Sviđstjóri

  • 11. nóvember 2010

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs er
Ármann Halldórsson -
armann@grindavik.is

Sviðsstjóri er með viðtals- og símatíma mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli 14:00-15:00. Vinsamlegast hafið samband símleiðis við bæjarskrifstofu til að bóka viðtal.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, stjórnskipuleg staða:

Yfirmaður: Bæjarstjóri.

Fagnefndir: Skipulags- og umhverfisnefnd og almannavarnanefnd.

Mannaforráð : Yfirmaður slökkvistjóra og byggingafulltrúa.

Staðgengill: Byggingafulltrúi.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs þjónustar íbúa Grindavíkurbæjar á sviði skipulags-, umhverfis- og byggingarmála. Er ráðgefandi fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og vinnur eftir samþykktum hennar.

Samþykkt skipulags og umhverfisnefndar má finna hér.

Helstu lög og reglugerðir á verksviði sviðsstjóra:


• Skipulagslög nr. 123/2010
• Lög um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (bótaákvæði o.fl.), nr. 59/2014
• Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
• Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006
• Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
• Breyting á skipulagsreglugerð nr. 578/2013
• Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005
• Reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012

Önnur lög og reglugerðir á verksviði sviðsstjóra má finna hér.

Helstu verkefni
• Hefur umsjón með stefnumótun í þeim málaflokkum sem undir hann heyra í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd.
• Er skipulags- og umhverfisnefnd til ráðgjafar í umhverfis- og skipulagsmálum, þ.m.t. hreinlætismálum og náttúruvernd.
• Undirbýr fundi skipulags- og umhverfisnefndar og ber ábyrgð á framkvæmd þeirra ákvarðana sem nefndin tekur.
• Gerir starfs- og framkvæmdaáætlanir fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. Hann hefur umsjón með aðkeyptri vinnu skipulagsfræðinga, arkitekta, verkfræðinga og annarra sérfræðinga sem tæknideild á viðskipti við og metur þörf fyrir aðkeypta þjónustu í samráði við bæjarstjóra.
• Ber ábyrgð á framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og frumáætlun kostnaðar
• Annast daglega fjármálastjórn á sínu sviði og gætir þess að meðferð fjármuna séu í samræmi við áætlanir hverju sinni.
• Sinnir eftirliti með leyfisskyldum framkvæmdum og situr hönnunar- og verkfundi sem fulltrúi sveitarfélagsins í stærri verkefnum, s.s. gerð þjóðvega í þéttbýli. Hann hefur eftirlit með að byggingarstjórar verkefna séu með tilskilin réttindi og vottar stöðu framkvæmda.
• Hefur umsjón með náttúruvernd í sveitarfélaginu. Hann gerir tillögur til skipulags- og umhverfisnefndar um aðgerðir í náttúruvernd, s.s. um friðlýsingu svæða, aðgerðir vegna náttúruspjalla og mótvægisaðgerðir vegna landrofs o.þ.h.
• Ábyrgð að fegrun opinna svæða, gróðursetningu og uppgræðslu í samvinnu við skipulags- og umhverfis nefnd.
• Hefur eftirlit með að staðið sé við skuldbindingar sveitarfélagsins í umhverfismálum og að starfsemi þess sé í samræmi við lög og reglugerðir sem varða umhverfismál.
• Undirbýr fjárhagsáætlanir í tengslum við málaflokkinn í samvinnu við fjármálastjóra, er ábyrgur fyrir því að allar tillögur séu í samræmu við stefnu bæjaryfirvalda hverju sinni.
• Staðfestir reikninga vegna aðfanga og aðkeyptrar þjónustu.
• Yfirumsjón með að eignir séu skráðar inn í Landsskrá fasteigna og landupplýsingakerfi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR