarhópum, stjórnmálaskoðunum, félagasamtökum eða stofnunum. Hún er spegill á mannlífið og tekur þá afstöðu sem henni býður hverju sinni.
3. Enginn maður er æðri andanum.
4. Kærleikurinn er afl.
5. Til að manneskjan þrífist þarf hún á sögum að halda til jafns við mat og drykk.

VERKEFNASKRÁ

2008 - 21 manns saknað
Séra Oddur V. Gíslason sóknarprestur í Grindavík átti erfiða og oft skrautlega ævi. Má nefna að hann þurfti að nema burt stúlkuna sem hann elskaði til að geta kvænst henni ásamt því að hann var forvígismaður um slysa- og sjóvarnir á Íslandi. Þá átti hann í höggi við stórkaupmenn í Grindavík vegna áfengislaga en átti sjálfur við áfengisvandamál að stríða. Epísk ævisaga merkilegs manns.
Höfundur og leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
Leikari: Víðir Guðmundsson.
Sýnt í Saltfisksetrinu í Grindavík. Var áður sýnt í Grindavíkurkirkju árið 2000 með tveimur áhugaleikurum og var annar þeirra Víðir Guðmundsson.

2009 - Horn á höfði
Barnaleikrit sem heitir Horn á höfði og fjallar um strák sem vaknar einn dag með horn á hausnum. Hann og Jórunn vinkona hans reyna að finna út hvernig á þessu stendur og það kemur í ljós að vandamálið tengist Hafur-Birni, landnámsmanni í Grindavík og álögum sem hvíla á staðnum. Þau félagarnir verða því að koma í veg fyrir einhverskonar grindvískan heimsendi og lenda í ýmsum ævintýrum í þeim björgunarleiðangri.
Leikarar og listrænir stjórnendur:
Leikarar: Víðir Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson.
Handrit: Bergur Þór Ingólfsson og Guðmundur Brynjólfsson.
Leikmynd- og búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir.
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson.
Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson.
Teikningar: Högni Sigþórsson
Sviðshreyfingar: Bergur Þór Ingólfsson og leikhópurinn.

2011 - Endaleik alheimsins
Bráðfyndinn gamanharmleikur sem fjallar um Stefni, Freyju, Jón og Elvis, síðustu fjórar mannverurnar á jarðríki, sem reyna að komast að því hvernig hægt sé að halda áfram eftir endalokin. Einn leitar að mat í rústunum á meðan annar telur að skipulag sé eina leiðin til að lifa af. Síðasta konan þarf að gæta velsæmis á meðan karlarnir berjast um völdin. Hver á að elda síðustu ýsuna? Eru kartöflur nauðsynlegar með ýsunni eftir að heimurinn hefur farist? Er siðferðislega rangt að borða bækur? En að borða hvert annað? Enginn hefur svar á reiðum höndum því allir forðast öll umræðuefni sem upp koma eins og heitan eldinn. 
Leikarar og listrænir stjórnendur:
Leikarar: Víðir Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson.
Handrit: Bergur Þór Ingólfsson og Guðmundur Brynjólfsson.
Leikmynd- og búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir.
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson.
Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson.
Teikningar: Högni Sigþórsson
Sviðshreyfingar: Bergur Þór Ingólfsson og leikhópurinn. 

ÁHRIF

Leikhúsið mun draga að sér áhorfendur úr öðrum byggðarlögum. Sérstaklega skal nefna Séra Odd sem á erindi við allar Slysavarnadeildir á landinu nú á afmælisári.
Störf innan leikhússins munu ekki vera mörg til að byrja með en búast má við að a.m.k. tíu ný störf muni skapast um hverja sýningu.
Margföldunaráhrif í verslun og þjónustu eru umtalsverð.
Þekkingarmiðlun á sviði lista mun verða mikil og áhrifin langvarandi.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018