Forvarnir

 • 17. mars 2009

Meginmarkmið í forvarnarmálum í Grindavík er að stuðla að auknu heilbrigði og hamingju barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra þannig að Grindvík standi undir nafni sem fjölskylduvænt bæjarfélag. Til að það takist, þarf markvissa og góða samvinnu meðal þeirra sem vinna að málefnum barna, ungmenna og fjölskyldum þeirra.

Samráðshópur
- Mikilvægar stofnanir sem að forvörnum koma eru skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar, foreldrafélög, heilsugæsla, lögregla, kirkja, félagasamtök auk unglinganna sjálfra s.s. nemendafélög. Íþrótta- og æskulýðsnefnd vinnur að því samvinna sé á milli þessara aðila um markvisst forvarnarstarf. Stefnt er að því að allir þeir sem sinna uppeldismálum með einum eða öðrum hætti taki höndum saman um að gera Grindavík að fjölskylduvænu umhverfi. Í samráðshópnum eiga sæti:
o Frístunda- og menningarfulltrúi
o Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsnefndar
o Fulltrúi skóla (umsjónarmaður félagslífs)
o Fulltrúi leikskóla (bæði frá Laut og Krók)
o Fulltrúi kirkju
o Fulltrúi heilsugæslu
o Fulltrúi lögreglu
o Fulltrúi UMFG
o Fulltrúi skólaskrifstofu - Félagsráðgjafi
o Fulltrúi foreldrafélags grunnskólans
o Fulltrúi foreldrafélags leikskólans Laut
o Fulltrúi foreldrafélags leikskólans Króks
o Fulltrúi björgunarfélagsins
o Fulltrúi Golfklúbbsins
o Fulltrúi Hestmannafélagsins
o Fulltrúi ungmennaráðs

Forvarnarteymi
Starfandi er forvarnarteymi sem í eiga sæti; Félagsmálafulltrúi, sálfræðingur á skólaskrifstofu, frístunda- og menningarfulltrúi, deildarstjóri unglingastigs grunnskólans og fulltrúi lögreglu. Forvarnarteymið ræðir forvarnarmál almennt sem og einstaklingsmál.

Forvarnarstefna og aðgerðaráætlun
Vinna við gerð forvarnarstefnu sveitarfélagsins er á frumstigi og er áætlað að hún verði tilbúinn á haustmánuðum 2009.

Rannsóknir/skýrslur
Árlega eru gerðar hinar ýmsu kannanir sem snúa að heilsu og líðan grunn- og framhaldsskólabarna. Út frá þeim hafa verið unnar skýrslur sem gefa þeim sem vinna að forvarnarmálum sveitarfélaga vísbendingar um hvernig forvarnarstarf er að virka. Með því að smella á heiti þeirra hér fyrir neðan má nálgast innihald þeirra. (skýrslurnar eru á pdf.formi) Einnig er að finna nokkrar glærur frá kynningarfundum um efni og innhald skýrslanna.

Gagnlegar upplýsingar
Sett hafa verið fram nokkur markmið með forvarnarstarfi í Grindavík sem unnið er eftir núna og verður síðan betur útfært í forvarnarstefnu sveitarfélagsins.
Markmið:
- Að markvisst sé unnið í forvarnarmálum í Grindavík.
Leiðir:
- Haldnir skulu samstarfsfundir þar sem aðilar sem vinna að forvörnum miðla upplýsingum og undirbúa samstarfsverkefni.
- Foreldrafélög taki markvissan þátt í vinnu að forvörnum, s.s. með fræðslufundum og foreldrarölti.
- Að forvarnarstarf með lögreglu haldi áfram og unnið sé með samstarfsaðilum s.s. að átaki vegna útivistartíma
- Lykilaðilar í forvörnum í sveitarfélaginu skilgreini hlutverk sitt í þeim og hvernig þeir hyggjast vinna.
- Félög sem sinna íþrótta-, menningar- og æskulýðsmálum og njóta styrkja frá sveitarfélaginu sinni forvörnum með markvissum hætti, sbr. samninga þar að lútandi.
- Að skólar geri forvarnaráætlanir þar sem komi fram hvernig unnið er að forvarnarstarfi og viðbragsðáætlanir séu skýrar varðandi agabrot, vímuefnaneyslu, einelti og öðrum mikilvægum þáttum.
- Vera með stefnumörkun í forvörnum í sífelldri endurskoðun.
- Til að mæla árangur verður stuðst m.a. við samanburð úr könnunum er fjalla um málefni ungs fólks.
- Leitað verði eftir því við stofnanir og fyrirtæki að þau leggi forvarnaverkefnum lið í formi aðgerða og fjárstuðnings eins og kostur er.
- Standa fyrir rannsóknum og könnunum er vísa vegin og meta hvernig til hefur tekist.
Markmið:
- Efla og styrkja fjölskyldur í Grindavík.
Leiðir:
- skapa heildstæða og þverfaglega þjónustu fyrir íbúa með þarfir fjölskyldunnar í huga. Öflugir foreldrar eru lykill að góðri líðan barna.
- bjóða upp á foreldranámskeið; Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar/PMT/ART.
- koma á samstarfi við heilsugæsluna til að tryggja heildarsýn í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Stofnað verður teymi í málefnum barna sem í sitja fulltrúar heilsugæslunnar og skólaskrifstofu.

 Markmið:
- Efla uppeldis- og forvarnahlutverk íþróttafélaga og annara félaga sem starfa með börnum og unglingum.
Leiðir:
- Aðstoða og styðja félögin í því að marka sér stefnu í málefnum barna og unglinga m.a. með því að þau setja fram kennslu- og æfingaskrá, stefnu í forvarnar-, jafnréttis-, umhverfismálum o.s.frv.
- Fræðsla til þjálfara og forráðamanna
Markmið:
- Unnið skal markvisst að því að ná til og starfa með unglingum sem ekki finna sig í hefðbundnu tómstundarstarfi og tilheyra áhættuhópi. Slíka vinnu skal byrja á miðstigi grunnskólans.
Leiðir:
- Unnið skal leitarstarf, þar sem reynt er að kynnast ástandinu í bænum um kvöldin um helgar og reynt að ná til þeirra hópa sem ekki stunda heilbrigt félagslíf.
- Teymi fagaðila setur af stað leitarstarf innan sinna raða.
- Að svona hópur fá sér tíma í Þrumunni
Markmið:
- Að Þruman/Kvennó gegni lykilhlutverki í forvarnarstarfi 16+
Leiðir:
- Leita skal til forvarnarfulltrúa FS og námsráðgjafa e . samstarfsleiðum.
- Reka félagsmiðstöð unga fólksins með sem fjölbreyttustu sniði, þar sem unnið er í lýðræðislegum anda og þátttaka, ábyrgð og virkni eru lykilorð. Þar á að vera unnið að viðfangsefnum sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu.
Markmið:
- Að koma í veg fyrir eða seinka reykingum, áfengisdrykkju og neyslu annarra fíkniefna hjá unglingum.
Leiðir:
- Markviss fræðsla til handa ungmennum og foreldrum þeirra
- Þátttaka í Forvarnardegi forseta Íslands.
- Öflugt samstarf við grunn- og framhaldsskóla.
- Stuðla að fræðslu um forvarnir sem víðast í sveitarfélaginu, svo sem í skólum og á vinnustöðum.
- Samstarfsaðilum sé ljóst nauðsyn þess að gera áætlun um viðbrögð/tilvísunarleiðir til að aðstoða ungmenni sem eru í áhættuhópi.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018