Félagsstarf eldri borgara

Félagsstarf eldri borgara og öryrkja 2014-2015:

Fimmtudaginn 8. september 2011 var tekin í gagnið ný aðstaða fyrir eldri borgara í Grindavík. Aðstaðan er á neðri hæð í Víðihlíð og hefur hlotið nafnið Miðgarður. Umsjón með starfinu í Miðgarði hefur Stefanía Sigríður Jónsdóttir forstöðumaður Miðgarðs. Símanúmer í Miðgarði er 426 8014 .
Alla virka daga er hægt að kíkja í heimsókn frá 8.00 til 16.00, fá kaffi, lesa blöðin, spjalla, tefla, frír aðgangur er að tölvum, ofl. Unnið er í því að koma upp billjardborði.


Eftirfarandi frístundastarf verður í boði fyrir eldri borgara (60+) og öryrkja í Grindavík veturinn 2014-2015

Allar nánari upplýsingar veitir Stefanía Sigríður Jónsdóttir, í síma 426 8014 eða 660 7320.

Félag eldri borgara
Félag eldri borgara í Grindavík er deild í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum (FES). Félagið sér um tvær skemmtanir á árinu; vorfagnað fyrir alla eldri borgara á Suðurnesjum og svo aðventugleði fyrir eldri borgara í Grindavík. Einnig er farið í skipulagðar ferðir.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 
Víðihlíð - hjúkrunardeild aldraðra Austurvegi 5 

Sími 426 – 7600. Fax 426 – 7610 
Hjúrunarforstjóri: Edda Bára Sigurbjörnsdóttir edda@hss.is

Í vesturenda Víðihlíðar rekur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hjúkrunardeild. Deildin var opnuð haustið 1992 og eru þar pláss fyrir 25 vistmenn.  

Læknir Heilsugæslustöðvar Suðurnesja í Grindavík sinnir hjúkrunardeildinni. Boðið er uppá sjúkraþjálfun x2 í viku. Í Víðihlíð er rekið þvottahús og þar eru einkaföt vistmanna þvegin.

Félagsleg heimaþjónusta 
Megin markmið félagslegrar heimaþjónustu er að styðja fólk til sjálfsbjargar, efla sjálfstraust þess og sjálfsvirðingu og rjúfa félagslega einangrun. Aldraðir og öryrkjar eiga kost á félagslegri heimaþjónustu. Þörfin fyrir aðstoð er metin í hverju tilviki fyrir sig.

Dagvist aldraðra 
Dagvist aldraðra er með aðsetur í Víðihlíð við Austurveg 5 í Grindavík. Þjónustuþegi greiðir daggjald sem ákvarðað er í reglugerð ár hvert en innifalið í gjaldinu er flutningur til og frá dagvist, ásamt fullu fæði. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður.

Íbúðir aldraðra í Víðihlíð 
Grindavíkurbær á 12 íbúðir í Víðihlíð við Austurveg nr. 5 í Grindavík. Úthlutun íbúðanna er á hendi félagsmálaráðs en skilyrði fyrir úthlutun eru þau að umsækjandi sé búsettur í Grindavík og hafi náð 70 ára aldri. Þá er stuðst við félagslegt og heilsufarslegt mat við úthlutun íbúðanna en matið annast hjúkrunarfræðingar. Umsækjendur greiða fyrir íbúðarrétt í upphafi en greiða svo leigu sem breytist í samræmi við neysluverðsvísitölu. Innifalið í leigu er rafmagn og hiti ásamt þeirri þjónustu sem veitt er íbúum hússins. Þegar íbúðinni er skilað fæst íbúðarrétturinn endurgreiddur samkvæmt reglum þar um.

Deildarstjóri öldrunarþjónustu
Stefanía S. Jónsdóttir, sími 426 8014.


Matseđill vikuna 20.-24. í Víđihlíđ

Matseðillinn fyrir hádegismat eldri borgara í Víðihlíð fyrir vikuna 20.-24. mars er nú klár hér að neðan. Heitur matur er kl. 11.30 alla virka daga í salnum og þurfa pantanir að berast á föstudegi fyrir komandi viku. Hver máltíð kostar 1.000 kr. á mann. Hægt er að leggja inn pantanir í síma 426-8014 (Miðgarður) eða 420-1100 (bæjarskrifstofur), fyrir hádegi á föstudegi fyrir komandi viku.

>> MEIRA
Matseđill vikuna 20.-24. í Víđihlíđ

Matseđill vikuna 13.-17. mars í Víđihlíđ

Matseðillinn fyrir hádegismat eldri borgara í Víðihlíð fyrir vikuna 13.-17. mars er nú klár hér að neðan. Heitur matur er kl. 11.30 alla virka daga í salnum og þurfa pantanir að berast á föstudegi fyrir komandi viku. Hver máltíð kostar 1.000 kr. á mann. Hægt er að leggja inn pantanir í síma 426-8014 (Miðgarður) eða 420-1100 (bæjarskrifstofur), fyrir hádegi á föstudegi fyrir komandi viku.

