Dýra- hunda- og kattahald

 • 16. mars 2009

Listar yfir skráða hunda og ketti í Grindavík
Reglulega berast Grindavíkurbæ ábendingar um hunda eða ketti sem talið er að ekki sé leyfi fyrir.
Samkvæmt samþykkt um hundahald á Suðurnesjum þurfa þeir íbúar sem búa utan lögbýla og vilja hafa hund að fá til þess leyfi. Hundurinn skal skráður hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ( H.E.S.) og er leyfi bundið við nafn og heimilisfang lögráða einstaklings. Hundurinn skal merktur með INDEXEL örmerki auk merkis í hálsól sem sýni að hann hafi verið hreinsaður af bandormum.
Samkvæmt samþykkt um kattahald á Suðurnesjum skulu allir heimiliskettir skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja gegn greiðslu leyfisgjalds.

Á listunum hér að neðan yfir skráða hunda og ketti í Grindavíkurbæ geta íbúar sveitarfélagsins séð hvaða dýr eru skráð. Viðbúið er að einhver þeirra dýra sem eru á listunum séu ekki lengur til staðar og önnur hafi bæst við en eigendur hafi ekki tilkynnt breytingar til Heilbrigiðseftirlits Suðurnesja. Birting þessara upplýsinga er jafnframt hugsuð til hvatningar fyrir þá hunda- og kattaeigendur sem eru með óskráða dýr að ganga frá sínum málum í samræmi við reglur.

Tilkynningar um breytingar má senda á netfang Heilbrigðiseftirlitsins hes@hes.is
Samþykktir um hunda- og kattahald á Suðurnesjum, og aðrar upplýsingar um dýrahald má lesa hér

Sækja skal um leyfi hjá:
Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja
Iðavöllum 12
230 Reykjanesbæ
Sími 420 3288
fax 421 3766
hes@hes.is 
www.hes.is

Listi yfir skráða hunda í Grindavík (skráðir 1. júní 2013)

Listi yfir skráða ketti í Grindavík (skráðir 1. júní 2013)

Samþykkt um hundahald á Suðurnesjum

Gjaldskrá um kattahald á Suðurnesjum

Samþykkt um kattahald á Suðurnesjum

Fræðsla fyrir hundaeigendur

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018