>> MEIRA
Matseđill vikuna 13.-17. mars í Víđihlíđ

Matseđill vikuna 6.-10. mars í Víđihlíđ

Áfram heldur hið þriggja mánaða tilraunaverkefni þar sem starfrækt verður mötuneyti í Víðihlíð 2. hæð, fyrir eldri borgara. Heitur matur verður kl. 11.30 alla virka daga í salnum og þurfa pantanir að berast á föstudegi fyrir komandi viku. Hver máltíð kostar 1.000 kr. á mann. Hægt er að leggja inn pantanir í síma 426-8014 (Miðgarður) eða 420-1100 (bæjarskrifstofur), fyrir hádegi á föstudegi fyrir komandi viku.

>> MEIRA
Matseđill vikuna 6.-10. mars í Víđihlíđ

Matseđill vikuna 27. - 3. mars í Víđihlíđ

Þessa dagana stendur yfir þriggja mánaða tilraunaverkefni þar sem starfrækt verður mötuneyti í Víðihlíð 2. hæð, fyrir eldri borgara. Heitur matur verður kl. 11.30 alla virka daga í salnum og þurfa pantanir að berast á föstudegi fyrir komandi viku. Hver máltíð kostar 1.000 kr. á mann. Hægt er að leggja inn pantanir í síma 426-8014 (Miðgarður) eða 420-1100 (bæjarskrifstofur), fyrir hádegi á föstudegi fyrir komandi viku.

>> MEIRA
Matseđill vikuna 27. - 3. mars í Víđihlíđ

Frí bókasafnsskírteini fyrir heldri borgara

Bókasafnið vill minna á að Grindvíkingar sem komnir eru í hóp heldri borgara, 67 ára og eldri, eiga rétt á að fá bókasafnsskírteini sér að kostnaðarlausu. 
Mikið úrval af nýjum og gömlum bókum leynist á safninu og erum við einnig í samstarfi við önnur söfn á Suðurnesjum til að geta boðið upp á sem fjölbreyttasta afþreyingu.
Hljóðbækur eru einnig til fyrir þá sem það kjósa. 

>> MEIRA
Frí bókasafnsskírteini fyrir heldri borgara

Fiskihlađborđ fyrir 60+ á laugardaginn

Öllum eldri borgurum 60 ára og eldri í Grindavík er boðið í fiskihlaðborð í húsakynnum Stakkavíkur að Bakkalág 15, laugardaginn 27. febrúar næstkomandi kl. 13:00

Mikilvægt er að fólk hafi samband og skrái sig í síma 8684763 hjá Geira.

Kær kveðja,
nefndin. 

>> MEIRA
Fiskihlađborđ fyrir 60+ á laugardaginn

Ađalfundur félags eldri borgara í Grindavík.

Aðalfundur félags eldri borgara í Grindavík verður haldinn í Miðgarði fimmtudaginn 3.mars 2016 og hefst hann kl 1600.

Dagskrá fundarins.
1.Venjuleg aðalfundarstörf.
2.Önnur mál.
3. Kaffiveitingar að fundi loknum.


Stjórnin.

 

>> MEIRA
Ađalfundur félags eldri borgara í Grindavík.

Kertanámskeiđ í Miđgarđi í dag kl. 13:30 fyrir eldri borgara

Kertanámskeið fyrir eldri borgara verður haldið í Miðgarði í dag, 3. desember klukkan 13:30. Verð kr. 3.500 og allt efni innifalið.

>> MEIRA
Kertanámskeiđ í Miđgarđi í dag kl. 13:30 fyrir eldri borgara

Félagsađstađa eldri borgara í bláu útistofunni opin alla virka daga

Í einni af bláu útistofunum við Grunnskólann er félag eldri borgara búið að koma sér upp skemmtilegri aðstöðusem er opin frá klukkan 10-12 og 13-16 alla virka daga. Á staðnum eru tvö billard borð, píluspjald og nokkur taflborð.

>> MEIRA
Félagsađstađa eldri borgara í bláu útistofunni opin alla virka daga

Félagsađstađa eldri borgara opin alla virka daga

Félag eldri borgara í Grindavík hefur komið sér vel fyrir í bláu útistofunni við grunnskólann, en það er búið að koma upp pool borði og skákborðum og unnið er að uppsetningu pútt brautar og píluspjalda. Aðstaðan er opin alla virka daga milli klukkan 10-12 og 14-16.

>> MEIRA
Félagsađstađa eldri borgara opin alla virka daga
Grindavík.is fótur